Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu (Ísl.s. bls. 391).Um fleiri dæmi úr fornsögum sjá Fritzner III:285. Sögnin að skeika merkir ‘fara skakkt, skjátlast’ og skapaður merkir ‘formaður, lagaður’. Aldur orðasambandsins bendir til að það sé hluti af erfðaorðum málsins, það er orðum (og orðasamböndum) sem verið hafa í málinu frá landnámi. Heimildir:
- Fritzner, Johan. 1896. Ordbog over det gamle norske sprog. III:285. Den norske Forlagsforening, Kristiania.
- Ísl.s. = Íslendinga sögur. Fyrra bindi. Ritstjóri Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Svart á hvítu, Reykjavík 1985.
- Settlement of Iceland - Wikipedia. (Sótt 23.02.2017).