Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?

Ulrika Andersson

Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein frægasta sögnin á rætur sínar að rekja til Evrópu.

Myndir af einhyrningum eru til í listaverkum frá Mesópótamíu, en einnig eru sagðar sögur af þeim í þjóðsögum frá Kína og Indlandi. Dýrinu var fyrst lýst í Evrópu í forngrískri bók eftir grískan sagnaritara sem hét Ctesias en sú frásögn er frá árinu 389 fyrir Krist. Ctesias skrifaði mikið um Persíu og Indland og eitt sinn skrifaði hann um dýr sem hann nefndi „indverskan villiasna“. Asninn sá var sagður stærri en hestur, með hvítan skrokk, fjólublátt höfuð og blá augu. Á miðju enninu var um það bil 45 sentímetra langt horn sem var sagt svart í miðjunni, hvítt við rótina en með rauðum oddi.



Rómverjinn Gaius Plinius Secundus var mikill áhugamaður um náttúruna og skrifaði um einhyrninga kringum árið 80 eftir Krist. Hann lýsti þeim á eftirfarandi hátt:
Einhyrningar hafa skrokk sem líkist hrossi, hjartarhöfuð, fílafætur, galtardindil. Horn einhyrninga er alveg svart en hljóðin sem dýrið gefur frá sér líkjast bauli.
Annar Rómverji enn frægari, Gaius Julius Cesar, lýsti einhyrningum svo í riti sínu um Gallastríðið, Bellum Gallicum, árið 50 fyrir Krist:
Einhyrningur lítur út eins og hjörtur með horn á enni miðju milli eyrnanna. Horn þeirra eru beinni og lengri en horn annarra dýra.
Á Suður-Indlandi voru einhyrningar kallaðir eale eða yale. Þeir höfðu tvö horn sem uxu hvort í sína áttina sem gerði þá hæfari til bardaga. Í Persíu þýddi horn það sama og grimmd og þar var einhyrningurinn, eða „shadhahvar“ eins og hann var kallaður, álitinn mjög hættuleg skepna. Shadhahvarinn leit út eins og antílópa en í horninu á enni hans voru göt. Þegar vindurinn blés um götin mátti heyra frá horninu fallega tónlist sem laðaði önnur dýr að shadhahvarnum. En hann notaði tónlistana sem beitu og banaði þeim dýrum sem hann laðaði að sér.

Í Austur-Asíu voru líka til frásagnir af nokkurs konar einhyrningi sem kallaðist k'i-lin. Sá var talin konungur allra dýra og þótti líkur kínverska drekanum að því leyti að hann var sterkur, vitur og friðsamur. Sagt er að k'i-lin hafi sést í fyrsta skiptið árið 2697 fyrir Krist þegar hann tók sig til og hljóp gegnum höll kínverska keisarans, Huang-ti. Sagt var að skrokkurinn á k'i-lin hafi verið þakin hreistri í öllum regnbogans litum. Einnig eru til frásagnir af einhyrningum í Japan en þar voru þeir kallaðir Kirin.

Hugsanlega eiga sögurnar um einhyrninga uppruna sinn að rekja til frásagna af indverskum nashyrningum eða nashyrningum almennt. Þó að hornin á nashyrningum séu ekki jafn tilkomumikil og horn einhyrninga voru talin, þá gæti verið að ferðamenn sem skoðuðu þessi dýr hafi ýkt frásagnir sínar svo mjög að úr þeim hafi sögurnar spunnist.

Einnig kann að vera að hægt sé að finna skýringuna á uppruna sagnanna í breyttum lífsvenjum. Á þeim tíma sem hirðingjar breyttu um lífsstíl, hófu fasta búsetu og fóru að afla sér búfénaðar urðu tamdir uxar mikils virði. Dýrkun á uxum hófst um þetta leyti í Babýlóníu, Búrma, Egyptalandi og í Ísrael eða Palestínu. Sagt er frá slíku dýri í Biblíunni en þar er það kallað re'em. Sagnaritarar sem heyrðu talað um dýrið nokkrum öldum síðar, þegar búfjárrækt var orðin algeng, trúðu því kannski ekki að re'em væri venjulegur uxi og drógu kannski þá ályktun að það hlyti að vera eitthvað stórkostlegra dýr. Orðið re'em hefur einmitt verið þýtt sem einhyrningur eða nashyrningur en á hebresku þýðir orðið „villtur uxi“. Forngríska orðið yfir einhyrning er monoceros, á latínu er það unicornus og enska heitið er unicorn.

Biblían gerði einhyrninginn að táknmynd heilagleika, hreinlífis, heiðarleika, sakleysis, opinberunar og jafnvel táknaði hann Maríu Guðsmóður og Jesú. Á miðöldum var einhyrningurinn tákn valdsins og í Grikklandi til forna var hann tákn veiðigyðjunnar Artemisar.


