Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig hann skýlir sér gegn veðri og vindum og hugmyndir hans um lífið og tilveruna.
Félagsmannfræðin reynir að útskýra félagskerfi mannsins og hvernig samskipum hans við annað fólk er háttað, bæði vini og óvini.
Menningarmannfræði styðst vissulega við félagsmannfræði og öfugt. Þegar dýpst er skoðað rennur þetta allt saman þó að það geti auðveldað umræðu og rannsóknir að greina nokkuð á milli hinna einstöku þátta mannfræðinnar. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi? eftir Helgu Sverrisdóttur
- Hver var A.R. Radcliffe-Brown? eftir Arnar Árnason
- Hver var Margaret Mead og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar? eftir Helgu Björnsdóttur
- Hver var Ruth Benedict og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar? eftir Helgu Björnsdóttur
- Hver var Claude Lévi-Strauss og hvaða áhrif hafði hann á mannfræðina? eftir Gísla Pálsson