Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 848 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þyngist maður við það að byrja á pillunni?

Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....

category-iconHagfræði

Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?

Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Alda Björk Valdimarsdóttir stundað?

Alda Björk Valdimarsdóttir er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarverkefna hennar eru enskar 19. aldar bókmenntir með sérstakri áherslu á skáldverk Jane Austen, endurvinnslu menningararfsins í samtímanum, hliðarsögur, endurritanir og aðlaganir. Hún hefur jafnframt rannsakað...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona?

Hér verður gerð tilraun til þess að svara þessari stóru spurningu með stuttu svari. Vona ég að spyrjandi verði einhverju nær. Það er ekki nýtt að Guð sé karlgerður eða kvengerður, slíkt hefur tíðkast í kristinni hefð frá fyrstu tíð og í Gyðingdómi þar á undan eins og sést í Gamla testamentinu. Kvenlegir og karl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru glæpir fátækra afleiðing fátæktar?

Ungi betlarinn Bartolomé Esteban Murillo 1618 - 1682 Rannsóknir á orsökum ofbeldis og glæpa eru fyrirferðamiklar innan afbrota- og félagsfræði enda um athyglisvert og mikilvægt efni að ræða. Niðurstöður sýna að skýringar á afbrotum eru ekki einhlítar heldur margslungnar og taka verður fjölmargt með í reikn...

category-iconHugvísindi

Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja?

Saffó (6. öld f. Kr.) er langþekktasta skáldkona Forngrikkja. Gríska heimspekingnum Platoni þótti svo mikið til skáldskapar hennar koma að hann vildi gera hana að tíundu músunni, en svo nefndust gyðjur mennta og lista meðal Grikkja. Lögspekingurinn Sólon (um 630-560 f. Kr.) sem lagði grundvöll að aþenska lýðræðinu...

category-iconLæknisfræði

Hvað er grindargliðnun?

Á meðgöngu slaknar á liðböndum til þess að mjaðmagrindin geti gefið eftir þegar fóstrið stækkar og fæðingarvegurinn víkkar. Oftast finna konur ekki mikið fyrir þessum breytingum, en í sumum tilfellum geta þær orðið fyrir talsverðum og jafnvel miklum óþægindum í mjaðmagrindinni. Talað er um grindarlos eða grindargl...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fá klamydíu í munninn?

Klamydíusýking getur smitast við munnmök og einkenni hennar geta þá komið fram í munnholi. Tíðni smits við munnmök er óþekkt, en það er þó mikill misskilningur að munnmök séu öruggari leið til að stunda kynlíf. Margir kynsjúkdómar smitast við munnmök svo sem herpes, vörtur og klamydía. Klamydíusýking orsakast a...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Amasónurnar?

Í grískri goðafræði voru Amasónur þjóðflokkur kvenna. Þær voru mjög færar í bardaga og börðust aðallega með sverðum, bogum og spjótum. Gríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos (490 f.Kr. - 425 f.Kr.) sem skrifaði meðal annars um Persastríðin staðsetti landsvæði þeirra við landamæri Skýþíu í Sarmatíu þar se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað myndi gerast ef við værum án heila?

Það liggur ekki beint fyrir hvernig eigi að svara þessari spurningu enda er hægt að skilja hana á ýmsa vegu. Það mætti til dæmis hugsa sér að spyrjandi eigi við hvað myndi gerast ef mannkynið allt myndi skyndilega verða heilalaust? Svarið við þeirri spurningu er alveg ljóst: Við myndum öll deyja, enda eru stjórnst...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kettir verið hættulegir?

Vissulega getur stafað hætta af köttum, bæði bein og óbein. Villtir kettir eiga það til að ráðast á fólk ef þeim er ógnað, til dæmis ef börn króa þá af. Slíkt er þó sjálfsagt fátítt hér á landi. Einnig eru fjölmargir með ofnæmi fyrir köttum, jafnvel bráðaofnæmi sem getur í einhverjum tilvikum reynst lífshættulegt....

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?

Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er sogæðabólga?

Umhverfis allar frumur í líkamanum er vökvi sem er kallaður millifrumuvökvi og er hann nálægt því að vera 15% af líkamsþyngdinni. Þessi vökvi endurnýjast stöðugt vegna leka út úr háræðunum og hann tæmist út í sogæðakerfið eða öðru nafni vessaæðakerfið. Sogæðarnar liggja í gegnum eitla, sem gegna meðal annars því h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru orðin kona og queen eitthvað skyld?

Orðið kona er fornt að uppruna eins og við er að búast. V-ið er í stofninum, samanber beygingarmyndina kvenna, samsetningar á kven- og fornyrðin kván, kvon og kvæn, sem merkja 'kona'. Samsvarandi orð er notað í nágrannamálunum, danska kvinde, norska kvinne og sænska kvinna. En hvað með ensku? Sami orðstofn er til...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var bann við fóstureyðingum fyrst sett inn í lög sem giltu á Íslandi?

Sérstakar refsingar fyrir þungunarrof hafa legið fyrir á Íslandi allt frá árinu 1734 þegar norsk lög Kristjáns konungs V. urðu gildandi réttarheimild í íslenskum rétti. Þau giltu þó eingöngu um fóstur sem getin voru utan hjónabanda, um annars konar þungunarrof giltu almenn ákvæði um manndráp. Í almennum hegning...

Fleiri niðurstöður