Í þessu ferli á sér stað hlutbráðnun á möttulefni jarðar og til verður heitur vökvi sem nefndur er kvika. Kvikan leitar síðan upp til yfirborðs vegna þess að hún er léttari en umhverfi sitt. Þegar kvikan kemst upp á yfirborð verður mikið sjónarspil sem að við köllum eldgos.
- Wikipedia.com - Katla volcano. Sótt 18.3.2011.
Við erum að gera verkefni í skólanum, getið þið sagt okkur af hverju eldgos koma og hvernig og setja kannski skýringarmynd fyrir okkur?
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.