Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að velgja einhverjum undir uggum er notað í merkingunni ‛þjarma að einhverjum, láta einhvern finna fyrir valdi sínu’. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið er úr Skírni frá 1839:
Áli jarl hafði í hyggju að velgja Tirkjum undir uggum.

Halldór Halldórsson getur sér þess til í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (1991:496) að um sé að ræða ákveðna veiðiaðferð sem einnig komi fram í orðtakinu klá einhverjum undir uggum ‛halda einhverjum í skefjum með blíðu’. Hann vitnar þar til orða Helga Hálfdanarsonar skálds og þýðanda um þá aðferð að veiða silung og klá honum eða strjúka undir uggum meðan komið er á hann traustu taki.

Hugsanleg skýring á orðasambandinu að velgja einhverjum undir uggum, er að það vísi til ákveðnar veiðiaðferar, samanber orðtakið klá einhverjum undir uggum.

Jón Friðjónsson hefur aðra skýringu á orðasambandinu í Mergi málsins (2006:906). Hann bendir á að merking sagnarinnar velgja sé ‛hita’ og að uggi tákni hér ‛eyra’. Því sé átt við að ‛hita einhverjum undir eyrum’, það er slá einhvern utan undir. Hann nefnir einnig orðasambandið klá einhverjum undir uggum og gefur tvenns konar merkingu, annars vegar ‛halda einhverjum í skefjum með blíðu’ og hins vegar ‛refsa einhverjum harðlega’. Í báðum merkingunum sé uggi í merkingunni ‛eyra’.

Heimildir:
  • Halldór Halldórsson. 1991. Íslenzkt orðtakasafn. Þriðja útgáfa. Reykjavík, Almenna bókafélagið.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa, aukin og endurbætt. Reykjavík, Mál og menning.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.10.2011

Spyrjandi

Kjartan Már Hjálmarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?“ Vísindavefurinn, 28. október 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60229.

Guðrún Kvaran. (2011, 28. október). Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60229

Guðrún Kvaran. „Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60229>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?
Orðasambandið að velgja einhverjum undir uggum er notað í merkingunni ‛þjarma að einhverjum, láta einhvern finna fyrir valdi sínu’. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið er úr Skírni frá 1839:

Áli jarl hafði í hyggju að velgja Tirkjum undir uggum.

Halldór Halldórsson getur sér þess til í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (1991:496) að um sé að ræða ákveðna veiðiaðferð sem einnig komi fram í orðtakinu klá einhverjum undir uggum ‛halda einhverjum í skefjum með blíðu’. Hann vitnar þar til orða Helga Hálfdanarsonar skálds og þýðanda um þá aðferð að veiða silung og klá honum eða strjúka undir uggum meðan komið er á hann traustu taki.

Hugsanleg skýring á orðasambandinu að velgja einhverjum undir uggum, er að það vísi til ákveðnar veiðiaðferar, samanber orðtakið klá einhverjum undir uggum.

Jón Friðjónsson hefur aðra skýringu á orðasambandinu í Mergi málsins (2006:906). Hann bendir á að merking sagnarinnar velgja sé ‛hita’ og að uggi tákni hér ‛eyra’. Því sé átt við að ‛hita einhverjum undir eyrum’, það er slá einhvern utan undir. Hann nefnir einnig orðasambandið klá einhverjum undir uggum og gefur tvenns konar merkingu, annars vegar ‛halda einhverjum í skefjum með blíðu’ og hins vegar ‛refsa einhverjum harðlega’. Í báðum merkingunum sé uggi í merkingunni ‛eyra’.

Heimildir:
  • Halldór Halldórsson. 1991. Íslenzkt orðtakasafn. Þriðja útgáfa. Reykjavík, Almenna bókafélagið.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa, aukin og endurbætt. Reykjavík, Mál og menning.

Mynd:...