Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Túlkun í orðasamhengi: "vilji leigutaki selja eignir sínar á lóðinni, á leigusali forkaupsrétt að öðru jöfnu" Spurningin er: hvað þýðir í þessu tilfelli og eflaust öðrum: "að öðru jöfnu"? Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'. Orð...
Hver er munurinn á skinni og hörundi og hvernig getur manni runnið kalt vatn þar á milli?
Í fornu máli merkir orðið hörund ‘hold’ og er skýrt í orðabók Johans Fritzners, Ordbog over det gamle norske sprog, á þann hátt að átt sé við holdið, eða kjötið, sem liggur milli skinns og beina í mannslíkamanum (1891 II:192). Í nútímamáli merkir hörund ‘skinn, húð’, rétt eins og orðið skinn er notað um ‘húð, feld...
Hver er uppruni orðasambandsins að finna einhvern í fjöru?
Orðasambandið að finna einhvern í fjöru í merkingunni ‘gera upp sakirnar við e-n, lúskra á e-m’ er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Halldór Halldórsson bendir á í bókinni Íslensk orðtök (1954:179–180) að sá siður að rétta yfir þjófum í fjörum sé ævagamall og eigi rætur að rekja til germanskra réttarreglna. Í f...
Hvað þýðir að eitthvað sé yfir höfuð?
Orðasambandið yfir höfuð er fengið að láni úr dönsku. Þar er það notað í tvenns konar merkingu, annars vegar neitandi eða spyrjandi, það er ‛alls ekki’ eða ‛yfirleitt’, „jeg er overhovedet ikke enig“, „ég er alls ekki (yfir höfuð ekki) sammála“, eða „har hun overhovedet sagt noget?“ „hefur hún yfirleit...
Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?
Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir...
Hvaðan kemur orðasambandið „að skeika að sköpuðu“?
Orðasambandið að láta skeika að sköpuðu í merkingunni ‘að láta fara sem vill’ þekkist þegar í fornu máli og má finna dæmi um það í ýmsum fornsögum, til dæmis í 22. kafla Egils sögu: Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu (Ísl.s. bls. 391). Um fle...
Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?
Orðasambandið að velgja einhverjum undir uggum er notað í merkingunni ‛þjarma að einhverjum, láta einhvern finna fyrir valdi sínu’. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið er úr Skírni frá 1839:Áli jarl hafði í hyggju að velgja Tirkjum undir uggum. Halldór Halldórsson getur sér þess til í ...
Hvernig eiga menn undir högg að sækja?
Orðtakið að eiga undir högg að sækja kemur ekki fyrir í fornum textum. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í orðatakasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830. Í þessum bardaga eiga margir undir högg að sækja! Halldór Halldórsson, fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, ræðir ...
Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt?
Orðasambandið að kasta tólfunum er notað um eitthvað sem keyrir úr hófi. Það er þekkt að minnsta kosti frá 18. öld samkvæmt heimildasafni Orðabókar Háskólans. Yngra er sambandið að slá tólfunum í sömu merkingu en það er kunnugt frá 19. öld. Líkingin er sennilegast komin frá teningaspili þar sem notaðir eru tveir t...
Eru bæði orðin 'valkvæmur' og 'valkvæður' til í íslenskri tungu og er einhver munur á merkingu þeirra?
Bæði orðin eru fremur ný í málinu og hafa ekki komist í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Örfá dæmi fundust um valkvæður í textasafni Orðabókarinnar, hið elsta frá 1994, en ekkert um valkvæmur. Valkvæður er þó talsverð eldra því að í safninu Tímarit.is er elst dæmi úr dagblaðinu Tímanum frá 1978. Um valkvæmur fanns...
Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan". Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram k...
Hvernig eldir af degi?
Sögnin að elda er til í tvenns konar beygingu veikra sagna. Hún beygist annars vegar eftir öðrum flokki veikra sagna og þá í þátíð eldi/elti. Merkingin er ‛fá til að loga, tendra’. Hún er notuð ópersónulega í sambandinu það eldir … ‛það birtir, dagar’ til dæmis það eldir af degi. Í eldra máli var notað...
Getur jafnarma þríhyrningur haft allar hliðar jafnlangar?
Spurningin stafar væntanlega af óvissu spyrjanda um merkingu hugtaksins „jafnarma þríhyrningur“. Óformleg könnun höfundar þessa svars hefur leitt í ljós að tvær ólíkar skilgreiningar á hugtakinu koma fyrir í innlendri sem og erlendri umfjöllun um stærðfræði: Jafnarma þríhyrningur er þríhyrningur sem hefur nákvæ...
Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?
Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...
Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?
Spurningin í heild var svohljóðandi:Í svari ykkar við spurningunni Eru tölvuleikir vanabindandi? þann 14.02. kemur fram að breyta þurfi aðstæðum "fíkilsins" kerfisbundið. Hvernig ber að skilja það? Á t.d. að hindra aðgang viðkomandi að tölvuleikjum? Eða hvað á að gera? Svar óskast.Spurningin vísar í eftirfarandi o...