Meginregla er, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum, að sérstakt leyfi þurfi til að geta stjórnað vélknúnu farartæki. Farartækin eru mismunandi að stærð og gerð, allt frá litlum skellinöðrum upp í stórar fraktflugvélar og stór olíuskip. Eftir því sem tækin eru stærri og hættulegri, því meiri kröfur eru gerðar til stjórnanda farartækisins.
- Viðkomandi sé orðinn 17 ára.
- Viðkomandi sér og heyrir nægilega vel og er að öðru leyti nægilega hæfur andlega og líkamlega.
- Viðkomandi hefur hlotið kennslu löggilts ökukennara og sannað með prófi að hann hafi næga aksturhæfni og nauðsynlega þekkingu á ökutækinu og meðferð þess og umferðarlöggjöf.