Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Saffó (6. öld f. Kr.) er langþekktasta skáldkona Forngrikkja. Gríska heimspekingnum Platoni þótti svo mikið til skáldskapar hennar koma að hann vildi gera hana að tíundu músunni, en svo nefndust gyðjur mennta og lista meðal Grikkja. Lögspekingurinn Sólon (um 630-560 f. Kr.) sem lagði grundvöll að aþenska lýðræðinu, varð frá sér numinn þegar hann heyrði eitt af kvæðum skáldkonunnar og bað um það eitt að fá að læra kvæðið áður en hann létist.



Mynd af skáldunum Alkajosi og Saffó frá 5. öld f. Kr. Þau halda bæði á lýrum.

Um ævi Saffóar er lítið vitað með fullri vissu en hún var af höfðingjaætt frá Lesbos eða Lesbey og bjó í borginni Mýtílenu. Faðir hennar féll í stríði við Aþeninga og Saffó var tvívegis gerð útlæg frá Lesbey. Í síðara skiptið fór hún til Sikileyjar og giftist vel stæðum kaupmanni og átti með honum dóttur sem hét Kleis.

Hún sneri aftur til Lesbeyjar vel efnuð og var þá sennilega orðin ekkja. Á heimili hennar virðist þá hafa verið starfræktur einhvers konar skóli þar sem konur og ungar stúlkur komu víða að til að læra söng, dans og skáldskaparlist. Af kveðskap Saffóar er ljóst að milli hennar og þeirra kvenna sem hún umgekkst myndaðist afar náið tilfinningasamband. Orðið lesbía um samkynhneigðar konur er dregið af nafni heimaeyjar hennar.

Skáldskapur Saffóar er lýrískur en það orð er komið úr grísku og átti í upphafði aðeins við söng með lýruundirleik. Til forna flokkuðu Grikkir kveðskap sinn eftir flutningsmáta, ytra hlutverki og tilefni en ekki eftir bragarháttum eða innri eigindum kvæðanna eins og tíðkast í dag. Nú er orðið lýrik samheiti yfir kveðskap sem túlkar helst tilfinningar og hugblæ. Lýrískur skáldskapur er þess vegna andstæða epísks skáldskapar sem lýsir frekar því ytra og hlutlæga og segir af atburðum sem hafa gerst eða eiga að hafa gerst, ólíkt hinu lýríska sem lítur að núinu eða hinu ókomna. Þekktustu dæmin um epískan skáldskap eru Ódysseifskviða og Ílíonskviða gríska skáldsins Hómers.



Mynd af Alkajosi og Saffó eftir málarann Sir Lawrence Alma-Tadema (1836-1012). Alkajos situr með lýruna og fer með kvæði en Saffó hlýðir á.

Annað velþekkt skáld frá Lesbey er Alkajos sem var samtímamaður og vinur Saffóar. Hann orti helst pólitísk ádeilukvæði en Saffó er þekktust fyrir ástarkvæði sín. Við þessi skáld eru kenndir bragarhættirnir alkajosarháttur og saffóarháttur. Í saffóarhætti er hvert erindi 4 braglínur, þrjár fyrstu eru 11 atkvæði með sömu bragðliðaskipun, en hin fjórða er fimm atkvæði, þríliður og tvíliður.

Um ævilok Saffóar er til saga sem fæstum þykir trúverðug. Hún segir af Saffó og Faoni sem einnig var frá Mýtílenu á Lesbey. Samkvæmt grískum sögnum var Faon hrumur og ófríður en Afródíta veitti honum æsku og fegurð að launum fyrir bátsferð. Eftir umskiptin varð Saffó innilega ástafangin af honum en sú ást var óendurgoldin og harmur skáldkonunnar var svo mikill að hún steypti sér ofan af kletti.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.7.2003

Spyrjandi

Ásgeir Bragason
Kjartan Örn Sigurjónsson, f. 1986

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3618.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 29. júlí). Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3618

