Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Í 119. kafla Njáls sögu segir af nokkrum frægðarverkum Þorkels háks. Hann drap spellvirkja á Jamtaskógi og herjaði svo í Austurveg við annan mann. Þar komst hann í kynni við finngálkn:
En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk með þeim að hann drap finngálknið.
Í Njálu koma finngálkn ekki meira við sögu og er þetta í eina skiptið sem þeirra er getið í Íslendingasögum.

Samkvæmt Íslenskri orðabók, 3. útg., 2002, er hér um að ræða furðusagnakvikindi sem er maður ofan en dýr að neðan. Kunnustu furðuskepnurnar af því tagi eru svonefndir kentárar sem voru menn að ofan en hestar að neðan. Kíron hét nafntogaður kentár sem var þekktur fyrir lærdóm og visku og átti samkvæmt ýmsum sögnum að hafa kennt köppum eins og Akkilesi og Herkúlesi.



Mynd úr miðaldahandriti af kentár með boga og örvar.

Í Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.) er fjölmörgum furðuskepnum lýst. Þar koma meðal annars fyrir svonefndir Hippopodes sem voru mennskir en höfðu hófa eins og hestar. Þeir bjuggu að sögn á Balkanskaganum.

Uppruni orðsins finngálkn er óviss samkvæmt Íslenskri Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal. Sumir vilja tengja fyrri hluta orðsins við svonefnt meyljón eða sfínx, eða þá hina fjölkunnugu Finna. Orðið elgfróði virðist stundum hafa verið notað yfir líkar skepnur. Í heilagra manna sögum segir:
Þess háttar skrímsli kölluðu skáldin centaurum, það kalla sumir menn elgfróða.
Í einni af fornaldarsögum Norðurlanda er finngálkni lýst ágætlega. Þar segir af konu sem breytist í finngálkn:
Þá var hún orðin að finngálkni, er hún maður að sjá upp til höfuðsins en dýr niður og hefur furðulega stórar klær og geysilegan hala.
Samkvæmt þessu eru finngálkn í mannslíki að ofan en líkjast dreka að neðan. Það kemur vel heim við samhengið í afrekum Þorkels háks í Njáls sögu. Eftir finngálksvígið virðist hann hafa tvíeflst og lætur verða sitt næsta verk að fella flugdreka.

Orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap, líkt og orðið nykrað sem vísar til ósamstæðra líkinga og er dregið af heitinu nykur sem er hestskepna sem lifir í vötnum og hleypur með menn í þau. Nykurinn þekkist ekki síst af því að hófarnir á honum snúa aftur.

Í fyrra bindi leiklistarsögu Sveins Einarssonar er ítarleg umfjöllun um svonefndan finngálknsleik sem einnig var nefndur þingálpsleikur og virðist eitthvað hafa verið stundaður hér á land. Ein lýsing á leiknum er á þessa leið:
Þingálpn er ein machina í jólaleik; so kalla þeir það, en ekki fingálpn; er maður monstrosè út klæddur, gengur so að segja á fjórum fótum.
Leikurinn virðist hafa farið þannig fram að finngálknið gerði aðsúg að áhorfendum, reyndi að fara upp undir kvenfólkið og var síðan rekið út af karlmönnum sömu leið og það kom.

Í íslenskri þjóðtrú er orðið finngálkn haft um afkvæmi tófu og kattar.

Heimildir og mynd
  • Friedman, John Block, The Monstrous Races in Medieval Art and Thought, Syracuse University Press, New York, 2000.
  • Sveinn Einarsson, Íslensk leiklist I, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1991.
  • Chass

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.5.2003

Spyrjandi

Björn Kárason

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3396.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 6. maí). Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3396

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3396>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?
Í 119. kafla Njáls sögu segir af nokkrum frægðarverkum Þorkels háks. Hann drap spellvirkja á Jamtaskógi og herjaði svo í Austurveg við annan mann. Þar komst hann í kynni við finngálkn:

En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk með þeim að hann drap finngálknið.
Í Njálu koma finngálkn ekki meira við sögu og er þetta í eina skiptið sem þeirra er getið í Íslendingasögum.

Samkvæmt Íslenskri orðabók, 3. útg., 2002, er hér um að ræða furðusagnakvikindi sem er maður ofan en dýr að neðan. Kunnustu furðuskepnurnar af því tagi eru svonefndir kentárar sem voru menn að ofan en hestar að neðan. Kíron hét nafntogaður kentár sem var þekktur fyrir lærdóm og visku og átti samkvæmt ýmsum sögnum að hafa kennt köppum eins og Akkilesi og Herkúlesi.



Mynd úr miðaldahandriti af kentár með boga og örvar.

Í Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.) er fjölmörgum furðuskepnum lýst. Þar koma meðal annars fyrir svonefndir Hippopodes sem voru mennskir en höfðu hófa eins og hestar. Þeir bjuggu að sögn á Balkanskaganum.

Uppruni orðsins finngálkn er óviss samkvæmt Íslenskri Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal. Sumir vilja tengja fyrri hluta orðsins við svonefnt meyljón eða sfínx, eða þá hina fjölkunnugu Finna. Orðið elgfróði virðist stundum hafa verið notað yfir líkar skepnur. Í heilagra manna sögum segir:
Þess háttar skrímsli kölluðu skáldin centaurum, það kalla sumir menn elgfróða.
Í einni af fornaldarsögum Norðurlanda er finngálkni lýst ágætlega. Þar segir af konu sem breytist í finngálkn:
Þá var hún orðin að finngálkni, er hún maður að sjá upp til höfuðsins en dýr niður og hefur furðulega stórar klær og geysilegan hala.
Samkvæmt þessu eru finngálkn í mannslíki að ofan en líkjast dreka að neðan. Það kemur vel heim við samhengið í afrekum Þorkels háks í Njáls sögu. Eftir finngálksvígið virðist hann hafa tvíeflst og lætur verða sitt næsta verk að fella flugdreka.

Orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap, líkt og orðið nykrað sem vísar til ósamstæðra líkinga og er dregið af heitinu nykur sem er hestskepna sem lifir í vötnum og hleypur með menn í þau. Nykurinn þekkist ekki síst af því að hófarnir á honum snúa aftur.

Í fyrra bindi leiklistarsögu Sveins Einarssonar er ítarleg umfjöllun um svonefndan finngálknsleik sem einnig var nefndur þingálpsleikur og virðist eitthvað hafa verið stundaður hér á land. Ein lýsing á leiknum er á þessa leið:
Þingálpn er ein machina í jólaleik; so kalla þeir það, en ekki fingálpn; er maður monstrosè út klæddur, gengur so að segja á fjórum fótum.
Leikurinn virðist hafa farið þannig fram að finngálknið gerði aðsúg að áhorfendum, reyndi að fara upp undir kvenfólkið og var síðan rekið út af karlmönnum sömu leið og það kom.

Í íslenskri þjóðtrú er orðið finngálkn haft um afkvæmi tófu og kattar.

Heimildir og mynd
  • Friedman, John Block, The Monstrous Races in Medieval Art and Thought, Syracuse University Press, New York, 2000.
  • Sveinn Einarsson, Íslensk leiklist I, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1991.
  • Chass
...