Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?

ÞV

Upphafleg spurning var svona:
Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?
Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur bæði dægraskiptum og árstíðaskiptum.

Það lætur því að líkum að orð um sólina séu til í öllum tungumálum manna, gömlum sem nýjum. Sama orð og við notum, sol, er til dæmis haft um sólina í latínu sem er eitt af tungumálum fornaldar og var töluð löngu fyrir Krists burð. Í grísku heitir sólin hins vegar helios.

Íslenskan á annað orð um sólina, orðið sunna sem kemur til dæmis fyrir í heitinu "sunnudagur" og í skáldamáli. Það er samstofna við enska orðið sun og þýska orðið Sonne.

Eðlilegt er að hugsa sér að einhver hafi orðið fyrstur til að taka sér í munn orðið "sól" um þennan mikilvæga himinhnött. Hins vegar munum við aldrei komast að því hver það hafi verið því að það gerðist löngu áður en sögur hófust sem kallað er, það er að segja löngu áður en elstu heimildir um verk manna urðu til. Af sömu ástæðu getum við ekki vitað hver þessi maður var.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

3.2.2003

Spyrjandi

Leifur Þórhallsson, f. 1991

Tilvísun

ÞV. „Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3095.

ÞV. (2003, 3. febrúar). Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3095

ÞV. „Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3095>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?
Upphafleg spurning var svona:

Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?
Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur bæði dægraskiptum og árstíðaskiptum.

Það lætur því að líkum að orð um sólina séu til í öllum tungumálum manna, gömlum sem nýjum. Sama orð og við notum, sol, er til dæmis haft um sólina í latínu sem er eitt af tungumálum fornaldar og var töluð löngu fyrir Krists burð. Í grísku heitir sólin hins vegar helios.

Íslenskan á annað orð um sólina, orðið sunna sem kemur til dæmis fyrir í heitinu "sunnudagur" og í skáldamáli. Það er samstofna við enska orðið sun og þýska orðið Sonne.

Eðlilegt er að hugsa sér að einhver hafi orðið fyrstur til að taka sér í munn orðið "sól" um þennan mikilvæga himinhnött. Hins vegar munum við aldrei komast að því hver það hafi verið því að það gerðist löngu áður en sögur hófust sem kallað er, það er að segja löngu áður en elstu heimildir um verk manna urðu til. Af sömu ástæðu getum við ekki vitað hver þessi maður var....