Svo eru efni sem vitað er að valda fólki skaða en þau eru enga að síður framleidd til notkunar fyrir fólk þó markmiðið sé ekki að bana fólki. Gott dæmi um að eru ýmiss konar vímuefni sem geta verið beinlínis banvæn í stórum skömmtum. Ástæðan fyrir framleiðslu slíkra efna er væntanlega ekki sú að drepa fólk heldur frekar gróðavonin, einhver getur grætt mjög mikið af peningum á framleiðslu þeirra og þá burtséð frá því hvaða áhrif efnin geta haft. En vissulega hafa verið framleidd eiturefni í þeim eina tilgangi að valda manntjóni. Í fyrri heimsstyrjöldinni var notað sinnepsgas eins og lesa má um í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni: Hvað er sinnepsgas? Í síðari heimsstyrjöldinni notuðu Þjóðverjar gas sérstaklega framleitt til þess að deyða fólk í útrýmingarbúðum sínum (sjá til dæmis svar Jónu Símoníu Bjarnadóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz?). Framleiðsla efna sem beinlínis er ætlað að skaða fólk er sjálfsagt ekki eitthvað sem heyrir sögunni til því gera má því skóna að ýmsir herir og hryðjuverkahópar hafi yfir einhverjum slíkum efna- eða sýklavopnum að ráða. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita? eftir Jakob Kristinsson
- Eru fuglaber eitruð? eftir Jón Má Halldórsson
- Hver eru helstu áhrif flúors á manninn? eftir Hermann Þórðarson
- Hver er munurinn á úteitri og inneitri? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér? frá Matvælastofnun
- Hvaða sveppir á Íslandi eru eitraðir? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig framleiða slöngur eitur og hvaðan kemur það? eftir Jón Má Halldórsson
- Hversu öflugt er efnavopnið sarín? Eru til einhver öflugri efnavopn og hversu öflug eru þau? eftir Jakob Kristinsson?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.