Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:
Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.
Í sjö klukkutíma lá hann í örmum vinar síns og smám saman færðist mikil værð yfir hann. Aðeins einu sinni kom hann upp orði og var það eftir ákaft svitakast en þá sagði hann við vin sinn, málarann Joseph Severn: „Ekki anda á mig - þetta er eins og ís“. Hann kaus sem grafskrift sína orðin: „Hér hvílir sá sem letraði nafn sitt á vatnsflötinn“.


Faðir John Keats var umsjónarmaður hesthúsa og lést þegar Keats var enn á unga aldri. Móðir Keats dó úr berklum nokkrum árum síðar. Keats var um skeið lærlingur hjá lyfsala en ákvað árið 1816 að gerast skáld. Hann fékk óvægna gagnrýni fyrir skáldskap sinn í fyrstu og var ráðlagt að halda rakleiðis aftur inn í apótekið og selja „plástra, pillur og smyrsl“ í stað þess að yrkja. Kveðskapur Keats var sagður siðlaus, ungæðislegur, óheilnæmur og beinlínis viðbjóðslegur.

Gagnrýnendur spyrtu Keats saman við svokallaðan Cockney-skóla, en orðið cockney er notað yfir 'lágstéttarensku' í austanverðum Lundúnum. Í eðli sínu var gagnrýni á Cockney-skáldin árásir hástéttarmanna á þá sem þeir töldu vera lágstéttarskáld. Í hausthefti tímaritsins Blackwood Magazine árið 1817 segir um Cockney-skáldin:
Þau eru hin viðurstyggilegasta óværa sem nokkru sinni hefur skriðið um á klæðafaldi hinnar ensku skáldskapargyðju.
Aðrir Cockney-höfundar voru Charles Lamb (1775-1834), William Hazlitt (1778-1830) og Leigh Hunt (1784-1859).

John Keats er meðal annars þekktur fyrir hugtakið 'neikvæð hæfni' (e. negative capability) sem hann skrifaði um í bréfi árið 1817. Í bréfinu segir hann:
Með neikvæðri hæfni á ég við þegar hægt er að sökkva sér í óvissu, launhelgar og efasemdir, án þess að þurfa að grípa í haldreipi staðreynda og röksemda.
Að sögn Keats réð enska skáldið Shakespeare yfir þessum hæfileika. Fræðimenn hafa reynt að útskýra þetta hugtak á þann hátt að það vísi til ópersónulegs skálds andstætt huglægu skáldi sem reynir að koma eigin sjálfi að í skrifum sínum - höfundi sem reynir fyrst og fremst að sannfæra aðra um sínar persónulegu skoðanir.

Eftir Keats liggja þrjú ljóðasöfn, Poems (1817), Endymion (1818) og Lamia, Isabella, The Eve of St. Agnes, and Other Poems (1820), en hann er einnig kunnur fyrir fjölmörg bréf. Eitt af þekktustu ljóðum Keats er La Belle Dame sans Merci sem byggir á kvæði franska hirðskáldsins Alain Chartier (um 1385 - um 1433) en þar segir í löngu máli af samræðu óbilgjarnar konu og ástfangins manns sem endar með því að hinn ástfangni lætur lífið af harmi vegna miskunnarleysis hefðarfrúnnar.

Í kvæði Keats, sem fyrst kom út árið 1820 undir höfundarnafninu 'kavíar', verður hin álfkennda kona, sem mælir á annarlegri tungu orðin „I love thee true“, að tákni um ástina og dauðann. Hún svæfir riddarann svefni og hann dreymir náföla konunga sem vara hann við álögum La Belle Dame. Þegar hann vaknar reikar hann um „fár og einn, / þó sölni vatna-sef, og fugl / ei syngi neinn“ (þýð. Helgi Hálfdanarson).

Önnur þekkt kvæði eftir John Keats eru meðal annars Lamia og óðarnir On a Grecian Urn, To Autumn og On Melancholy. Í dag er John Keats talinn með höfuðskáldum ensku rómantíkurinnar.

Heimildir

  • Abrams, M. H., A Glossary of Literary Terms (5. útg.), Holt, Rinehart and Winston, Fort Worth, 1985.
  • Gittings, Robert, John Keats, Heinemann, London, 1968.
  • Helgi Hálfdanarson, Erlend ljóð frá liðnum tímum, Mál og menning, Reykjavík, 1982.
  • Holman, C. Hugh og Harmon, William, A Handbook to Literature (5. útg.), Macmillan, New York, 1986.
  • Levinson, Marjorie, Keats´s Life of Allegory: The Origins of Style, Basil Blackwell, Oxford, 1988.



