v2 = 254 * μ * dHér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags í hlutfalli við þverkraftinn (þyngd bílsins ef undirlagið er lárétt). Hár núningsstuðull lýsir því miklum núningi. Hann er 0,8 ef við erum á þurru malbiki en mun minni á blautu malbiki eða til dæmis á malarvegi. Jöfnuna má einnig nota „aftur á bak“, það er að segja til að finna hemlunarlengdina d ef hraðinn v er þekktur. Þannig sjáum við til dæmis að hemlunarlengdin d verður um 50 m við bestu aðstæður (þurrt malbik) ef hraðinn er 100 km/h. Hún tvöfaldast og verður 100 m ef hraðinn er 140 km/h. Einnig eykst hún verulega til dæmis ef malbikið er blautt eða ef bíllinn er á malarvegi eins og enn er algengt hér á landi. Jöfnuna er líka hægt að nota til að áætla hraða bíls fyrir slys eða árekstur út frá lengd hemlafara, og er það nú gert í vaxandi mæli þegar umferðarslys eru rannsökuð. Einnig eru þá notuð önnur gögn, til dæmis um hreyfingu bíla eftir árekstur og um aflögun þeirra í árekstrinum. Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd
- Er hemlunarvegalengd bíla óháð massa þeirra eða þyngd? eftir Þorstein Vilhjálmsson.
- Er kraftur sama og orka? eftir Stefán Inga Valdimarsson.
- Eru nagladekk öruggasti kosturinn í umferðinni? eftir Pétur Pétursson.
- Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi? eftir Magnús Viðar Skúlason.
- Hver er munurinn á hugtökunum fart og hastighed, og hvernig eru þau þýdd á íslensku? eftir Þorstein Vilhjálmsson.
- Hvernig hljóðar annað lögmál Newtons? eftir Þorstein Vilhjálmsson.
- Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni? eftir Magnús Viðar Skúlason.
- Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti eftir Magnús Þór Jónsson.
- Screeeetch. Flickr.com. Höfundur myndar er brionv. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.