Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu (Ísl.s. bls. 391).Um fleiri dæmi úr fornsögum sjá Fritzner III:285.

Aldur orðasambandsins bendir til að það sé hluti af erfðaorðum málsins, það er orðum (og orðasamböndum) sem verið hafa í málinu frá landnámi.
- Fritzner, Johan. 1896. Ordbog over det gamle norske sprog. III:285. Den norske Forlagsforening, Kristiania.
- Ísl.s. = Íslendinga sögur. Fyrra bindi. Ritstjóri Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Svart á hvítu, Reykjavík 1985.
- Settlement of Iceland - Wikipedia. (Sótt 23.02.2017).