Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?

Heiða María Sigurðardóttir

Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan var baneitruð og eyddi öllum gróðri með andardrætti sínum, brenndi gras og sundraði steinum.


Nafn basilískunnar er dregið af gríska orðinu yfir konung.

Lýsingar Pliníusar, þótt ýktar séu, gætu hafa átt við um alvöru slöngutegundir svo sem kóngakóbruna (Ophiophagus hannah) sem lesa má um í svari Klöru J. Arnalds við spurningunni Hvað er kóbraslanga? Á miðöldum var basilískan aftur á móti orðin að þjóðsagnaveru sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. Sagt var að hún klektist úr eggjum sjö vetra hana, sem verpti þegar stjarnan Síríus sást á himni. Á eggjunum sat svo slanga eða karta.

Útlit basilískunnar var skelfilegt. Hún hafði fuglsbúk, höfuð hana eða manns og slönguhala. Sumir sögðu hana hafa vængi sem annað hvort voru þaktir fjöðrum eða hreistri. Basilískan hafði líka ógnvekjandi eiginleika; þeir sem litu hana augum dóu úr hræðslu. Samkvæmt sumum sögum fundust reyndar þrjár undirtegundir: Ein gat drepið með auglitinu einu saman, önnur olli eitrun í þeim sem hún leit á og bit þeirrar þriðju lét kjötið detta af beinum fólks.


Þar sem banvænt var að horfast í augu við basilískuna var hægt að drepa hana með því að láta hana sjá sjálfa sig í spegli.

Ein leið til að vinna á þessu ógurlega skrímsli var að nota eigin vopn basilískunnar gegn henni. Horfði basilískan á spegilmynd sína datt hún nefnilega dauð niður. Merðir voru náttúrulegir óvinir basilískunnar og gátu bitið hana til dauða. Hanagal gat líka drepið basilískur og aðrar óvættir eins og álfa, drauga og vampírur.

Þótt enginn trúi lengur á tilvist basilískunnar hafa nokkrar alvörudýrategundir verið nefndar eftir henni. Basiliscus er ættkvísl fjögurra eðlna sem gjarnan eru nefndar Jesúseðlur því þær geta hlaupið á afturfótunum yfir vatn án þess að sökkva. Þær hafa langan hala og kamb sem líkist hanakambi. Basilíska er líka nafn á baneitraðri tegund skröltorma, Crotalus basiliscus sem finnst í vesturhluta Mexíkó. Basilískan kemur líka af og til fyrir í nútímabókmenntum og spilar til að mynda stórt hlutverk í bókinni Harry Potter og leyniklefinn, annarri bókinni um galdrastrákinn vinsæla.

Frekara lesefni

Heimildir og myndir

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

13.12.2005

Spyrjandi

Bjarki H. f. 1993

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5481.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 13. desember). Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5481

Heiða María Sigurðardóttir. „Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5481>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?
Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan var baneitruð og eyddi öllum gróðri með andardrætti sínum, brenndi gras og sundraði steinum.


Nafn basilískunnar er dregið af gríska orðinu yfir konung.

Lýsingar Pliníusar, þótt ýktar séu, gætu hafa átt við um alvöru slöngutegundir svo sem kóngakóbruna (Ophiophagus hannah) sem lesa má um í svari Klöru J. Arnalds við spurningunni Hvað er kóbraslanga? Á miðöldum var basilískan aftur á móti orðin að þjóðsagnaveru sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. Sagt var að hún klektist úr eggjum sjö vetra hana, sem verpti þegar stjarnan Síríus sást á himni. Á eggjunum sat svo slanga eða karta.

Útlit basilískunnar var skelfilegt. Hún hafði fuglsbúk, höfuð hana eða manns og slönguhala. Sumir sögðu hana hafa vængi sem annað hvort voru þaktir fjöðrum eða hreistri. Basilískan hafði líka ógnvekjandi eiginleika; þeir sem litu hana augum dóu úr hræðslu. Samkvæmt sumum sögum fundust reyndar þrjár undirtegundir: Ein gat drepið með auglitinu einu saman, önnur olli eitrun í þeim sem hún leit á og bit þeirrar þriðju lét kjötið detta af beinum fólks.


Þar sem banvænt var að horfast í augu við basilískuna var hægt að drepa hana með því að láta hana sjá sjálfa sig í spegli.

Ein leið til að vinna á þessu ógurlega skrímsli var að nota eigin vopn basilískunnar gegn henni. Horfði basilískan á spegilmynd sína datt hún nefnilega dauð niður. Merðir voru náttúrulegir óvinir basilískunnar og gátu bitið hana til dauða. Hanagal gat líka drepið basilískur og aðrar óvættir eins og álfa, drauga og vampírur.

Þótt enginn trúi lengur á tilvist basilískunnar hafa nokkrar alvörudýrategundir verið nefndar eftir henni. Basiliscus er ættkvísl fjögurra eðlna sem gjarnan eru nefndar Jesúseðlur því þær geta hlaupið á afturfótunum yfir vatn án þess að sökkva. Þær hafa langan hala og kamb sem líkist hanakambi. Basilíska er líka nafn á baneitraðri tegund skröltorma, Crotalus basiliscus sem finnst í vesturhluta Mexíkó. Basilískan kemur líka af og til fyrir í nútímabókmenntum og spilar til að mynda stórt hlutverk í bókinni Harry Potter og leyniklefinn, annarri bókinni um galdrastrákinn vinsæla.

Frekara lesefni

Heimildir og myndir

...