Óléttur kvenmaður, sem af ásettu ráði eyðir burði sínum eða deyðir hann í móður kviði, skal sæta hegningarvinnu allt að 8 árum. Sömu refsingu skal sá sæta, sem í sama tilgangi brúkar meðöl við móðurina að vilja hennar, og það hefir sömu afleiðingar. Sé það gjört án vitorðs hennar eða vilja, þá varðar það hegningarvinnu í 4 ár og allt að 16 árum, eða æfilangt ef mjög miklar sakir eru.Engin lagaákvæði heimiluðu læknum að framkvæma þungunarrof fyrr en lög um varnir gegn því að vera barnshafandi og um fóstureyðingar nr. 38/1935 tóku gildi. Í núgildandi hegningarlögum nr. 40/1940 er ákvæðið svohljóðandi:
[Manneskja], 1) sem deyðir fóstur sitt, skal sæta … 2) fangelsi allt að 2 árum. Ef sérstaklega ríkar málsbætur eru fyrir hendi, má ákveða, að refsing falli niður. Mál skal ekki höfða, ef 2 ár eru liðin frá því að brot var framið. Ónothæf tilraun er refsilaus. Hver, sem með samþykki [þungaðrar manneskju] 1) deyðir fóstur hennar eða ljær henni lið sitt til fóstureyðingar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Sé um mikla sök að ræða, einkum ef verknaðurinn er framinn í ávinningsskyni eða hann hefur haft í för með sér dauða eða stórfellt heilsutjón [hinnar þunguðu manneskju], 1) skal beita allt að 8 ára fangelsi. Hafi verkið verið framið án samþykkis [hinnar þunguðu manneskju], 1) skal refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 12 árum.Bannið hefur þróast úr því að vera nokkuð blátt bann við þungunarrofi í bann við ólöglegu þungunarrofi. Þungunarrof telst alltaf ólöglegt ef það er framkvæmt af öðrum en lækni. Árið 2019 voru sett ný lög um þungunarrof nr. 43/2019. Heimildir
- Greinargerð frumvarps laga nr. 43/2019 um þungunarrof. (Sótt 08.04.2021).
- Snædís Björnsdóttir. Þungunarrof: Réttindi þungaðra kvenna og réttarvernd fósturs á Íslandi., bls. 57 og 74. (Sótt 08.04.2021).
- James McNellis. March for Life 2017 - Flickr. (Sótt 08.04.2021). Myndin er birt undir leyfinu CC BY 2.0.