Þessi unga mær hefur vald yfir einhyrningnum.

Einhyrningum er lýst sem sérstaklega fallegum skepnum. Þeir eru oftast sagðir hvítir en þó eru til biksvartir einhyrningar. Oft eru einhyrningarnir sagðir samsettir úr ólíkum dýrategundum. Sumir hafa klaufir í stað hófa en aðrir ljónsskott, ljónsmakka og jafnvel geitarskegg. Austrænir einhyrningar líkjast meira drekum en hestum en samt hafa þeir líka makka og klaufir.

Duft sem átti að hafa verið mulið úr horni einhyrninga var sagt græðandi á miðöldum. Duftið átti að lækna alls kyns kvilla eins og flogaveiki og magapest. Auk þess var því trúað að duftið eyddi öllu eitri og ef einhyrningurinn kæmi nálægt eitruðum mat færi að blæða úr horninu á honum. Á 16. öld þegar launmorð og vélabrögð voru algeng meðal aðalsmanna var duftið og hornið mjög eftirsótt vara. Oftast voru þó brögð í tafli og duftið sem sagt var vera af einhyrningi var oftar en ekki gert úr náhvalstönn sem getur orðið allt að 2,7 metra löng, eða þá úr nashyrningshorni.

Sagan segir að einhyrningar hafi verið stolt dýr sem létu ekki fanga sig og beittu hornum sínum sem sverðum gegn hverjum þeim sem reyndi að fanga þau. Ef einhyrningur var eltur var sagt að dýrið kastaði sér fyrir björg, lenti á horninu og hlypi óskaddað þaðan í burtu.

Veiðimenn voru sagðir hafa komist upp á lag með að nota þrá einhyrninga eftir hreinlífi og sakleysi til að ná þeim með því að nota hreinar meyjar sem beitu. Einhyrningurinn var svo hrifinn af meyjunni að hann reyndi að nálgast hana. Veiðimenn vonuðust til þess að einhyrningurinn þyrði að koma svo nálægt meyjunni að hann myndi leggja höfuð sitt í kjöltu hennar og sofna. Þá ætluðu þeir sér að hlaupa fram og fanga einhyrninginn. Einhyrningaveiði var vinsæl íþrótt á miðöldum og til er fjöldinn allur af veggteppum, málverkum og skrautmunum með myndum af veiðinni bæði í Evrópu, í heimi íslams og í Kína.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

20.12.2001

Spyrjandi

Díana Hilmarsdóttir

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2019.

Ulrika Andersson. (2001, 20. desember). Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2019

Ulrika Andersson. „Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2019>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?
Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein frægasta sögnin á rætur sínar að rekja til Evrópu.

Myndir af einhyrningum eru til í listaverkum frá Mesópótamíu, en einnig eru sagðar sögur af þeim í þjóðsögum frá Kína og Indlandi. Dýrinu var fyrst lýst í Evrópu í forngrískri bók eftir grískan sagnaritara sem hét Ctesias en sú frásögn er frá árinu 389 fyrir Krist. Ctesias skrifaði mikið um Persíu og Indland og eitt sinn skrifaði hann um dýr sem hann nefndi „indverskan villiasna“. Asninn sá var sagður stærri en hestur, með hvítan skrokk, fjólublátt höfuð og blá augu. Á miðju enninu var um það bil 45 sentímetra langt horn sem var sagt svart í miðjunni, hvítt við rótina en með rauðum oddi.



Rómverjinn Gaius Plinius Secundus var mikill áhugamaður um náttúruna og skrifaði um einhyrninga kringum árið 80 eftir Krist. Hann lýsti þeim á eftirfarandi hátt:
Einhyrningar hafa skrokk sem líkist hrossi, hjartarhöfuð, fílafætur, galtardindil. Horn einhyrninga er alveg svart en hljóðin sem dýrið gefur frá sér líkjast bauli.
Annar Rómverji enn frægari, Gaius Julius Cesar, lýsti einhyrningum svo í riti sínu um Gallastríðið, Bellum Gallicum, árið 50 fyrir Krist:
Einhyrningur lítur út eins og hjörtur með horn á enni miðju milli eyrnanna. Horn þeirra eru beinni og lengri en horn annarra dýra.
Á Suður-Indlandi voru einhyrningar kallaðir eale eða yale. Þeir höfðu tvö horn sem uxu hvort í sína áttina sem gerði þá hæfari til bardaga. Í Persíu þýddi horn það sama og grimmd og þar var einhyrningurinn, eða „shadhahvar“ eins og hann var kallaður, álitinn mjög hættuleg skepna. Shadhahvarinn leit út eins og antílópa en í horninu á enni hans voru göt. Þegar vindurinn blés um götin mátti heyra frá horninu fallega tónlist sem laðaði önnur dýr að shadhahvarnum. En hann notaði tónlistana sem beitu og banaði þeim dýrum sem hann laðaði að sér.