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3618>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja?
Saffó (6. öld f. Kr.) er langþekktasta skáldkona Forngrikkja. Gríska heimspekingnum Platoni þótti svo mikið til skáldskapar hennar koma að hann vildi gera hana að tíundu músunni, en svo nefndust gyðjur mennta og lista meðal Grikkja. Lögspekingurinn Sólon (um 630-560 f. Kr.) sem lagði grundvöll að aþenska lýðræðinu, varð frá sér numinn þegar hann heyrði eitt af kvæðum skáldkonunnar og bað um það eitt að fá að læra kvæðið áður en hann létist.



Mynd af skáldunum Alkajosi og Saffó frá 5. öld f. Kr. Þau halda bæði á lýrum.

Um ævi Saffóar er lítið vitað með fullri vissu en hún var af höfðingjaætt frá Lesbos eða Lesbey og bjó í borginni Mýtílenu. Faðir hennar féll í stríði við Aþeninga og Saffó var tvívegis gerð útlæg frá Lesbey. Í síðara skiptið fór hún til Sikileyjar og giftist vel stæðum kaupmanni og átti með honum dóttur sem hét Kleis.

Hún sneri aftur til Lesbeyjar vel efnuð og var þá sennilega orðin ekkja. Á heimili hennar virðist þá hafa verið starfræktur einhvers konar skóli þar sem konur og ungar stúlkur komu víða að til að læra söng, dans og skáldskaparlist. Af kveðskap Saffóar er ljóst að milli hennar og þeirra kvenna sem hún umgekkst myndaðist afar náið tilfinningasamband. Orðið lesbía um samkynhneigðar konur er dregið af nafni heimaeyjar hennar.

Skáldskapur Saffóar er lýrískur en það orð er komið úr grísku og átti í upphafði aðeins við söng með lýruundirleik. Til forna flokkuðu Grikkir kveðskap sinn eftir flutningsmáta, ytra hlutverki og tilefni en ekki eftir bragarháttum eða innri eigindum kvæðanna eins og tíðkast í dag. Nú er orðið lýrik samheiti yfir kveðskap sem túlkar helst tilfinningar og hugblæ. Lýrískur skáldskapur er þess vegna andstæða epísks skáldskapar sem lýsir frekar því ytra og hlutlæga og segir af atburðum sem hafa gerst eða eiga að hafa gerst, ólíkt hinu lýríska sem lítur að núinu eða hinu ókomna. Þekktustu dæmin um epískan skáldskap eru Ódysseifskviða og Ílíonskviða gríska skáldsins Hómers.



Mynd af Alkajosi og Saffó eftir málarann Sir Lawrence Alma-Tadema (1836-1012). Alkajos situr með lýruna og fer með kvæði en Saffó hlýðir á.

Annað velþekkt skáld frá Lesbey er Alkajos sem var samtímamaður og vinur Saffóar. Hann orti helst pólitísk ádeilukvæði en Saffó er þekktust fyrir ástarkvæði sín. Við þessi skáld eru kenndir bragarhættirnir alkajosarháttur og saffóarháttur. Í saffóarhætti er hvert erindi 4 braglínur, þrjár fyrstu eru 11 atkvæði með sömu bragðliðaskipun, en hin fjórða er fimm atkvæði, þríliður og tvíliður.

Um ævilok Saffóar er til saga sem fæstum þykir trúverðug. Hún segir af Saffó og Faoni sem einnig var frá Mýtílenu á Lesbey. Samkvæmt grískum sögnum var Faon hrumur og ófríður en Afródíta veitti honum æsku og fegurð að launum fyrir bátsferð. Eftir umskiptin varð Saffó innilega ástafangin af honum en sú ást var óendurgoldin og harmur skáldkonunnar var svo mikill að hún steypti sér ofan af kletti.

Heimildir og myndir:...