Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 89 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvers vegna eru eiturefni búin til?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að menn búa til efni sem reynast eitruð. Reyndar er það svo að skaðleg efni eru ekki endilega framleidd eða búin til heldur finnast líka víða í náttúrunni. Miðevrópski læknirinn Paracelsus (1494-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði hélt því fram að ...

category-iconHugvísindi

Hvert er heimildargildi Landnámu? Hvenær er talið að hún hafi verið notuð?

Landnámu má nota bæði sem frásögn og sem leif. Hún er leif um það að Íslendingar voru byrjaðir að skrifa um landnámið á 12. öld. Hún sýnir okkur einnig hvernig þeir skrifuðu um það og hvað þeim fannst mikilvægt að segja frá í sambandi við það. Þá er varðveislusaga Landnámu til vitnis um áframhaldandi áhuga Íslendi...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er nafn Arnarhóls komið?

Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem...

category-iconFélagsvísindi almennt

Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?

Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með íkveikjuæði?

Íkveikjuæði (e. pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar eða spilaáráttu og stelsýki. Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er varmasmiður og finnst hann á Íslandi?

Varmasmiður (Carabus nemoralis) er skordýr sem finnst við fjölbreytileg skilyrði á heimaslóðum sínum í Evrópu og er þar algengastur stóru smiðanna. Hann heldur sig í allskyns þurrlendi með frjósömum jarðvegi, í opnum skógarbotnum, skrúðgörðum og húsagörðum, bæði í byggð og villtri náttúru. Ræktarlönd og garðyrkja ...

category-iconLandafræði

Af hverju heitir Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi þessu nafni?

Drápuhlíðarfjall er í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi, sunnan við Stykkishólm. Það er helst þekkt fyrir fjölskrúðuga liti en þeir stafa af bergtegund sem nefnist ríólít. Forðum var álitið að það væri ríkt af málmum og náttúrusteinum sem gæddir væru yfirnáttúrulegum krafti. Þjóðsögur greina frá tjörn upp...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?

Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...

category-iconHugvísindi

Hvað borðaði Jesús fyrst ekki voru til pitsur og hamborgarar?

Við getum verið nokkuð viss um að Jesús borðaði ekki pitsur, allavega ekki eins og þær sem við þekkjum í dag með sósu úr tómötum og osti ofan á og kannski einhverju öðru áleggi. Þannig pitsur komu líklega ekki til sögunnar fyrr en á 18. öld eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaðan kemur pitsan? Hins vega...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hafa eldgos áhrif á veðrið?

Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lí...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?

Í október 1957 var samþykkt tillaga hjá Rithöfundafélagi Íslands þess efnis að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi í Reykjavík til að herða á kröfunni um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói 8. desember. Þessu var fylgt eftir með stofnun samtakanna „Friðlýst land“ 20. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til?

Í heild hljóðuðu spurningarnar svona: Teljast Íslendingasögurnar til skáldverka eða eru hetjur þeirra, s.s. Grettir sterki, Gunnar á Hlíðarenda og Gísli Súrsson, raunverulegar persónur sem sannanlega voru til? Eru Íslendingasögurnar sögulegar heimildir eða eru þær skáldskapur? Einfaldast er að skilgreina Ís...

category-iconHugvísindi

Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma?

Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að tónlistarrannsóknir á Íslandi eru á frumstigi og verður því svarið við þessari spurningu gefið með fyrirvara um að nánari upplýsingar eigi eftir að koma fram síðar. Fáum sögum segir af hljóðfæraleik á Íslandi til forna. Eitt er víst að heimi...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig útskýra kirkjunnar menn Adam og Evu út frá þróunarkenningunni?

Vísindi og kristin trú eru án efa þær stofnanir vestrænnar menningar sem mest áhrif hafa haft á þróun hennar undanfarnar aldir. Því hefur hins vegar löngum verið haldið fram að grundvallarágreiningur hafi ríkt milli þessara stofnana síðan katólska kirkjan dæmdi Galíleó (1564-1642) í stofufangelsi fyrir að aðhyllas...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?

Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....

Fleiri niðurstöður