
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er fólksfjöldinn í Egyptalandi í dag? Hverjir eru helstu atvinnuvegir í landinu og hvernig er skipting mannafla milli greina? Hver er efnahagsstaða Egypta?Samkvæmt nýlegum tölum búa rúmlega 70 milljónir manna í Egyptalandi. Flestir þeirra búa í Nílardalnum, við Nílarósa eða nálægt Súesskurðinum. Stærsti hluti Egyptalands er eyðimörk en Nílardalur er mjög frjósamur vegna framburðs úr fljótinu. Ræktanlegt land er ekki nema rúm 5% af flatarmáli Egyptalands. Stærstu félagslegu vandamál Egypta eru flutningar fólks til borga, fátækt, atvinnuleysi og offjölgun. Egypska þjóðin vex um rúm 1,7% á ári eða meira en þrisvar sinnum hraðar en íslenska þjóðin. Um einn þriðji Egypta er yngri en fimmtán ára. Atvinnuleysi í Egyptalandi er rúmlega 11%.

Heimildir
Mynd af Kaíró: Semiramis Inter-Continental Cairo Mynd af Sfinxi: HB