Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið þágufall?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Eitt falla í latínu nefnist dativus og hafa nágrannamál eins og norðurlandamál, enska og þýska nýtt sér það í mállýsingum sínum (d. dativ, e. dative, þ. Dativ). Það lýsir því í hvers þágu eða óþágu eitthvað verður eða er gert. Í latneskri málfræði er til dæmis greint á milli, dativus commodi sem mætti nefna þægindafall og dativus incommodi óþægindafall. Of flókið er að lýsa hér frekari notkun dativus í latínu.

Í fyrstu íslensku mállýsingunni fyrir skóla eftir Halldór Kr. Friðriksson frá 1861 hefur hann eftirfarandi nöfn á föllunum án frekari skýringa: gjör., þol., þiggj., eig. (fyrir gjörandi, þolandi, þiggjandi, eigandi). Heldur yngri er kennslubók Jóns Þorkelssonar í latínu en hann segir um þágufall:

þágufall (þiggjandi, c. dativus) (1868:4).

Þarna er komið inn orðið þágufall en þiggjandi látið fylgja með í sviga.

Í fyrstu íslensku mállýsingunni fyrir skóla eftir Halldór Kr. Friðriksson frá 1861 er þiggjandi notað um fallið sem nú kallast þágufall. Hér þiggur Lykla-Pétur lyklana að himninum frá Jesú Kristi. Verkið er eftir Peter Paul Rubens.

Í kennslubók sinni fyrir alþýðuskóla (barnaskóla) skýrir Halldór Briem orðið þágufall á þennan hátt:

Þágufall (dativus) er haft, þegr eitthvað er gjört fyrir einhvern eða einhverjum gefið eða veitt eitthvað (1891:9).

Þarna hefur heitið þágufall fest sig í sessi og þiggjandi þar með horfið.

. (Sótt 27.06.2019).

Á 19. öld kappkostuðu höfundar kennslu- og fræðibóka að íslenska erlend (oftast latnesk) fræðiheiti og eru íslensku fallaheitin þannig orðin til. Benda má á ágæta grein eftir Höskuld Þráinsson í tímaritinu Íslenskt mál og almenn málfræði frá 1999 þar sem meðal annars er fjallað um þágufall. Hana má auðveldlega finna hér.

Heimildir:
  • Halldór Briem (1891). Stutt ágrip af íslenskri mállýsingu handa alþýðuskólum. Reykjavík.
  • Halldór Kr. Friðriksson. 1861. Íslenzk málmyndalýsing. Kaupmannahöfn.
  • Jón Þorkelsson. (1868). Latnesk orðmyndafræði eftir latínukennendur Reykjavíkurskóla.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.7.2019

Spyrjandi

Vera Heimann

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið þágufall?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77368.

Guðrún Kvaran. (2019, 15. júlí). Hvaðan kemur orðið þágufall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77368

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið þágufall?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77368>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið þágufall?
Eitt falla í latínu nefnist dativus og hafa nágrannamál eins og norðurlandamál, enska og þýska nýtt sér það í mállýsingum sínum (d. dativ, e. dative, þ. Dativ). Það lýsir því í hvers þágu eða óþágu eitthvað verður eða er gert. Í latneskri málfræði er til dæmis greint á milli, dativus commodi sem mætti nefna þægindafall og dativus incommodi óþægindafall. Of flókið er að lýsa hér frekari notkun dativus í latínu.

Í fyrstu íslensku mállýsingunni fyrir skóla eftir Halldór Kr. Friðriksson frá 1861 hefur hann eftirfarandi nöfn á föllunum án frekari skýringa: gjör., þol., þiggj., eig. (fyrir gjörandi, þolandi, þiggjandi, eigandi). Heldur yngri er kennslubók Jóns Þorkelssonar í latínu en hann segir um þágufall:

þágufall (þiggjandi, c. dativus) (1868:4).

Þarna er komið inn orðið þágufall en þiggjandi látið fylgja með í sviga.

Í fyrstu íslensku mállýsingunni fyrir skóla eftir Halldór Kr. Friðriksson frá 1861 er þiggjandi notað um fallið sem nú kallast þágufall. Hér þiggur Lykla-Pétur lyklana að himninum frá Jesú Kristi. Verkið er eftir Peter Paul Rubens.

Í kennslubók sinni fyrir alþýðuskóla (barnaskóla) skýrir Halldór Briem orðið þágufall á þennan hátt:

Þágufall (dativus) er haft, þegr eitthvað er gjört fyrir einhvern eða einhverjum gefið eða veitt eitthvað (1891:9).

Þarna hefur heitið þágufall fest sig í sessi og þiggjandi þar með horfið.

. (Sótt 27.06.2019).

Á 19. öld kappkostuðu höfundar kennslu- og fræðibóka að íslenska erlend (oftast latnesk) fræðiheiti og eru íslensku fallaheitin þannig orðin til. Benda má á ágæta grein eftir Höskuld Þráinsson í tímaritinu Íslenskt mál og almenn málfræði frá 1999 þar sem meðal annars er fjallað um þágufall. Hana má auðveldlega finna hér.

Heimildir:
  • Halldór Briem (1891). Stutt ágrip af íslenskri mállýsingu handa alþýðuskólum. Reykjavík.
  • Halldór Kr. Friðriksson. 1861. Íslenzk málmyndalýsing. Kaupmannahöfn.
  • Jón Þorkelsson. (1868). Latnesk orðmyndafræði eftir latínukennendur Reykjavíkurskóla.

Mynd:

...