Í Austur-Asíu voru líka til frásagnir af nokkurs konar einhyrningi sem kallaðist k'i-lin. Sá var talin konungur allra dýra og þótti líkur kínverska drekanum að því leyti að hann var sterkur, vitur og friðsamur. Sagt er að k'i-lin hafi sést í fyrsta skiptið árið 2697 fyrir Krist þegar hann tók sig til og hljóp gegnum höll kínverska keisarans, Huang-ti. Sagt var að skrokkurinn á k'i-lin hafi verið þakin hreistri í öllum regnbogans litum. Einnig eru til frásagnir af einhyrningum í Japan en þar voru þeir kallaðir Kirin.

Hugsanlega eiga sögurnar um einhyrninga uppruna sinn að rekja til frásagna af indverskum nashyrningum eða nashyrningum almennt. Þó að hornin á nashyrningum séu ekki jafn tilkomumikil og horn einhyrninga voru talin, þá gæti verið að ferðamenn sem skoðuðu þessi dýr hafi ýkt frásagnir sínar svo mjög að úr þeim hafi sögurnar spunnist.

Einnig kann að vera að hægt sé að finna skýringuna á uppruna sagnanna í breyttum lífsvenjum. Á þeim tíma sem hirðingjar breyttu um lífsstíl, hófu fasta búsetu og fóru að afla sér búfénaðar urðu tamdir uxar mikils virði. Dýrkun á uxum hófst um þetta leyti í Babýlóníu, Búrma, Egyptalandi og í Ísrael eða Palestínu. Sagt er frá slíku dýri í Biblíunni en þar er það kallað re'em. Sagnaritarar sem heyrðu talað um dýrið nokkrum öldum síðar, þegar búfjárrækt var orðin algeng, trúðu því kannski ekki að re'em væri venjulegur uxi og drógu kannski þá ályktun að það hlyti að vera eitthvað stórkostlegra dýr. Orðið re'em hefur einmitt verið þýtt sem einhyrningur eða nashyrningur en á hebresku þýðir orðið „villtur uxi“. Forngríska orðið yfir einhyrning er monoceros, á latínu er það unicornus og enska heitið er unicorn.

Biblían gerði einhyrninginn að táknmynd heilagleika, hreinlífis, heiðarleika, sakleysis, opinberunar og jafnvel táknaði hann Maríu Guðsmóður og Jesú. Á miðöldum var einhyrningurinn tákn valdsins og í Grikklandi til forna var hann tákn veiðigyðjunnar Artemisar.


Þessi unga mær hefur vald yfir einhyrningnum.

Einhyrningum er lýst sem sérstaklega fallegum skepnum. Þeir eru oftast sagðir hvítir en þó eru til biksvartir einhyrningar. Oft eru einhyrningarnir sagðir samsettir úr ólíkum dýrategundum. Sumir hafa klaufir í stað hófa en aðrir ljónsskott, ljónsmakka og jafnvel geitarskegg. Austrænir einhyrningar líkjast meira drekum en hestum en samt hafa þeir líka makka og klaufir.

Duft sem átti að hafa verið mulið úr horni einhyrninga var sagt græðandi á miðöldum. Duftið átti að lækna alls kyns kvilla eins og flogaveiki og magapest. Auk þess var því trúað að duftið eyddi öllu eitri og ef einhyrningurinn kæmi nálægt eitruðum mat færi að blæða úr horninu á honum. Á 16. öld þegar launmorð og vélabrögð voru algeng meðal aðalsmanna var duftið og hornið mjög eftirsótt vara. Oftast voru þó brögð í tafli og duftið sem sagt var vera af einhyrningi var oftar en ekki gert úr náhvalstönn sem getur orðið allt að 2,7 metra löng, eða þá úr nashyrningshorni.

Sagan segir að einhyrningar hafi verið stolt dýr sem létu ekki fanga sig og beittu hornum sínum sem sverðum gegn hverjum þeim sem reyndi að fanga þau. Ef einhyrningur var eltur var sagt að dýrið kastaði sér fyrir björg, lenti á horninu og hlypi óskaddað þaðan í burtu.

Veiðimenn voru sagðir hafa komist upp á lag með að nota þrá einhyrninga eftir hreinlífi og sakleysi til að ná þeim með því að nota hreinar meyjar sem beitu. Einhyrningurinn var svo hrifinn af meyjunni að hann reyndi að nálgast hana. Veiðimenn vonuðust til þess að einhyrningurinn þyrði að koma svo nálægt meyjunni að hann myndi leggja höfuð sitt í kjöltu hennar og sofna. Þá ætluðu þeir sér að hlaupa fram og fanga einhyrninginn. Einhyrningaveiði var vinsæl íþrótt á miðöldum og til er fjöldinn allur af veggteppum, málverkum og skrautmunum með myndum af veiðinni bæði í Evrópu, í heimi íslams og í Kína.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...