Oft kemur það hins vegar fyrir að ekki er unnt að afla sönnunargagna sem sýna með óyggjandi hætti hver sé sekur um afbrot. Leiki minnsti vafi á því hvort sakborningur er sekur eða ekki ber dómaranum að sýkna hann, það er að telja hann saklausan. Kemur þetta til af því að í 2. mgr. 70. greinar stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð. Af þessari reglu leiðir að maður er einfaldlega ekki dæmdur ef við getum ekki vitað að hann sé rétti maðurinn.
Oft kemur það hins vegar fyrir að ekki er unnt að afla sönnunargagna sem sýna með óyggjandi hætti hver sé sekur um afbrot. Leiki minnsti vafi á því hvort sakborningur er sekur eða ekki ber dómaranum að sýkna hann, það er að telja hann saklausan. Kemur þetta til af því að í 2. mgr. 70. greinar stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð. Af þessari reglu leiðir að maður er einfaldlega ekki dæmdur ef við getum ekki vitað að hann sé rétti maðurinn.