Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 157 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér allt um járn?

Járn hefur sætisgildið 26 í lotukerfinu og það er táknað með stöfunum Fe. Atómmassi þess er 55,845 en eðlismassinn er 7,847 g/cm3. Bræðslumark járns er 1538°C en suðumarkið 2861°C. Járn er frumefni sem hefur verið til frá ómunatíð. Járn er lífsnauðsynlegt fyrir lífverur þar sem járn í blóðrauðanum sér um að ...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum?

Í eldi eru efnin í eldsneytinu að brenna, það er að segja að taka upp súrefni eða ildi úr andrúmsloftinu. Við það losnar mikil orka sem veldur örri hreyfingu á sameindum efnisins og birtist okkur sem hiti og varmi eða varmaorka. Þessi hreyfing er yfirleitt svo mikil að efnin skipta um ham sem kallað er og verða að...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er stál?

Stál er blanda járns og kolefnis og stundum fleiri frumefna. Kolefnisinnihald í stáli er á bilinu 0,1% - 2%. Ef kolefnisinnihald í blöndunni fer yfir 2% kallast efnið steypujárn, pottur eða pottjárn. Þá er það stökkt og ekki er hægt að hamra það til eins og stál og járn. Stál hefur margþætt notagildi, það er no...

category-iconEfnafræði

Hvert er bræðslumark demants?

Demantur hefur hæsta bræðslumark allra þekktra efna, 3547°C. Það þýðir að við það hitastig og staðalþrýstingsskilyrði (1 bars þrýsting) umbreytist demantur úr föstu formi í vökvaform. Demantur er annað tveggja meginforma kolefnis á föstu formi (C(s)). Hitt formið er grafít, sem hefur gjörólíka eiginleika, eins ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er mór og hvernig myndast hann?

Mór er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast hefur í votlendi og hægt er að nota sem eldsneyti. Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands (1991, bls. 195) er stuttlega fjallað um mó. Þar segir: Á hverju hausti falla jurtir og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar og blandast smám saman jarðveginum, en í mý...

category-iconJarðvísindi

Hver fann upp geislakolsaðferðina til að aldursgreina til dæmis risaeðlur, og hvenær gerðist það?

Efnafræðingar við háskólann í Chicago þróuðu geislakolsaðferðina á fimmta áratugnum. Fyrir rannsóknahópnum fór W. F. Libby sem lýsti aðferðinni í bók sem kom út árið 1952. Hann hlaut fyrir þetta Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1960. Fyrstu aldursgreiningu með geislakolsaðferð birtu Arnold og Libby árið 1949, og tí...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp sápuna?

Það veit enginn nákvæmlega hver fann upp sápuna en samkvæmt heimildum á vefsetrinu Encyclopædia Britannica hefur sápa verið notuð í að minnsta kosti 2300 ár. Samkvæmt alfræðingnum Plíníusi eldra bjuggu Fönikíumenn til sápu úr geitartólgum og viðarösku um 600 fyrir Krist. Á miðöldum fór sápugerð aðallega fram í...

category-iconEfnafræði

Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?

Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verða demantar til í náttúrunni?

Demantar eru hreint kolefni rétt eins og grafít þó þessi tvö efni séu mjög ólík bæði í útliti og eiginleikum. Demantar hafa myndast í möttli jarðar á 120-200 km dýpi. Á þessu dýpi getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við afar sérstakar aðstæður, mjög mikinn þrýsting eða 45-60 kílóbör og hita á bilinu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er stundum bláleitur litur á mýrum og mýrarvatni, eins og olía? Hvaða efni er þetta og hvernig myndast það?

Uppleyst efni í mýravatni eru einkum af þrennum toga:lífræn kolefnasambönd úr rotnandi gróðurleifum, uppleyst efni úr berggrunni, öskulögum og áfoki (til dæmis járn, magnesín, kalsín, kísill), og loks efni úr andrúmslofti og regni (súrefni, koltvísýringur, nitur). Undir yfirborði mýrarinnar er vatnið súrefnissn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan koma atómin þegar lífrænar frumur skipta sér?

Þegar frumur skipta sér breytist fjöldi atóma ekki endilega, heldur skiptast þau milli nýju frumnanna tveggja. Hins vegar eru lifandi frumur sífellt að skiptast á efnum (atómum) og orku við umhverfi sitt. Þegar fruma vex og þyngist hefur hún einfaldlega tekið til sín meira efni úr umhverfinu en hún skilar aftur ti...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er langt þangað til að sólin verður að rauðum risa og hvað verður um hana þegar hún er orðin að hvítum dverg?

Við rannsóknir á sólstjörnum standa vísindamenn frammi fyrir þeim vandkvæðum að þróun sólstjarna tekur milljónir og jafnvel milljarða ára. Það er því engin leið að geta fylgst með þróun einnar stjörnu frá upphafi til enda. Vísindamenn verða því að reyna að ákvarða hversu langt er liðið á þróunarskeið ýmissa stjarn...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?

Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum. ...

category-iconUmhverfismál

Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?

Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig verður maður örverufræðingur?

Til þess að verða örverufræðingur þarf að afla sér grunnmenntunar í háskóla, oftast BS-prófs, á einhverju því sviði þar sem örverufræði er stunduð og kennd. Önnur mikilvæg grunnfög eru efnafræði, lífefnafræði, erfðafræði og sameindalíffræði. Síðan þarf að taka meistarapróf og/eða doktorspróf á sviði örverufræði. ...

Fleiri niðurstöður