Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu öflugt er efnavopnið sarín? Eru til einhver öflugri efnavopn og hversu öflug eru þau?

Jakob Kristinsson

Sarín er eiturefni í flokki lífrænna fosfórsambanda. Efni þessi voru fyrst búin til skömmu fyrir heimstyrjöldina síðari hjá lyfjafyrirtækinu Bayer í Þýskalandi í þeim tilgangi að nota þau til útrýmingar á skordýrum. Eitt þessara efna var sarín. Þegar í ljós kom hve mikilvirk efnin voru skipuðu þýsk hernaðaryfirvöld verksmiðjunni að halda uppgötvuninni leyndri, en þau sáu fyrir að þessi efni mætti nota í hernaði. Á stríðsárunum var tilraunum með framleiðslu þeirra haldið áfram og í lok stríðsins er talið að um 2000 afbrigði þessara efna hafi verið framleidd. Engu þeirra var þó nokkurn tíma beitt í stríðinu.

Eiturefnið sarín var fyrst búið til í Þýskalandi til útrýmingar á skordýrum. Hernaðaryfirvöld skipuðu svo fyrir að uppgötvuninni yrði haldið leyndri því þau sáu fyrir sér að hægt væri að nota efnið í hernaði. Á myndinni sést þegar verið er að eyða saríni.

Efni af þessari tegund verka með þeim hætti að þau trufla starfsemi tauga, sem nota asetýlkólín sem boðefni og hafa því oft verið nefnd taugagös. Eitranir geta ýmist orðið með þeim hætti að menn anda þeim að sér, fá þau í gegnum húð eða neyta mengaðra matvæla. Talið er að 1-5 millígrömm (þúsundustu hlutar úr grammi) af saríni nægi til þess að verða manni að bana ef hann andar því magni að sér á innan við mínútu. Efnið er hins vegar ekki nærri eins eitrað ef það kemur á húð. Annað efni af þessum flokki efnavopna er sóman, en það er álíka eitrað og sarín.

Eftir að heimsstyrjöldinni lauk var tilraunum með efnavopn af flokki lífrænna fosfórsambanda haldið áfram. Á 6. áratug 20. aldar kom fram mjög eitrað efni, sem fékk nafnið VX. Við innöndun er það um það bil tífalt eitraðra en sarín. Það hefur þann sérstæða eiginleika að smjúga mjög auðveldlega gegnum húð og er þá nánast jafn eitrað og við innöndun. VX er öflugasta efnavopn, sem vitað er með vissu að framleitt hafi verið.

Eitrið VX kom fram á 6. áratug 20. aldar. Það er öflugasta efnavopn, sem vitað er með vissu að framleitt hafi verið.

Þrátt fyrir að stórveldin hafi undirritað samkomulag um bann við tilraunum með efnavopn, óttast menn að ýmis ríki og hryðjuverkahópar stundi þessa iðju í laumi og þá með miklu hættulegri efni en sarín og VX. Nefnd hafa verið í þessu sambandi bakteríutoxínin saxitoxín og bótulínustoxín. Saxitoxín er um hundraðfalt eitraðra en sarín. Bótulínustoxín, eitraðasta efni sem menn þekkja, er um hundraðþúsund sinnum eitraðra en sarín.

Myndir:

Höfundur

prófessor við Læknadeild HÍ

Útgáfudagur

5.9.2002

Spyrjandi

Sigurður Jónsson, f. 1984

Tilvísun

Jakob Kristinsson. „Hversu öflugt er efnavopnið sarín? Eru til einhver öflugri efnavopn og hversu öflug eru þau?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2125.

Jakob Kristinsson. (2002, 5. september). Hversu öflugt er efnavopnið sarín? Eru til einhver öflugri efnavopn og hversu öflug eru þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2125

Jakob Kristinsson. „Hversu öflugt er efnavopnið sarín? Eru til einhver öflugri efnavopn og hversu öflug eru þau?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2125>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu öflugt er efnavopnið sarín? Eru til einhver öflugri efnavopn og hversu öflug eru þau?
Sarín er eiturefni í flokki lífrænna fosfórsambanda. Efni þessi voru fyrst búin til skömmu fyrir heimstyrjöldina síðari hjá lyfjafyrirtækinu Bayer í Þýskalandi í þeim tilgangi að nota þau til útrýmingar á skordýrum. Eitt þessara efna var sarín. Þegar í ljós kom hve mikilvirk efnin voru skipuðu þýsk hernaðaryfirvöld verksmiðjunni að halda uppgötvuninni leyndri, en þau sáu fyrir að þessi efni mætti nota í hernaði. Á stríðsárunum var tilraunum með framleiðslu þeirra haldið áfram og í lok stríðsins er talið að um 2000 afbrigði þessara efna hafi verið framleidd. Engu þeirra var þó nokkurn tíma beitt í stríðinu.

Eiturefnið sarín var fyrst búið til í Þýskalandi til útrýmingar á skordýrum. Hernaðaryfirvöld skipuðu svo fyrir að uppgötvuninni yrði haldið leyndri því þau sáu fyrir sér að hægt væri að nota efnið í hernaði. Á myndinni sést þegar verið er að eyða saríni.

Efni af þessari tegund verka með þeim hætti að þau trufla starfsemi tauga, sem nota asetýlkólín sem boðefni og hafa því oft verið nefnd taugagös. Eitranir geta ýmist orðið með þeim hætti að menn anda þeim að sér, fá þau í gegnum húð eða neyta mengaðra matvæla. Talið er að 1-5 millígrömm (þúsundustu hlutar úr grammi) af saríni nægi til þess að verða manni að bana ef hann andar því magni að sér á innan við mínútu. Efnið er hins vegar ekki nærri eins eitrað ef það kemur á húð. Annað efni af þessum flokki efnavopna er sóman, en það er álíka eitrað og sarín.

Eftir að heimsstyrjöldinni lauk var tilraunum með efnavopn af flokki lífrænna fosfórsambanda haldið áfram. Á 6. áratug 20. aldar kom fram mjög eitrað efni, sem fékk nafnið VX. Við innöndun er það um það bil tífalt eitraðra en sarín. Það hefur þann sérstæða eiginleika að smjúga mjög auðveldlega gegnum húð og er þá nánast jafn eitrað og við innöndun. VX er öflugasta efnavopn, sem vitað er með vissu að framleitt hafi verið.

Eitrið VX kom fram á 6. áratug 20. aldar. Það er öflugasta efnavopn, sem vitað er með vissu að framleitt hafi verið.

Þrátt fyrir að stórveldin hafi undirritað samkomulag um bann við tilraunum með efnavopn, óttast menn að ýmis ríki og hryðjuverkahópar stundi þessa iðju í laumi og þá með miklu hættulegri efni en sarín og VX. Nefnd hafa verið í þessu sambandi bakteríutoxínin saxitoxín og bótulínustoxín. Saxitoxín er um hundraðfalt eitraðra en sarín. Bótulínustoxín, eitraðasta efni sem menn þekkja, er um hundraðþúsund sinnum eitraðra en sarín.

Myndir:

...