Hver er uppruni orðatiltækisins: "Að skara eld að eigin köku"? Og hvað er átt við með því?Sögnin að skara merkir að ‘róta í með skörungi’. Orðasambandið er sótt til þess er menn stunduðu eldamennsku við opinn eld. Sá sem skaraði (rakaði) eldinn undir sína köku sá þannig til að hún bakaðist hratt og vel en tók um leið eldinn frá öðrum.
Útgáfudagur
7.10.2020
Spyrjandi
Ketill Antoníus Ágústsson
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvernig er best að skara eld að eigin köku?“ Vísindavefurinn, 7. október 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79164.
Guðrún Kvaran. (2020, 7. október). Hvernig er best að skara eld að eigin köku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79164
Guðrún Kvaran. „Hvernig er best að skara eld að eigin köku?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79164>.