Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 68 svör fundust
Geta sjávarspendýr unnið hreint vatn úr söltum sjó?
Vatn er öllum dýrum lífsnauðsynlegt. Dýr nálgast vatn aðallega á þrennan hátt:með því að drekka þaðúr fæðumeð lífefnafræðilegum leiðum, það er að segja við oxun á fitu eða kolvetni.Dýr á svæðum þar sem vatnsskortur er viðvarandi, til dæmis eyðimerkur- og sjávardýr, styðjast að mestu leyti við vatn sem fengið er úr...
Hefur það svipuð áhrif á ungviði mismunandi dýrategunda að alast upp án eldri einstaklinga sömu tegundar?
Þar sem reynsla og félagslegt uppeldi skiptir máli hjá fjölmörgum tegundum fugla og spendýra hefur það óneitanlega mikil áhrif á félagsmótun og jafnvel hæfni einstaklinga hvort þeir alast upp meðal eldri einstaklinga eða ekki. Það er þó erfitt að átta sig á hvort ungviði ólíkra dýrategunda verði fyrir svipuðum áhr...
Hvernig haga breimandi læður sér?
Læður verða breima oft á ári ef þær æxlast ekki og nefnist slíkt polyestrous á máli líffræðinnar. Að meðaltali eru læður breima í fjóra til sjö daga í einu, sjaldnast lengur. Á þessu tímabili laðast fressar mjög að læðunni, enda gefur hún frá sér lykt sem þeir laðast að. Ef mikið er um ketti getur jafnvel farið sv...
Hvernig taka beinin þátt í kalkbúskap líkamans?
Þótt svo gæti virst er beinagrindin ekki einföld stoðgrind úr dauðu efni. Bein eru lifandi vefur sem kemur meðal annars fram í því hversu fljót þau eru að gróa eftir brot. Margir vefir tengjast beinum, svo sem beinvefur, brjóskvefur, þéttur bandvefur, blóð, þekjuvefur, fituvefur og taugavefur. Beinvefur er ald...
Geta kollagen og elastínþræðir í snyrtivörum haft áhrif á hrukkumyndun?
Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum mannslíkamans, þar með talið í húðinni. Bandvefir tengja saman hina ýmsu vefi og líffæri líkamans og halda þannig skipulagi innan líkamans. Kollagen er langalgengasta prótínið í rýmum utan frumna í bandvefjum og er því af...
Hvaða dýr sefur mest?
Fjölmargar dýrategundir eru í svefnástandi stóran hluta ársins sökum óhagstæðra aðstæðna í umhverfinu, svo sem fæðuskorts, kulda eða þurrkar. Bjarndýr eru að öllum líkindum kunnasta dæmið um dýr sem leggjast í langan dvala. Algengt er að bjarndýr safni fituforða seint á sumrin og dæmi eru um að brúnbirnir geti...
Hvernig var skessujurt notuð til lækninga?
Skessujurt (Levisticum officinale, e. lovage) er af sveipjurtaætt (Apiacea). Hún er venjulega um 1-1½ metri á hæð en getur þó orðið yfir 2 metrar. Hérlendis ber plantan venjulega blóm í júlí og eru þau gulgræn að lit. Skessujurtin er upprunnin í Suður-Evrópu við Miðjarðarhafið en barst þaðan norður eftir álfun...
Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?
Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónast...
Getur barn erft nýrnasjúkdóm frá foreldrum sínum, til dæmis IgA?
Nýrnasjúkdómar eru margir og margs konar. Sumir koma fram strax við fæðingu á meðan aðrir birtast ekki fyrr en á fullorðinsárum. Flestir nýrnasjúkdómar eru ekki arfgengir en flokka má þá arfgengu í sex almenna flokka. Í fyrsta flokki eru vanskapanir nýrna og annarra þvagfæra. Í öðrum flokki eru ýmsir blöðrusjú...
Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?
Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir ...
Af hverju fáum við gubbupest?
Uppsölu- og niðurgangspest er það sem í daglegu tali er oft kallað gubbupest og lýsir sér með ógleði, uppköstum, kviðverkjum og niðurgangi og koma einkennin oftast skyndilega. Smit berst ýmist frá sýktum einstaklingi eða sýktu vatni eða matvælum. Einkennin við sýkingunni eru leið líkamans til að losa sig við eitur...
Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?
Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...
Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?
Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g. Mý...
Hvað er rottukóngur?
Rottukóngur (e. rat king) kallast það þegar nokkrar (mismargar) rottur eru fastar saman á hölunum, hvort sem halarnir hafa flækst saman, frosið fastir eða límst saman vegna einhverra vessa, eins og saurs, drullu eða blóðs. Í langflestum tilfellum er um svartrottur (Rattus rattus) að ræða. Rottukóngur er afar sjald...
Hvert er hlutverk þindarinnar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert er hlutverk þindarinnar og hverjar geta verið afleiðingar skemmdar/sprungu í þindinni?Þindin er þunnur vöðvi neðan á brjóstkassanum og skilur brjóstholið, með hjarta og lungum, frá kviðarholi með meltingarfærum. Hún er helsti öndunarvöðvi líkamans og sem slík stuðlar hún að ...