Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 16:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 12:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:21 • Síðdegis: 19:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:07 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 16:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 12:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:21 • Síðdegis: 19:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:07 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif geta reykingar haft á heilsuna og lungun?

Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir og Karl Andersen

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er það rétt að lungu reykingafólks hreinsast og verða eins og hjá fólki sem ekki hefur reykt ef það hættir að reykja?

Stutta svarið

Áhrif reykinga á lungun eru oft viðverandi ef reykt er lengi. Með því að hætta er þó alltaf hægt að bæta ástand lungnanna sem losna við óþarfa áreiti sem fylgir sígarettureyk. Munar þar mestu um krabbameinsvaldandi efni en einnig efnasambönd sem valda æðakölkun og sérstaklega lungnaþembu, sem getur valið mæði sem erfitt er að snúa ofan af. Þess vegna skiptir máli að hætta reykingum sem fyrst - og muna að aldrei er of seint að hætta að reykja.

Lengra svar um skaðsemi reykinga

Í sígarettureyk eru yfir 7.000 efnasambönd, þar á meðal um 70 sem geta stuðlað að krabbameini. Í reyknum er líka nikótín sem hefur ekki aðeins áhrif á heilann heldur einnig neikvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi og reyndar öll líffæri líkamans. Nikótínið berst með reyknum til lungna við innöndun og áfram með blóði til heilans á innan við mínútu. Nokkrum mínútum síðar hækkar púls og blóðþrýstingur. Önnur efni í reyknum erta fljótlega öndunarfæraslímhúð og valda hósta og aukinni slímframleiðslu sem verður viðvarandi vandamál við langvarandi reykingar. Krabbameinsvaldandi áhrif sígarettureyks koma hins vegar mun síðar fram og þá sérstaklega eftir margra ára stöðugar reykingar, líkt og áhrif á æðakölkun og lungnaþembu.

Flest krabbameinsvaldandi efnin í sígarettureyk berast með tjöru ofan í lungun og situr 70% hennar eftir í lungunum, en tjaran veldur einnig blettum á tönnum og nöglum reykingafólks. Í lungunum valda krabbameinsvaldandi efnin stökkbreytingum á erfðaefni þannig að frumur taka upp á því að skipta sér stjórnlaust. Einnig veikja þau ónæmiskerfið sem við það á erfiðara með að halda aftur af krabbameinsvexti.

Reykingar auka tíðni ýmissa krabbameina verulega, en eru einnig orsök fjölda krónískra sjúkdóma eins og æðakölkunar og lungnaþembu.

Algengasta krabbameinið sem reykingar valda er lungnakrabbamein og aukast líkurnar allt að þrjátíufalt, en krabbamein í barka, berkjum, munni, hálsi og barkakýli eru einnig mun algengari en hjá reyklausum. Krabbameinsvaldandi efni í sígarettureyk geta einnig dreifst með blóði um líkamann og valdið krabbameini í vélinda, maga, brisi, lifur, gallvegum, nýrum, ristli, endaþarmi, þvagblöðru, eggjastokkum, leghálsi og blóði (hvítblæði). Jafnframt er hætta á brjóstakrabbameini aukin við reykingar og karlar með blöðruhálskirtilskrabbamein hafa verri lífslíkur ef þeir reykja eða hafa reykt. Óbeinar reykingar geta einnig aukið áhættu á ýmsum krabbameinum og reyklaust tóbak, eins og munntóbak, eykur líkur á krabbameini í munni, hálsi, vélinda og brisi.

Fjölmargir aðrir sjúkdómar eru tengdir reykingum, til dæmis heilabilun, ristruflanir og sjónskerðing, en sterkust eru tengslin við lungnaþembu, sem er algengasta orsök lungnabilunar, og stafar af niðurbroti öndunarblaðra lungnanna. Reykingar eru einnig einn algengasti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma, sem er ásamt krabbameinum, algengasta dánarorsökin hér á landi. Efni í tóbaksreyk trufla starfsemi slagaæða og stuðla að æðakölkun, sem aftur eykur áhættu á kransæðasjúkdómi og hjartaáföllum. Einnig er tíðni heilablóðfalls, hjartabilunar og hjartsláttartruflana aukin, en reykingar eru taldar tengjast allt að þriðjungi kransæðastíflutilfella. Loks má nefna að í sígarettureyk er kolsýringur (CO) sem hamlar flutningi súrefnis með blóðinu og veldur um leið fjölgun rauðra blóðkorna sem þykkir blóðið og eykur hættu á blóðtöppum.

Myndir:
  • Yfirlitsmynd: Cigarette Buts on Brown Soil · Free Stock Photo. (Sótt 14.01.2025).
  • Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024, bls. 40. Birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra.


Lengra svarið við spurningunni er að mestu fengið úr bæklingnum Hættu nú alveg (ritstjóri og útgefandi Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024.

Höfundar

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Lára G. Sigurðardóttir

læknir og doktor í lýðheilsuvísindum

Karl Andersen

prófessor í hjartalækningum við HÍ

Útgáfudagur

14.1.2025

Spyrjandi

Arna Sigrún Haraldsdóttir

Tilvísun

Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir og Karl Andersen. „Hvaða áhrif geta reykingar haft á heilsuna og lungun?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2025, sótt 15. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87093.

Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir og Karl Andersen. (2025, 14. janúar). Hvaða áhrif geta reykingar haft á heilsuna og lungun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87093

Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir og Karl Andersen. „Hvaða áhrif geta reykingar haft á heilsuna og lungun?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2025. Vefsíða. 15. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87093>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif geta reykingar haft á heilsuna og lungun?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er það rétt að lungu reykingafólks hreinsast og verða eins og hjá fólki sem ekki hefur reykt ef það hættir að reykja?

Stutta svarið

Áhrif reykinga á lungun eru oft viðverandi ef reykt er lengi. Með því að hætta er þó alltaf hægt að bæta ástand lungnanna sem losna við óþarfa áreiti sem fylgir sígarettureyk. Munar þar mestu um krabbameinsvaldandi efni en einnig efnasambönd sem valda æðakölkun og sérstaklega lungnaþembu, sem getur valið mæði sem erfitt er að snúa ofan af. Þess vegna skiptir máli að hætta reykingum sem fyrst - og muna að aldrei er of seint að hætta að reykja.

Lengra svar um skaðsemi reykinga

Í sígarettureyk eru yfir 7.000 efnasambönd, þar á meðal um 70 sem geta stuðlað að krabbameini. Í reyknum er líka nikótín sem hefur ekki aðeins áhrif á heilann heldur einnig neikvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi og reyndar öll líffæri líkamans. Nikótínið berst með reyknum til lungna við innöndun og áfram með blóði til heilans á innan við mínútu. Nokkrum mínútum síðar hækkar púls og blóðþrýstingur. Önnur efni í reyknum erta fljótlega öndunarfæraslímhúð og valda hósta og aukinni slímframleiðslu sem verður viðvarandi vandamál við langvarandi reykingar. Krabbameinsvaldandi áhrif sígarettureyks koma hins vegar mun síðar fram og þá sérstaklega eftir margra ára stöðugar reykingar, líkt og áhrif á æðakölkun og lungnaþembu.

Flest krabbameinsvaldandi efnin í sígarettureyk berast með tjöru ofan í lungun og situr 70% hennar eftir í lungunum, en tjaran veldur einnig blettum á tönnum og nöglum reykingafólks. Í lungunum valda krabbameinsvaldandi efnin stökkbreytingum á erfðaefni þannig að frumur taka upp á því að skipta sér stjórnlaust. Einnig veikja þau ónæmiskerfið sem við það á erfiðara með að halda aftur af krabbameinsvexti.

Reykingar auka tíðni ýmissa krabbameina verulega, en eru einnig orsök fjölda krónískra sjúkdóma eins og æðakölkunar og lungnaþembu.

Algengasta krabbameinið sem reykingar valda er lungnakrabbamein og aukast líkurnar allt að þrjátíufalt, en krabbamein í barka, berkjum, munni, hálsi og barkakýli eru einnig mun algengari en hjá reyklausum. Krabbameinsvaldandi efni í sígarettureyk geta einnig dreifst með blóði um líkamann og valdið krabbameini í vélinda, maga, brisi, lifur, gallvegum, nýrum, ristli, endaþarmi, þvagblöðru, eggjastokkum, leghálsi og blóði (hvítblæði). Jafnframt er hætta á brjóstakrabbameini aukin við reykingar og karlar með blöðruhálskirtilskrabbamein hafa verri lífslíkur ef þeir reykja eða hafa reykt. Óbeinar reykingar geta einnig aukið áhættu á ýmsum krabbameinum og reyklaust tóbak, eins og munntóbak, eykur líkur á krabbameini í munni, hálsi, vélinda og brisi.

Fjölmargir aðrir sjúkdómar eru tengdir reykingum, til dæmis heilabilun, ristruflanir og sjónskerðing, en sterkust eru tengslin við lungnaþembu, sem er algengasta orsök lungnabilunar, og stafar af niðurbroti öndunarblaðra lungnanna. Reykingar eru einnig einn algengasti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma, sem er ásamt krabbameinum, algengasta dánarorsökin hér á landi. Efni í tóbaksreyk trufla starfsemi slagaæða og stuðla að æðakölkun, sem aftur eykur áhættu á kransæðasjúkdómi og hjartaáföllum. Einnig er tíðni heilablóðfalls, hjartabilunar og hjartsláttartruflana aukin, en reykingar eru taldar tengjast allt að þriðjungi kransæðastíflutilfella. Loks má nefna að í sígarettureyk er kolsýringur (CO) sem hamlar flutningi súrefnis með blóðinu og veldur um leið fjölgun rauðra blóðkorna sem þykkir blóðið og eykur hættu á blóðtöppum.

Myndir:
  • Yfirlitsmynd: Cigarette Buts on Brown Soil · Free Stock Photo. (Sótt 14.01.2025).
  • Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024, bls. 40. Birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra.


Lengra svarið við spurningunni er að mestu fengið úr bæklingnum Hættu nú alveg (ritstjóri og útgefandi Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024....