Myndir af helgrímu John Keats og teikningu Joseph Severns af Keats á dánarbeði eru fengnar af vefsetrinu English History

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.5.2002

Spyrjandi

Þorvaldur S. Björnsson, f. 1983

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2002, sótt 28. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2349.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 2. maí). Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2349

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2002. Vefsíða. 28. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2349>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?
Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:

Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.
Í sjö klukkutíma lá hann í örmum vinar síns og smám saman færðist mikil værð yfir hann. Aðeins einu sinni kom hann upp orði og var það eftir ákaft svitakast en þá sagði hann við vin sinn, málarann Joseph Severn: „Ekki anda á mig - þetta er eins og ís“. Hann kaus sem grafskrift sína orðin: „Hér hvílir sá sem letraði nafn sitt á vatnsflötinn“.


Faðir John Keats var umsjónarmaður hesthúsa og lést þegar Keats var enn á unga aldri. Móðir Keats dó úr berklum nokkrum árum síðar. Keats var um skeið lærlingur hjá lyfsala en ákvað árið 1816 að gerast skáld. Hann fékk óvægna gagnrýni fyrir skáldskap sinn í fyrstu og var ráðlagt að halda rakleiðis aftur inn í apótekið og selja „plástra, pillur og smyrsl“ í stað þess að yrkja. Kveðskapur Keats var sagður siðlaus, ungæðislegur, óheilnæmur og beinlínis viðbjóðslegur.

Gagnrýnendur spyrtu Keats saman við svokallaðan Cockney-skóla, en orðið cockney er notað yfir 'lágstéttarensku' í austanverðum Lundúnum. Í eðli sínu var gagnrýni á Cockney-skáldin árásir hástéttarmanna á þá sem þeir töldu vera lágstéttarskáld. Í hausthefti tímaritsins Blackwood Magazine árið 1817 segir um Cockney-skáldin:
Þau eru hin viðurstyggilegasta óværa sem nokkru sinni hefur skriðið um á klæðafaldi hinnar ensku skáldskapargyðju.
Aðrir Cockney-höfundar voru Charles Lamb (1775-1834), William Hazlitt (1778-1830) og Leigh Hunt (1784-1859).

John Keats er meðal annars þekktur fyrir hugtakið 'neikvæð hæfni' (e. negative capability) sem hann skrifaði um í bréfi árið 1817. Í bréfinu segir hann:
Með neikvæðri hæfni á ég við þegar hægt er að sökkva sér í óvissu, launhelgar og efasemdir, án þess að þurfa að grípa í haldreipi staðreynda og röksemda.
Að sögn Keats réð enska skáldið Shakespeare yfir þessum hæfileika. Fræðimenn hafa reynt að útskýra þetta hugtak á þann hátt að það vísi til ópersónulegs skálds andstætt huglægu skáldi sem reynir að koma eigin sjálfi að í skrifum sínum - höfundi sem reynir fyrst og fremst að sannfæra aðra um sínar persónulegu skoðanir.

Eftir Keats liggja þrjú ljóðasöfn, Poems (1817), Endymion (1818) og Lamia, Isabella, The Eve of St. Agnes, and Other Poems (1820), en hann er einnig kunnur fyrir fjölmörg bréf. Eitt af þekktustu ljóðum Keats er La Belle Dame sans Merci sem byggir á kvæði franska hirðskáldsins Alain Chartier (um 1385 - um 1433) en þar segir í löngu máli af samræðu óbilgjarnar konu og ástfangins manns sem endar með því að hinn ástfangni lætur lífið af harmi vegna miskunnarleysis hefðarfrúnnar.

Í kvæði Keats, sem fyrst kom út árið 1820 undir höfundarnafninu 'kavíar', verður hin álfkennda kona, sem mælir á annarlegri tungu orðin „I love thee true“, að tákni um ástina og dauðann. Hún svæfir riddarann svefni og hann dreymir náföla konunga sem vara hann við álögum La Belle Dame. Þegar hann vaknar reikar hann um „fár og einn, / þó sölni vatna-sef, og fugl / ei syngi neinn“ (þýð. Helgi Hálfdanarson).

Önnur þekkt kvæði eftir John Keats eru meðal annars Lamia og óðarnir On a Grecian Urn, To Autumn og On Melancholy. Í dag er John Keats talinn með höfuðskáldum ensku rómantíkurinnar.

Heimildir

  • Abrams, M. H., A Glossary of Literary Terms (5. útg.), Holt, Rinehart and Winston, Fort Worth, 1985.
  • Gittings, Robert, John Keats, Heinemann, London, 1968.
  • Helgi Hálfdanarson, Erlend ljóð frá liðnum tímum, Mál og menning, Reykjavík, 1982.
  • Holman, C. Hugh og Harmon, William, A Handbook to Literature (5. útg.), Macmillan, New York, 1986.
  • Levinson, Marjorie, Keats´s Life of Allegory: The Origins of Style, Basil Blackwell, Oxford, 1988.



Myndir af helgrímu John Keats og teikningu Joseph Severns af Keats á dánarbeði eru fengnar af vefsetrinu English History...