Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?

Baldur S. Blöndal

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Er í alvörunni leyfilegt að keyra á 5 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 og stífla alla götuna? Gilda engin umferðarlög um það?

Í 3. málsgrein 36. greinar hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019 segir þetta um hægan akstur að óþörfu og snögghemlun:

Ökumaður má eigi að óþörfu aka svo hægt eða hemla svo snögglega að tefji eðlilegan akstur annarra eða skapi hættu.

Refsing við þessu lagabroti er tilgreind í reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Sektin er 20.000 kr. en 25% afsláttur veittur ef ökumaður greiðir sektina innan 30 daga.

Ýmsar ástæður geta réttlætt það að fólk keyri langt undir hámarkshraða.

Ekki hefur ennþá reynt á þessa tilteknu réttarreglu fyrir dómstólum og rétt er að hafa í huga að ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ökumenn keyri stundum langt undir hámarkshraða. Í þessu samhengi má einnig benda á athyglisverðan dóm Hæstaréttar nr. 298/2012. Þar var maður sakfelldur fyrir líkamsárás eftir að hafa ráðist á bílstjóra bifreiðar sem hann keyrði aftan á. Hinn sakfelldi bar fyrir sig að hinn ökumaðurinn hefði keyrt allt of hægt á vinstri akrein og gert sér að leik að tipla á helmunum fyrir framan ákærða. Þess vegna fór sá sakfelldi út úr bíl sínum og réðst á brotaþola. Héraðsdómur sagði í því máli: „Aksturslag brotaþola getur ekki réttlætt árás ákærða“. Þrátt fyrir hina nýju réttarreglu í 3. málsgrein 36. greinar yrði niðurstaðan líklega sú sama í dag.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

25.1.2021

Spyrjandi

Bragi Haukur Jóhannson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2021, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80350.

Baldur S. Blöndal. (2021, 25. janúar). Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80350

Baldur S. Blöndal. „Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2021. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80350>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er í alvörunni leyfilegt að keyra á 5 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 og stífla alla götuna? Gilda engin umferðarlög um það?

Í 3. málsgrein 36. greinar hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019 segir þetta um hægan akstur að óþörfu og snögghemlun:

Ökumaður má eigi að óþörfu aka svo hægt eða hemla svo snögglega að tefji eðlilegan akstur annarra eða skapi hættu.

Refsing við þessu lagabroti er tilgreind í reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Sektin er 20.000 kr. en 25% afsláttur veittur ef ökumaður greiðir sektina innan 30 daga.

Ýmsar ástæður geta réttlætt það að fólk keyri langt undir hámarkshraða.

Ekki hefur ennþá reynt á þessa tilteknu réttarreglu fyrir dómstólum og rétt er að hafa í huga að ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ökumenn keyri stundum langt undir hámarkshraða. Í þessu samhengi má einnig benda á athyglisverðan dóm Hæstaréttar nr. 298/2012. Þar var maður sakfelldur fyrir líkamsárás eftir að hafa ráðist á bílstjóra bifreiðar sem hann keyrði aftan á. Hinn sakfelldi bar fyrir sig að hinn ökumaðurinn hefði keyrt allt of hægt á vinstri akrein og gert sér að leik að tipla á helmunum fyrir framan ákærða. Þess vegna fór sá sakfelldi út úr bíl sínum og réðst á brotaþola. Héraðsdómur sagði í því máli: „Aksturslag brotaþola getur ekki réttlætt árás ákærða“. Þrátt fyrir hina nýju réttarreglu í 3. málsgrein 36. greinar yrði niðurstaðan líklega sú sama í dag.

Heimildir og mynd:

...