Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 333 svör fundust
Er vitað hvers vegna svo kallað déjà vu á sér stað?
Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í flestum sálfræðihandbókum er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið og helst virðist vera byggt á bók Graham Reed, The Psychology of Anomalous Experience: A Cognitive Approach, Hutchinson University Library, London, 1972. Déjà vu nefnist það þe...
Hver er lengsta skáldsaga í heimi?
Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...
Er líf eftir dauðann?
Þessari spurningu væri í fljótu bragði hægt að svara á þann hátt að samkvæmt skilningi raunvísindanna hefur hvorki tekist að sanna né afsanna þá fullyrðingu að líf sé eftir dauðann. Og síðan mætti fjalla um það að engu að síður hafa flestar þjóðir og flest menningarsamfélög einhvers konar hugmyndir um lífið eftir ...
Í hvaða lurg á ég að taka?
Orðið lurgur merkir ‘þykkt hár, hárbrúskur’. Orðasambandið að taka í lurginn á einhverjum merkir því orðrétt ‘að rífa í hárið á e-m’ en er oftast notað í yfirfærðri merkingu um að jafna um við einhvern, taka einhvern til bæna. Hér tekur annar grænklæddi rugbyleikmaðurinn bókstaflega í lurginn á þeim bláklædda og...
Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?
Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...
Er hægt að lýsa lit?
Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reyn...
Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?
Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...
Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?
Svarið er já, þessi regla er til og hún er svona: v2 = 254 * μ * d Hér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags...
Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Gagnrýnt hefur verið að heiðalönd séu rudd til að setja niður trjáplöntur. Trjám er plantað til kolefnisbindingar en spurning mín er: Bindur heiðagróður; berjalyng, mosi, fjalldrapi, loðvíðir o.fl. þá ekkert kolefni? Kolefnisbinding á sér stað þegar kolefnisforði lands eyk...
Hver er uppruni fermingarinnar?
Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska...
Hver er saga Tórínó-líkklæðisins?
Enginn af helgum dómum kirkjunnar hefur verið rannsakaður jafn gaumgæfilega af vísindamönnum og sá sem kallaður hefur verið Tórínó-líkklæðið. Þessa línstranga, sem er 4,36 m langur og 1,10 m breiður, er fyrst getið í heimildum, að öruggt sé, upp úr miðri 14. öld. Eigandi hans þá var Geoffroi de Charnay aðalsma...
Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?
Mannfræði fæst við mannskepnuna sem lífveru, menningarveru og félagsveru. Þetta blandast þó ætíð og eru menningarmannfræði og félagsmannfræði reyndar svo nátengdar greinar að erfitt er að greina á milli. Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig han...
Hvernig er best að skara eld að eigin köku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins: "Að skara eld að eigin köku"? Og hvað er átt við með því? Sögnin að skara merkir að ‘róta í með skörungi’. Orðasambandið er sótt til þess er menn stunduðu eldamennsku við opinn eld. Sá sem skaraði (rakaði) eldinn undir sína köku sá þannig til að h...
Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?
Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.Í sjö klukkutíma lá hann í örmu...
Hvað er ofurraunveruleiki?
Ofurraunveruleiki eða ofurveruleiki er þýðing á hugtakinu hyperreality, en það er eitt af meginhugtökum franska menningarfræðingsins Jean Baudrillards. Samkvæmt kenningum Baudrillards einkennist nútíminn af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Eftirmyndir raunveruleikans, svo sem í fjölmiðlum, be...