þágufall (þiggjandi, c. dativus) (1868:4).Þarna er komið inn orðið þágufall en þiggjandi látið fylgja með í sviga. Í kennslubók sinni fyrir alþýðuskóla (barnaskóla) skýrir Halldór Briem orðið þágufall á þennan hátt:
Þágufall (dativus) er haft, þegr eitthvað er gjört fyrir einhvern eða einhverjum gefið eða veitt eitthvað (1891:9).Þarna hefur heitið þágufall fest sig í sessi og þiggjandi þar með horfið. . (Sótt 27.06.2019). Á 19. öld kappkostuðu höfundar kennslu- og fræðibóka að íslenska erlend (oftast latnesk) fræðiheiti og eru íslensku fallaheitin þannig orðin til. Benda má á ágæta grein eftir Höskuld Þráinsson í tímaritinu Íslenskt mál og almenn málfræði frá 1999 þar sem meðal annars er fjallað um þágufall. Hana má auðveldlega finna hér. Heimildir:
- Halldór Briem (1891). Stutt ágrip af íslenskri mállýsingu handa alþýðuskólum. Reykjavík.
- Halldór Kr. Friðriksson. 1861. Íslenzk málmyndalýsing. Kaupmannahöfn.
- Jón Þorkelsson. (1868). Latnesk orðmyndafræði eftir latínukennendur Reykjavíkurskóla.
- Wikimedia Commons. Christ giving the Keys of Heaven to St. Peter by Peter Paul Rubens - Gemäldegalerie - Berlin - Germany 2017. Birt undir leyfinu CC BY-SA 4.0, © José Luiz Bernardes Ribeiro. (Sótt 13.6.2019).