Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?

JGÞ

Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks.

Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal annars af því að með hækkandi aldri hrörnar efnið myelín sem sér um að hraða flutningi taugaboða. Taugaleiðni eldra fólks er þess vegna hægari en hjá þeim sem yngri eru og þar af leiðandi öll viðbrögð þeirra. Aldraðir ganga þess vegna og hlaupa hægar en yngra fólk.

En hægari taugaleiðni er ekki ástæðan fyrir því að aldraðir keyra oft hægar en yngra fólk. Það þarf ekki hröð viðbrögð til að stíga með hægra fæti á bensíngjöfina og keyra sífellt hraðar og hraðar. Fæst gatnakerfi eru hins vegar hönnuð eingöngu með beinum vegum: Hringtorg, gatnamót, aðreinar, beygjur, umferðarljós; allt krefst þetta viðbragða frá ökumönnum. Þeim mun hraðar sem við ökum þeim mun hraðari þurfa viðbrögð okkar í umferðinni að vera.

Það er þess vegna fyrst og fremst varkárni eldra fólks í umferðinni sem gerir það að verkum að það keyrir stundum hægar en aðrir. Í raun og veru gætu aldraðir keyrt alveg jafn hratt og aðrir, en þá væru bílslys líklega tíðari en nú er. Ef Formula 1 kappaksturinn færi fram á beinum brautum þar sem aldrei þyrfti að sveigja hjá öðrum ökumönnum væri eins líklegt að fremstur þar í flokki þar væri afi Michaels Schumacher.

Þeir sem vilja lesa nánar um áhrif öldrunar á taugakerfið er bent á að lesa svar við spurningunni:Hinir sem hafa meiri áhuga á kappakstri geta skoðað svör við spurningunum: Mynd: ITS institute

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.2.2003

Spyrjandi

Friðrik Theodórsson, f. 1987

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3180.

JGÞ. (2003, 27. febrúar). Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3180

JGÞ. „Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3180>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?
Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks.

Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal annars af því að með hækkandi aldri hrörnar efnið myelín sem sér um að hraða flutningi taugaboða. Taugaleiðni eldra fólks er þess vegna hægari en hjá þeim sem yngri eru og þar af leiðandi öll viðbrögð þeirra. Aldraðir ganga þess vegna og hlaupa hægar en yngra fólk.

En hægari taugaleiðni er ekki ástæðan fyrir því að aldraðir keyra oft hægar en yngra fólk. Það þarf ekki hröð viðbrögð til að stíga með hægra fæti á bensíngjöfina og keyra sífellt hraðar og hraðar. Fæst gatnakerfi eru hins vegar hönnuð eingöngu með beinum vegum: Hringtorg, gatnamót, aðreinar, beygjur, umferðarljós; allt krefst þetta viðbragða frá ökumönnum. Þeim mun hraðar sem við ökum þeim mun hraðari þurfa viðbrögð okkar í umferðinni að vera.

Það er þess vegna fyrst og fremst varkárni eldra fólks í umferðinni sem gerir það að verkum að það keyrir stundum hægar en aðrir. Í raun og veru gætu aldraðir keyrt alveg jafn hratt og aðrir, en þá væru bílslys líklega tíðari en nú er. Ef Formula 1 kappaksturinn færi fram á beinum brautum þar sem aldrei þyrfti að sveigja hjá öðrum ökumönnum væri eins líklegt að fremstur þar í flokki þar væri afi Michaels Schumacher.

Þeir sem vilja lesa nánar um áhrif öldrunar á taugakerfið er bent á að lesa svar við spurningunni:Hinir sem hafa meiri áhuga á kappakstri geta skoðað svör við spurningunum: Mynd: ITS institute...