Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það er auðvitað rétt að kappakstursbílar takast ekki á loft á sléttri braut eins og venjulegar flugvélar. Þetta er aðallega vegna þess að kappakstursbílar eru ekki flugvélar og ekki hannaðir til þess að fljúga!
Flugvélar takast á loft þegar þær hafa náð ákveðnum hraða miðað við loftið í kring. Þá hefur myndast meiri þrýstingur neðan á vængi flugvélarinnar en ofan á þá, og þannig verður til lyftikraftur á vélina sem getur orðið meiri en þyngdarkrafturinn á hana. Um þetta má lesa nánar í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig getur sviffluga haldist á lofti og flogið? Þar kemur líka fram að við getum stýrt flugvélum eftir að þær eru komnar á loft, bæði með hreyflum, stéli og flöpum.
Kappakstursbílar eru ekki með vængi og því myndast ekki sams konar lyftikraftur á þá og á flugvélar á ferð. Þeir eru ekki heldur með hreyfil sem verkar á loftið í kring, né breytilegt stél eða flapa. Þegar þeir takast á loft (af öðrum orsökum) hafa menn því enga stjórn á þeim og þeir haga sér þá eins og hver annar kasthlutur, það er hlutur sem hreyfist eingöngu undir áhrifum þyngdarkrafts og ef til vill loftmótstöðu.
Kappakstursbílar og aðrir bílar geta sem sé tekist á loft, til dæmis þegar brautin sem ekið er eftir er ójöfn með tilteknum hætti, það er að segja þegar hallinn fram á við eykst of ört miðað við hraða bílsins. Þetta getur gerst til dæmis þegar bíll fer fram af brekkubrún eða þegar veruleg ójafna verður á vegi hans.
Ef menn vildu væri hægt að gera kappakstursbíla líkari flugvélum þannig að þeir hefðu tilhneigingu til að takast á loft eða að minnsta kosti til að léttast á veginum. Slíkir bílar mundu hins vegar láta verr að stjórn og því er slík hönnun væntanlega ekki æskileg. Raunverulegir kappakstursbílar sýnast vera gerðir til að þrýstast niður á veginn frekar en hitt.
Myndin er fengin af vefsetrinu Formula-1.co.il.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju takast kappakstursbílar ekki á loft þegar þeir eru komnir á fulla ferð?“ Vísindavefurinn, 3. október 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2753.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 3. október). Af hverju takast kappakstursbílar ekki á loft þegar þeir eru komnir á fulla ferð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2753
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju takast kappakstursbílar ekki á loft þegar þeir eru komnir á fulla ferð?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2753>.