Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað munar miklu á hraða á bíl í kappakstri (Formula 1) og manni í skíðastökki?

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Mesti meðalhraði sem náðst hefur í keppninni Formula 1 er 242 km/klst en hið merkilega er að þetta met er tæpra þrjátíu ára gamalt. Þrátt fyrir að kraftur og hönnun bílanna hafi batnað síðan þá hefur keppnisbrautunum verið breytt til að draga úr hraða og auka öryggi. Árið 1998 var mesti hraði bíls í Formúla 1 237 km/klst. (Vefsíða um kappaksturskeppnina Formula 1).



Kappakstursbílar í Formúla 1 fara töluvert hraðar en skíðastökkvarar!

Skíðastökkvari nær hraða með því að renna niður skáhalla braut. Þegar hann stekkur af brautinni getur hraði hans verið allt að 100 km/klst eða rúmlega hámarksökuhraði á þjóðvegum Íslands (Britannica: www.eb.co.uk).

Hlutur sem fellur frjálst í lofti nær að lokum tilteknum hraða eða ferð sem nefnist markhraði. Þetta gildir hvort sem hraði hlutarins hefur upphaflega verið meiri en markhraðinn eða minni. Við þann hraða eru þyngdarkraftur og loftmótstaða í jafnvægi. Gildi markhraðans fyrir tiltekinn hlut fer eftir massa hlutarins, stærð, lögun og stundum eftir því hvernig hann snýr í loftinu. Markhraði fallandi manns í lóðréttri stöðu er um 300 km/klst. en markhraði hafnabolta, golfkúlu eða steinvölu er um 100 km/klst. eða svipaður og hraði skíðastökkvarans. Markhraði regndropa er hins vegar aðeins um 35 km/klst. eða svipaður og ferð bestu 100 metra hlaupara. (Benson, University Physics, Revised edn, 1996, bls. 111).

Myndir:

Höfundar

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

12.6.2000

Spyrjandi

Karl Sigurðsson

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað munar miklu á hraða á bíl í kappakstri (Formula 1) og manni í skíðastökki?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=508.

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 12. júní). Hvað munar miklu á hraða á bíl í kappakstri (Formula 1) og manni í skíðastökki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=508

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað munar miklu á hraða á bíl í kappakstri (Formula 1) og manni í skíðastökki?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=508>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað munar miklu á hraða á bíl í kappakstri (Formula 1) og manni í skíðastökki?
Mesti meðalhraði sem náðst hefur í keppninni Formula 1 er 242 km/klst en hið merkilega er að þetta met er tæpra þrjátíu ára gamalt. Þrátt fyrir að kraftur og hönnun bílanna hafi batnað síðan þá hefur keppnisbrautunum verið breytt til að draga úr hraða og auka öryggi. Árið 1998 var mesti hraði bíls í Formúla 1 237 km/klst. (Vefsíða um kappaksturskeppnina Formula 1).



Kappakstursbílar í Formúla 1 fara töluvert hraðar en skíðastökkvarar!

Skíðastökkvari nær hraða með því að renna niður skáhalla braut. Þegar hann stekkur af brautinni getur hraði hans verið allt að 100 km/klst eða rúmlega hámarksökuhraði á þjóðvegum Íslands (Britannica: www.eb.co.uk).

Hlutur sem fellur frjálst í lofti nær að lokum tilteknum hraða eða ferð sem nefnist markhraði. Þetta gildir hvort sem hraði hlutarins hefur upphaflega verið meiri en markhraðinn eða minni. Við þann hraða eru þyngdarkraftur og loftmótstaða í jafnvægi. Gildi markhraðans fyrir tiltekinn hlut fer eftir massa hlutarins, stærð, lögun og stundum eftir því hvernig hann snýr í loftinu. Markhraði fallandi manns í lóðréttri stöðu er um 300 km/klst. en markhraði hafnabolta, golfkúlu eða steinvölu er um 100 km/klst. eða svipaður og hraði skíðastökkvarans. Markhraði regndropa er hins vegar aðeins um 35 km/klst. eða svipaður og ferð bestu 100 metra hlaupara. (Benson, University Physics, Revised edn, 1996, bls. 111).

Myndir:...