Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp Jesú?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Erfitt er að fullyrða með vissu hvort Jesús hafi í raun og veru verið til eða ekki. Því er erfitt að svara þessari spurningu. Þau sem eru kristin telja að Guð hafi fundið upp Jesú. Sumt fólk sem ekki er kristið telur að Jesús hafi verið til en ekki verið sonur Guðs, það er að segja ekkert öðruvísi en aðrir. Hugsanlegt er líka að fólk trúi í einhverjum skilningi á Guð kristinna manna og að Jesús hafi verið til en vilji ekki trúa neinum yfirnáttúrulegum sögum í því sambandi. Þegar fólk hugleiðir trú sína verður hún oft afar persónubundin þannig að erfitt er að svara fyrir stóran hóp í einu.

Enn eru þeir til sem telja að Jesús hafi aldrei verið til og að hugmyndin um hann hafi verið fundin upp seinna, einhvern tíma á 1. öld tímatals okkar. Þó mætti kannski alveg eins segja að hugmyndin um hann hafi verið fundin upp miklu fyrr, þar sem Gyðingar höfðu trúað því lengi að Kristur, eða Messías, ætti eftir að koma til þeirra. Hér má líka hafa í huga að á dögum Jesú voru uppi margir farandpredikarar sem fluttu Gyðingum boðskap sinn á svipaðan hátt og Jesús gerði samkvæmt Biblíunni.

Fann einhver Jesú upp?

Það er því mjög erfitt að svara því hver hafi fundið upp Jesú þar sem skoðanir um það eru mjög skiptar eftir því hver trú fólks er. Þó má segja eitthvað um sögulegan uppruna kristinnar trúar.

Sumir segja að upphaf kristinnar kirkju hafi verið á hvítasunnu árið 30 þegar heilagur andi er sagður hafa komið yfir lærisveina Jesús. Aðrir telja að útbreiðsla kristinnar trúar hafi hafist einhverjum árum seinna með Páli postula. Umdeilt er hve gamlar fyrstu rituðu heimildirnar um Jesú eru en flestir telja þó að þær hafi ekki verið ritaðar seinna en árið 70. Ljóst er þó að þau fyrstu sem trúðu á Jesú Krist, það er að segja sem trúðu því að Jesús frá Nasaret væri Kristur, sonur Guðs, voru Gyðingar í Palestínu á fyrstu öld tímatals okkar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

11.12.2000

Síðast uppfært

27.7.2021

Spyrjandi

Þórunn Helga Ármannsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver fann upp Jesú?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1232.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 11. desember). Hver fann upp Jesú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1232

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver fann upp Jesú?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1232>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp Jesú?
Erfitt er að fullyrða með vissu hvort Jesús hafi í raun og veru verið til eða ekki. Því er erfitt að svara þessari spurningu. Þau sem eru kristin telja að Guð hafi fundið upp Jesú. Sumt fólk sem ekki er kristið telur að Jesús hafi verið til en ekki verið sonur Guðs, það er að segja ekkert öðruvísi en aðrir. Hugsanlegt er líka að fólk trúi í einhverjum skilningi á Guð kristinna manna og að Jesús hafi verið til en vilji ekki trúa neinum yfirnáttúrulegum sögum í því sambandi. Þegar fólk hugleiðir trú sína verður hún oft afar persónubundin þannig að erfitt er að svara fyrir stóran hóp í einu.

Enn eru þeir til sem telja að Jesús hafi aldrei verið til og að hugmyndin um hann hafi verið fundin upp seinna, einhvern tíma á 1. öld tímatals okkar. Þó mætti kannski alveg eins segja að hugmyndin um hann hafi verið fundin upp miklu fyrr, þar sem Gyðingar höfðu trúað því lengi að Kristur, eða Messías, ætti eftir að koma til þeirra. Hér má líka hafa í huga að á dögum Jesú voru uppi margir farandpredikarar sem fluttu Gyðingum boðskap sinn á svipaðan hátt og Jesús gerði samkvæmt Biblíunni.

Fann einhver Jesú upp?

Það er því mjög erfitt að svara því hver hafi fundið upp Jesú þar sem skoðanir um það eru mjög skiptar eftir því hver trú fólks er. Þó má segja eitthvað um sögulegan uppruna kristinnar trúar.

Sumir segja að upphaf kristinnar kirkju hafi verið á hvítasunnu árið 30 þegar heilagur andi er sagður hafa komið yfir lærisveina Jesús. Aðrir telja að útbreiðsla kristinnar trúar hafi hafist einhverjum árum seinna með Páli postula. Umdeilt er hve gamlar fyrstu rituðu heimildirnar um Jesú eru en flestir telja þó að þær hafi ekki verið ritaðar seinna en árið 70. Ljóst er þó að þau fyrstu sem trúðu á Jesú Krist, það er að segja sem trúðu því að Jesús frá Nasaret væri Kristur, sonur Guðs, voru Gyðingar í Palestínu á fyrstu öld tímatals okkar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...