Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í fornu máli merkir orðið hörund ‘hold’ og er skýrt í orðabók Johans Fritzners, Ordbog over det gamle norske sprog, á þann hátt að átt sé við holdið, eða kjötið, sem liggur milli skinns og beina í mannslíkamanum (1891 II:192). Í nútímamáli merkir hörund ‘skinn, húð’, rétt eins og orðið skinn er notað um ‘húð, feld, hörund’. Af þessum sökum eiga ýmsir erfitt með að skilja orðasambandið að einhverjum renni kalt vatn milli skinns og hörunds. Það á þó rætur að rekja aftur til fornmáls.
Í Fljótsdæla sögu segir til dæmis frá því í 16. kafla að Ketill Þiðrandason sat í skála. „Nú var sagt í þann mund kæmi að honum skjálfti, sem jafnan var vant, að hann hrökk af fótum upp svo að gnötraði í honum hver tönn. Honum var og sá hrollur sem vatni væri ausið milli skinns og hörunds.“ Í fornu máli var líkingin auðskilin. Vatnið rann milli húðarinnar og vöðvanna en sérhver sem orðið hefur verulega hræddur kannast við þessa ónotatilfinningu.
Heimildir:
Fljótsdæla saga. Í: Íslendingasögur. 1985. Fyrra bindi. Svart á hvítu, Reykjavík.
Jón Friðjónsson. 1993. Mergur málsins. Örn og Örlygur, Reykjavík.
Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á skinni og hörundi og hvernig getur manni runnið kalt vatn þar á milli?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2006, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6007.
Guðrún Kvaran. (2006, 12. júní). Hver er munurinn á skinni og hörundi og hvernig getur manni runnið kalt vatn þar á milli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6007
Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á skinni og hörundi og hvernig getur manni runnið kalt vatn þar á milli?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2006. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6007>.