Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?

Þórdís Kristinsdóttir

Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast af stíflu eða krampa í kransæðum. Kransæðar næra hjartavöðvann með blóði og verkurinn er því merki um ófullnægjandi súrefnisflæði um hjartavöðvann. Hjartaöng kemur helst fram við aðstæður þar sem súrefnisþörf hjartans eykst, svo sem við andlega eða líkamlega áreynslu, kulda og eftir stórar máltíðir. Algengast er að hjartaöng sé afleiðing kransæðasjúkdóma vegna æðakölkunar í kransæðum, en hjarta- og æðasjúkdómar hafa sterk lífsstílstengsl og eru algengasta dánarorsök bæði karla og kvenna í Evrópu.

Sprengitöflur eru notaðar við brjóstverk sem stafar af blóðþurrð í hjarta. Töflurnar hafa þau áhrif að æðar víkka út og blóðstreymi um hjartað eykst.

Nítróglýserín hefur æðavíkkandi verkun og hefur verið notað við hjartaöng og krónískri hjartabilun (e. chornic heart failure) í yfir 130 ár. Lyfið hefur þau áhrif að bæði útæðar líkamans og kransæðar víkka, við það eykst blóðflæði um kransæðar og þar með einnig flæði súrefnis um hjartavöðvann. Auk þess leiðir útæðavíkkun til minni mótstöðu í líkamsblóðrásinni þannig að hjartað þarf ekki að dæla á móti eins mikilli mótstöðu og kemst af með minni orku og súrefnisnotkun.

Nítróglýserín er til í ýmsum lyfjaformum en það sem í daglegu tali kallast sprengitöflur eru töflur sem látnar eru bráðna undir tungu. Áhrif lyfsins koma fram á einni til fimm mínútum og vara í um 30 mínútur. Einstaklingar sem eiga það til að fá hjartaöng við ákveðnar aðstæður svo sem áreynslu geta tekið sprengitöflur í fyrirbyggjandi tilgangi tveimur til þremur mínútum fyrir áreynslu.

Flestar aukaverkanir lyfsins eru skammtaháðar og af lyfjafræðilegum orsökum. Þær helstu eru hiti í andliti, lágþrýstingur, hraður hjartsláttur, svimi og höfuðverkur. Aukaverkanir hverfa um leið og áhrif lyfsins, og margar þeirra hverfa við langvarandi notkun lyfsins. Ef áfengis hefur verið neytt er aukin hætta á blóðþrýstingsfalli. Upplýsingar um sjaldgæfari aukaverkanir, milliverkanir við önnur lyf og við hvaða aðstæður óæskilegt er að nota lyfið, má finna í sérlyfjaskrá.

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.10.2013

Spyrjandi

Sigurður Helgason

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?“ Vísindavefurinn, 31. október 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26689.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 31. október). Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26689

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26689>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?
Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast af stíflu eða krampa í kransæðum. Kransæðar næra hjartavöðvann með blóði og verkurinn er því merki um ófullnægjandi súrefnisflæði um hjartavöðvann. Hjartaöng kemur helst fram við aðstæður þar sem súrefnisþörf hjartans eykst, svo sem við andlega eða líkamlega áreynslu, kulda og eftir stórar máltíðir. Algengast er að hjartaöng sé afleiðing kransæðasjúkdóma vegna æðakölkunar í kransæðum, en hjarta- og æðasjúkdómar hafa sterk lífsstílstengsl og eru algengasta dánarorsök bæði karla og kvenna í Evrópu.

Sprengitöflur eru notaðar við brjóstverk sem stafar af blóðþurrð í hjarta. Töflurnar hafa þau áhrif að æðar víkka út og blóðstreymi um hjartað eykst.

Nítróglýserín hefur æðavíkkandi verkun og hefur verið notað við hjartaöng og krónískri hjartabilun (e. chornic heart failure) í yfir 130 ár. Lyfið hefur þau áhrif að bæði útæðar líkamans og kransæðar víkka, við það eykst blóðflæði um kransæðar og þar með einnig flæði súrefnis um hjartavöðvann. Auk þess leiðir útæðavíkkun til minni mótstöðu í líkamsblóðrásinni þannig að hjartað þarf ekki að dæla á móti eins mikilli mótstöðu og kemst af með minni orku og súrefnisnotkun.

Nítróglýserín er til í ýmsum lyfjaformum en það sem í daglegu tali kallast sprengitöflur eru töflur sem látnar eru bráðna undir tungu. Áhrif lyfsins koma fram á einni til fimm mínútum og vara í um 30 mínútur. Einstaklingar sem eiga það til að fá hjartaöng við ákveðnar aðstæður svo sem áreynslu geta tekið sprengitöflur í fyrirbyggjandi tilgangi tveimur til þremur mínútum fyrir áreynslu.

Flestar aukaverkanir lyfsins eru skammtaháðar og af lyfjafræðilegum orsökum. Þær helstu eru hiti í andliti, lágþrýstingur, hraður hjartsláttur, svimi og höfuðverkur. Aukaverkanir hverfa um leið og áhrif lyfsins, og margar þeirra hverfa við langvarandi notkun lyfsins. Ef áfengis hefur verið neytt er aukin hætta á blóðþrýstingsfalli. Upplýsingar um sjaldgæfari aukaverkanir, milliverkanir við önnur lyf og við hvaða aðstæður óæskilegt er að nota lyfið, má finna í sérlyfjaskrá.

Mynd:

...