Ár | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 |
Fjöldi tilfella | 1586 | 1550 | 1687 | 1819 | 2122 | 2088 | 1638 | 1735 | 1622 |
Fæstar konur og einungis helmingur karla fá einkenni klamydíusýkingar. Einkenni karla eru útferð úr þvagrásinni (slímkenndur vökvi, glær, hvítur eða gulleitur) og stundum sviði og kláði í þvagrásinni við þvaglát. Þessi einkenni koma oft fram 1-3 vikum eftir samfarir sem leiddu til smits. Einkenni kvenna eru aukin útferð (hvítur eða gulleitur, slímkenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir. Einkenni geta horfið á fáeinum dögum hjá báðum kynjum og blundar þá sýkingin í langan tíma. Hún getur blossað upp síðar af mismunandi orsökum, til dæmis vegna annarra sýkinga. Hægt er að bera klamydíusmit í langan tíma áður en sýkillinn breiðist út og byrjar að valda einkennum.Þar sem sjúkdómurinn er í flestum tilfellum einkennalaus getur fólk verið með hann lengi án þess að vita af því. Það er því mjög mikilvægt að nota verjur bæði við samfarir og munnmök, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem einnig ver gegn kynsjúkdómum. Það er þó engin vörn fullkomin og því getur verið ráðlegt fyrir fólk sem stundar kynlíf að fara í skoðun. Við viljum benda á að hægt er að fara í skoðun endurgjaldslaust og láta athuga hvort maður sé með kynsjúkdóm. Einnig er athygli vakin á því að greinist smit hjá einstaklingum er meðferðin einnig endurgjaldslaus. Hægt er að leita til eftirfarandi aðila: Á höfuðborgarsvæðinu
- Göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Þverholti 18. Panta þarf tíma í síma 5602320.
- Húð- og kynsjúkdómalæknar
- Kvennadeild Landspítalans
- Kvensjúkdómalæknar
- Heilsugæslustöðvar
- Heimilislæknar
- Heilsugæslustöðvar
- Kvensjúkdómalæknar
Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu Doktor.is.