Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er stundum bláleitur litur á mýrum og mýrarvatni, eins og olía? Hvaða efni er þetta og hvernig myndast það?

Sigurður Steinþórsson

Uppleyst efni í mýravatni eru einkum af þrennum toga:
  1. lífræn kolefnasambönd úr rotnandi gróðurleifum,
  2. uppleyst efni úr berggrunni, öskulögum og áfoki (til dæmis járn, magnesín, kalsín, kísill), og loks
  3. efni úr andrúmslofti og regni (súrefni, koltvísýringur, nitur).

Undir yfirborði mýrarinnar er vatnið súrefnissnautt og súrt og tekur auðveldlega upp efni úr bergi, þar á meðal tvígilt járn (Fe(II)). Járnið oxast þegar það kemst í samband við súrefni andrúmsloftsins og þá myndast bráð, líkust olíu, á yfirborðinu, en brákin er kvoðulausn (e. colloid) af lífrænu kolefni og ferríhýdrati (Fe(OH)3). Bláminn stafar hins vegar af tvígildu járni.

Tvígilt járn er talsvert leysanlegt í vatni en við yfirborð mýrarinnar oxast það brátt í þrígilt járn (Fe(III)) sem er lítt leysanlegt í vatni og fellur því út sem mýrajárn (límonít), sennilega örvað af örverum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

28.8.2009

Spyrjandi

Guðbjörg Hilmarsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju er stundum bláleitur litur á mýrum og mýrarvatni, eins og olía? Hvaða efni er þetta og hvernig myndast það?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53105.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 28. ágúst). Af hverju er stundum bláleitur litur á mýrum og mýrarvatni, eins og olía? Hvaða efni er þetta og hvernig myndast það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53105

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju er stundum bláleitur litur á mýrum og mýrarvatni, eins og olía? Hvaða efni er þetta og hvernig myndast það?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53105>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er stundum bláleitur litur á mýrum og mýrarvatni, eins og olía? Hvaða efni er þetta og hvernig myndast það?
Uppleyst efni í mýravatni eru einkum af þrennum toga:

  1. lífræn kolefnasambönd úr rotnandi gróðurleifum,
  2. uppleyst efni úr berggrunni, öskulögum og áfoki (til dæmis járn, magnesín, kalsín, kísill), og loks
  3. efni úr andrúmslofti og regni (súrefni, koltvísýringur, nitur).

Undir yfirborði mýrarinnar er vatnið súrefnissnautt og súrt og tekur auðveldlega upp efni úr bergi, þar á meðal tvígilt járn (Fe(II)). Járnið oxast þegar það kemst í samband við súrefni andrúmsloftsins og þá myndast bráð, líkust olíu, á yfirborðinu, en brákin er kvoðulausn (e. colloid) af lífrænu kolefni og ferríhýdrati (Fe(OH)3). Bláminn stafar hins vegar af tvígildu járni.

Tvígilt járn er talsvert leysanlegt í vatni en við yfirborð mýrarinnar oxast það brátt í þrígilt járn (Fe(III)) sem er lítt leysanlegt í vatni og fellur því út sem mýrajárn (límonít), sennilega örvað af örverum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

...