Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi?

Magnús Viðar Skúlason

Í stuttu máli hefur útrunnið ökuskírteini ekki áhrif á tjónaábyrgð en viðkomandi þarf þó að greiða sekt fyrir að aka án gilds ökuskírteinis.


Meginregla er, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum, að sérstakt leyfi þurfi til að geta stjórnað vélknúnu farartæki. Farartækin eru mismunandi að stærð og gerð, allt frá litlum skellinöðrum upp í stórar fraktflugvélar og stór olíuskip. Eftir því sem tækin eru stærri og hættulegri, því meiri kröfur eru gerðar til stjórnanda farartækisins.



Þótt ökuskírteini mannsins á myndinni kunni að vera útrunnið fellur tjónaábyrgð hans ekki úr gildi heldur þyrfti hann aðeins að greiða sekt fyrir að aka ökuskírteinislaus.

Til að öðlast réttindi til að stjórna bifreið þarf að útvega sér ökuskírteini. Um útgáfu þess og skilyrði fyrir umsókn eru almenn ákvæði í umferðarlögum nr. 50 frá árinu 1987, nánar tiltekið greinar nr. 48 til 58. Í 48. gr. segir að enginn megi stjórna bifreið eða bifhjóli nema hann hafi til þess gilt ökuskírteini sem lögreglustjóri getur út. Þrjú meginskilyrði eru fyrir veitingu ökuskírteinis:
  1. Viðkomandi sé orðinn 17 ára.
  2. Viðkomandi sér og heyrir nægilega vel og er að öðru leyti nægilega hæfur andlega og líkamlega.
  3. Viðkomandi hefur hlotið kennslu löggilts ökukennara og sannað með prófi að hann hafi næga aksturhæfni og nauðsynlega þekkingu á ökutækinu og meðferð þess og umferðarlöggjöf.

Sá sem uppfyllir þessi skilyrði getur fengið almennt ökuleyfi sem veitir honum rétt til að keyra bifreið sem er léttari en 3500 kg og tekur 8 farþega eða minna í sæti. Hafi hann áhuga á að aka bifreið sem er til dæmis þyngri en 3500 kg þarf hann að taka svokallað meirapróf eða próf til aukinna ökuréttinda.

Sá sem fær ökuleyfi fær fyrst í hendur svokallað bráðabirgðaskírteini sem gildir í tvö ár. Ef allt gengur snurðulaust fyrir sig er hægt að endurnýja bráðabirgðaskírteinið að tveimur árum liðnum og fá svokallað fullnaðarskírteini sem gildir til sjötugs. Eftir þessi tvö fyrstu ár er viðkomandi skylt að endurnýja skírteinið ef hann hefur ennþá vilja og löngun til að halda áfram akstri. Grunnskilyrðið fyrir því að vera gildur ökumaður í umferðinni er að hafa gilt ökuskírteini. Sá sem ekur um án þess getur hlotið sekt og jafnvel getur þetta hindrað endurnýjun ökuskírteinis í framtíðinni.

Ef ökumaður sem lendir í tjóni hefur ekki gilt ökuskírteini breytir það í sjálfu sér ekki réttarstöðu hans. Ef keyrt er á hann þarf sá sem olli tjóninu að bæta það. Hinsvegar gerist hinn ökuréttindalausi sekur um að vera með útrunnið ökuskírteini og hlýtur þá sekt fyrir það. Hið sama er uppi á teningnum ef einhver veldur tjóni auk þess að vera með útrunnið skírteini.

Munur er á því þegar ökumaður með útrunnið ökuskírteini veldur tjóni og þegar ökumaður sem hefur aldrei hlotið ökuréttindi lendir í því sama. Hann byggist á því að sá sem hefur útrunnið skírteini hefur hlotið ákveðna viðurkenningu á því að hann sé hæfur ökumaður. Það að vera með útrunnið ökuskírteini þarf ekki að segja neitt um ökuhæfni einstaklingsins. Maður sem aldrei hefur hlotið ökuréttindi og veldur tjóni við akstur gerist hinsvegar sekur um akstur án ökuréttinda sem er öllu alvarlegra og getur haft mikil áhrif á það hvort hann geti hlotið ökuréttindi sín á tilsettum tíma.

Mynd: Japanese car accident á Wikipedia, the free encyclopedia

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

7.2.2001

Spyrjandi

Hilmar J. Malmquist

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1321.

