Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?

Atli Jósefsson

Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g.

Mýtan um að sálin vegi 21 g hefur verið nokkuð lífseig og hún gekk í endurnýjun lífdaga eftir sýningu kvikmyndarinnar 21 Grams frá 2003. Hugmyndina um 21 g má rekja til ársins 1907 þegar bandaríski læknirinn Duncan MacDougall (1866–1920) lýsti því yfir að hann hefði gert tilraunir sem sönnuðu að sálin hefði massa, nánar til tekið 3/4 úr únsu, en það samsvarar 21 g.

Mynd sem sýnir meinafræðinginn Dr. Ara og lík Evu Perón. Myndin tengist efni svarsins ekki beint.

MacDougall útbjó sérstakt rúm á rannsóknarstofu sinni sem hvíldi á vigt sem gat að hans sögn mælt þyngd með 5 g nákvæmni. Í þá daga störfuðu engar vísindasiðanefndir og hann kom sjúklingum á lokastigi langvinnra sjúkdóm fyrir í þessu rúmi og mældi þyngd þeirra fyrir og eftir andlát. Hann taldi sig sjá að á dánarstundu yrði skyndilegt þyngdartap sem næmi 21 g og að ekki væri hægt að skýra það út með uppgufun vökva eða neinum öðrum hætti. Þess vegna ályktaði hann að þarna væri sálin að yfirgefa líkamann. Til að staðfesta þetta lógaði hann 15 hundum og vigtaði þá með sama hætti án þess að hann yrði var við þessa þyngdarbreytingu, enda var MacDougall fullviss um að skynlausar skepnur væru sálarlausar.

Um tilraun MacDougalls í The New York Times.

Þessi rannsókn þótti frá upphafi svo ólíkindalega illa unnin og aðferðafræðilega gölluð að höfundi þessa svars er ekki kunnugt um að nokkur vísindamaður hafi tekið hana alvarlega eða látið verða af því að reyna að endurtaka mælingar MacDougalls. Í rauninni gat læknirinn bara sýnt fram á að einn einstaklingur léttist um 21 g í tilrauninni en hin tilvikin útskýrði hann sem undantekningar. Hinir ýmist þyngdust eða léttust, ef ekki vegna mælisekkju þá vegna líffræðilegra orsaka eins og að missa þvag eða hægðir. Auk þess hafði hann engar leiðir til að ákvarða dánarstund með nákvæmum hætti.

Heimildir og ítarefni:

Myndir:

Vísindavefurinn hefur nokkrum sinnum fengið spurningar um það hvort sálin hafi massa. Þær hljóða svona:

  • Hefur sálin massa?
  • Léttist skrokkurinn þegar maður deyr?
  • Mér hefur verið sagt að eftir maður deyr þá léttist líkaminn um 800 g og trúaða fólkið segir að það sé vegna þess að sálin sé ekki lengur í líkamanum. Er eitthvað vitað um það?
  • Vegur sálin okkar eitthvað? Létumst við þegar við deyjum?
  • Sálin, hefur hún mælanlegan massa? Þ.e.a.s. léttist ég þegar ég dey?

Höfundur

Atli Jósefsson

aðjunkt í lífeðlisfræði

Útgáfudagur

4.3.2016

Spyrjandi

5. R í MR, Magnús Bergsson, Hreinn Ingi Jónasson, Haraldur Gunnarsson, Kristján Sigurðsson

Tilvísun

Atli Jósefsson. „Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64355.

Atli Jósefsson. (2016, 4. mars). Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64355

Atli Jósefsson. „Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64355>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?
Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g.

Mýtan um að sálin vegi 21 g hefur verið nokkuð lífseig og hún gekk í endurnýjun lífdaga eftir sýningu kvikmyndarinnar 21 Grams frá 2003. Hugmyndina um 21 g má rekja til ársins 1907 þegar bandaríski læknirinn Duncan MacDougall (1866–1920) lýsti því yfir að hann hefði gert tilraunir sem sönnuðu að sálin hefði massa, nánar til tekið 3/4 úr únsu, en það samsvarar 21 g.

Mynd sem sýnir meinafræðinginn Dr. Ara og lík Evu Perón. Myndin tengist efni svarsins ekki beint.

MacDougall útbjó sérstakt rúm á rannsóknarstofu sinni sem hvíldi á vigt sem gat að hans sögn mælt þyngd með 5 g nákvæmni. Í þá daga störfuðu engar vísindasiðanefndir og hann kom sjúklingum á lokastigi langvinnra sjúkdóm fyrir í þessu rúmi og mældi þyngd þeirra fyrir og eftir andlát. Hann taldi sig sjá að á dánarstundu yrði skyndilegt þyngdartap sem næmi 21 g og að ekki væri hægt að skýra það út með uppgufun vökva eða neinum öðrum hætti. Þess vegna ályktaði hann að þarna væri sálin að yfirgefa líkamann. Til að staðfesta þetta lógaði hann 15 hundum og vigtaði þá með sama hætti án þess að hann yrði var við þessa þyngdarbreytingu, enda var MacDougall fullviss um að skynlausar skepnur væru sálarlausar.

Um tilraun MacDougalls í The New York Times.

Þessi rannsókn þótti frá upphafi svo ólíkindalega illa unnin og aðferðafræðilega gölluð að höfundi þessa svars er ekki kunnugt um að nokkur vísindamaður hafi tekið hana alvarlega eða látið verða af því að reyna að endurtaka mælingar MacDougalls. Í rauninni gat læknirinn bara sýnt fram á að einn einstaklingur léttist um 21 g í tilrauninni en hin tilvikin útskýrði hann sem undantekningar. Hinir ýmist þyngdust eða léttust, ef ekki vegna mælisekkju þá vegna líffræðilegra orsaka eins og að missa þvag eða hægðir. Auk þess hafði hann engar leiðir til að ákvarða dánarstund með nákvæmum hætti.

Heimildir og ítarefni:

Myndir:

Vísindavefurinn hefur nokkrum sinnum fengið spurningar um það hvort sálin hafi massa. Þær hljóða svona:

  • Hefur sálin massa?
  • Léttist skrokkurinn þegar maður deyr?
  • Mér hefur verið sagt að eftir maður deyr þá léttist líkaminn um 800 g og trúaða fólkið segir að það sé vegna þess að sálin sé ekki lengur í líkamanum. Er eitthvað vitað um það?
  • Vegur sálin okkar eitthvað? Létumst við þegar við deyjum?
  • Sálin, hefur hún mælanlegan massa? Þ.e.a.s. léttist ég þegar ég dey?

...