Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 30 svör fundust
Er hægt að sekta mann á línuskautum fyrir hraðakstur?
Upphaflega spurningin var svona: Ef maður rennir sér á 25 km hraða á línuskautum í vistgötu þar sem er 15 km hámarkshraði, er þá hægt að sekta hann fyrir of hraðan akstur? Í 2. mgr. 3. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er skilgreint hverjir séu gangandi vegfarendur. Þar segir:Ákvæði um gangandi vegfarendur gild...
Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári?
Hellisheiðarvirkjun var gangsett haustið 2006 og þar var þá 90 MW rafstöð en þegar hún verður fullbúin á framkvæmdageta hennar að vera um 300 MW af rafmagni en hvert MW er milljón vött. Hugtakið vattstund (Wst) er notað yfir framleidda orku og er hún margfeldi tíma og afls; MWst er því að sama skapi milljón vattst...
Er ölvaður ökumaður alltaf í órétti ef hann lendir í árekstri?
Skýrt er kveðið á um það í umferðarlögum að akstur ökutækis undir áhrifum áfengis er bannaður. Þetta kemur fram í 2. mgr. 44. gr., og 45. gr. laganna. Í 102. gr. laganna er kveðið á um að brot gegn 45. gr. laganna og segir þar að slík brot valdi sviptingu ökuréttar. Í 107. gr. a. er kveðið á um að hafi ölvunarakst...
Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er í alvörunni leyfilegt að keyra á 5 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 og stífla alla götuna? Gilda engin umferðarlög um það? Í 3. málsgrein 36. greinar hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019 segir þetta um hægan akstur að óþörfu og snögghemlun: Ökumaður m...
Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi?
Í stuttu máli hefur útrunnið ökuskírteini ekki áhrif á tjónaábyrgð en viðkomandi þarf þó að greiða sekt fyrir að aka án gilds ökuskírteinis. Meginregla er, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum, að sérstakt leyfi þurfi til að geta stjórnað vélknúnu farartæki. Farartækin eru mismunandi að stærð og ger...
Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni?
Upphafleg spurning í heild var sem hér segir:Er lögreglumönnum við umferðareftirlit (radarmælingar) heimilt að "liggja í leyni" ljóslausir og jafnvel utan vega, eða jafnvel í hvarfi við útihús á bóndabæjum?Það er meginregla í löggæslustörfum hér á landi og hluti af forvarnarstarfi lögreglunnar að hún sé sýnileg í ...
Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?
Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verk...
Af hverju keyra sumar þjóðir vinstra megin og aðrar hægra megin?
Vinstri umferð á sér mjög langa sögu. Þegar vopnaðir menn mættust, gangandi eða ríðandi, var tryggast að hafa höndina sem sverðinu brá sömu megin og sá var, sem á móti kom. Örvhentir riddarar urðu sjaldan ellidauðir. Þegar Bónifasíus áttundi páfi bauð pílagrímum árið 1300 að víkja til vinstri, var hann aðeins ...
Hvernig getum við vitað að verið sé að dæma réttan mann?
Lögreglan framkvæmir ítarlega rannsókn og aflar svokallaðra sönnunargagna. Sönnunargögn geta verið afar mismunandi eftir því um hvaða afbrot er að ræða. Ef um er að ræða líkamsárás geta blóðblettir á fötum hins grunaða gefið vísbendingu. Ef um ölvunarakstur er að ræða getur lögreglan tekið blóðprufu úr ökumanni se...
Erum við heima hjá okkur þegar við sitjum undir stýri?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er skilgreiningin á einkabifreið? Hefur maður sömu réttindi þar eins og heima hjá sér (er maður „heima hjá sér" undir stýri)? Bifreið er skilgreind svo í 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987: a. Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða ...
Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?
Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...
Hver er hraðskreiðasti bíllinn sem leyfilegt er að aka í almennri umferð?
Hraðskreiðasti bíll heims sem leyfilegt er að aka í almennri umferð er SSC Ultimate Aero TT. Hann hefur haldið þeim titli undanfarin þrjú ár. Bílinn hefur náð 411,99 km/klst en gera má ráð fyrir að það hafi ekki verið innan um venjulega umferð! Bíllinn er framleiddur af Shelby SuperCars en það fyrirtæki sérhæfir s...
Hvaða ár urðu bílar til?
Það er frekar erfitt að segja nákvæmlega hvenær fyrstu bílarnir urðu til. Bílar eins og við þekkjum þá voru ekki fundnir upp í einu vetfangi heldur þróuðust þeir af eldri farartækjum. Fyrstu gufuknúnu bílarnir voru smíðaðir á seinni hluta 18. aldar. Reyndar eru til sögur um að kaþólskur prestur að nafni Ferdina...
Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?
Í 13. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um ferðafrelsi og þar segir:Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis. Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns. Eins og sjá má er ...
Hvaðan kemur orðið TAXI fyrir leigubíla?
Orðið taxi, í merkingunni leigubíll, kom fyrst fram í ensku í samsetta orðinu taxicab. Þetta var á þeim árum þegar bíllinn var að taka við af hestinum og forskeytið taxi-forskeytið hafði tengst leiguakstri þegar Þjóðverjinn Wilhelm Bruhn fann upp gjaldmælinn árið 1891 og kallaði hann taximeter. Bruhn setti hugtaki...