And weddede the queene Ypolita, And broghte hir hoom with hym in his contree (The Knight's Tale, lína 10-11)og einnig:
Alle oþir wommen I forsake And to an Elf queen I mee take. (The Tale of Sir Thopas, lína 83-84)Chaucer notar hér queen(e) í merkingunni 'drottning'. Í seinna kvæðinu kemur einnig fyrir orðið wommen 'konur', sem er fleirtala af miðenska orðinu wifman, wimman (= woman). Á þessum tíma hefur því woman – að minnsta kosti að einhverju leyti - verið búið að leysa cwēn/queen af hólmi sem almennt orð um konu. Íslenska orðið kona og enska orðið queen eiga sér því sameiginlegan uppruna. Þau eru hvort um sig núlifandi fulltrúi hins sama forna orðstofns. Heimildir og mynd:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Bosworth, Joseph og Toller, T. Northcote. 1921. An Anglo-Saxon Dictionary. (Skoðað 09.06.2015).
- Chaucer, Geoffrey. The Canterbury Tales. The Norman Blake edition. (Skoðað 09.06.2015).
- The Oxford Dictionary of English Etymology. 1966 (prentuð 1985). C.T. Onions (ritstj.). Oxford University Press, Oxford.
- Stratmann, Francis Henry. 1891. A Middle English dictionary containing words used by English writers from the twelfth to the fifteenth century. Clarendon Press, Oxford. Af Internet Archive: Digital Library of Free Books, Movies, Music & Wayback Machine. (Skoðað 09.06.2015).
- Mynd frá 15. öld, fengin úr Íslensku teiknibókinni, AM 673a III 4to bl. 8r.
Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.