Magnús Viðar Skúlason. (2001, 7. febrúar). Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1321

Magnús Viðar Skúlason. „Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1321>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi?
Í stuttu máli hefur útrunnið ökuskírteini ekki áhrif á tjónaábyrgð en viðkomandi þarf þó að greiða sekt fyrir að aka án gilds ökuskírteinis.


Meginregla er, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum, að sérstakt leyfi þurfi til að geta stjórnað vélknúnu farartæki. Farartækin eru mismunandi að stærð og gerð, allt frá litlum skellinöðrum upp í stórar fraktflugvélar og stór olíuskip. Eftir því sem tækin eru stærri og hættulegri, því meiri kröfur eru gerðar til stjórnanda farartækisins.



Þótt ökuskírteini mannsins á myndinni kunni að vera útrunnið fellur tjónaábyrgð hans ekki úr gildi heldur þyrfti hann aðeins að greiða sekt fyrir að aka ökuskírteinislaus.

Til að öðlast réttindi til að stjórna bifreið þarf að útvega sér ökuskírteini. Um útgáfu þess og skilyrði fyrir umsókn eru almenn ákvæði í umferðarlögum nr. 50 frá árinu 1987, nánar tiltekið greinar nr. 48 til 58. Í 48. gr. segir að enginn megi stjórna bifreið eða bifhjóli nema hann hafi til þess gilt ökuskírteini sem lögreglustjóri getur út. Þrjú meginskilyrði eru fyrir veitingu ökuskírteinis:
  1. Viðkomandi sé orðinn 17 ára.
  2. Viðkomandi sér og heyrir nægilega vel og er að öðru leyti nægilega hæfur andlega og líkamlega.
  3. Viðkomandi hefur hlotið kennslu löggilts ökukennara og sannað með prófi að hann hafi næga aksturhæfni og nauðsynlega þekkingu á ökutækinu og meðferð þess og umferðarlöggjöf.

Sá sem uppfyllir þessi skilyrði getur fengið almennt ökuleyfi sem veitir honum rétt til að keyra bifreið sem er léttari en 3500 kg og tekur 8 farþega eða minna í sæti. Hafi hann áhuga á að aka bifreið sem er til dæmis þyngri en 3500 kg þarf hann að taka svokallað meirapróf eða próf til aukinna ökuréttinda.

Sá sem fær ökuleyfi fær fyrst í hendur svokallað bráðabirgðaskírteini sem gildir í tvö ár. Ef allt gengur snurðulaust fyrir sig er hægt að endurnýja bráðabirgðaskírteinið að tveimur árum liðnum og fá svokallað fullnaðarskírteini sem gildir til sjötugs. Eftir þessi tvö fyrstu ár er viðkomandi skylt að endurnýja skírteinið ef hann hefur ennþá vilja og löngun til að halda áfram akstri. Grunnskilyrðið fyrir því að vera gildur ökumaður í umferðinni er að hafa gilt ökuskírteini. Sá sem ekur um án þess getur hlotið sekt og jafnvel getur þetta hindrað endurnýjun ökuskírteinis í framtíðinni.

Ef ökumaður sem lendir í tjóni hefur ekki gilt ökuskírteini breytir það í sjálfu sér ekki réttarstöðu hans. Ef keyrt er á hann þarf sá sem olli tjóninu að bæta það. Hinsvegar gerist hinn ökuréttindalausi sekur um að vera með útrunnið ökuskírteini og hlýtur þá sekt fyrir það. Hið sama er uppi á teningnum ef einhver veldur tjóni auk þess að vera með útrunnið skírteini.

Munur er á því þegar ökumaður með útrunnið ökuskírteini veldur tjóni og þegar ökumaður sem hefur aldrei hlotið ökuréttindi lendir í því sama. Hann byggist á því að sá sem hefur útrunnið skírteini hefur hlotið ákveðna viðurkenningu á því að hann sé hæfur ökumaður. Það að vera með útrunnið ökuskírteini þarf ekki að segja neitt um ökuhæfni einstaklingsins. Maður sem aldrei hefur hlotið ökuréttindi og veldur tjóni við akstur gerist hinsvegar sekur um akstur án ökuréttinda sem er öllu alvarlegra og getur haft mikil áhrif á það hvort hann geti hlotið ökuréttindi sín á tilsettum tíma.

Mynd: Japanese car accident á Wikipedia, the free encyclopedia...