Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4728 svör fundust
Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er stærð og staðsetning megineldstöðvar Heklu? Hekla er megineldstöð á samnefndu eldstöðvakerfi á mörkum Austurgosbeltis og svonefnds Suðurlandsbrotabeltis (sjá mynd). Kerfið er um 40 kílómetra langt og um sjö kílómetra breitt eins og Sveinn Jakobsson skilgreinir ...
Hver er munurinn á ísöld og kuldaskeiði?
Í stuttu máli þá er munurinn á ísöld og kuldaskeiði sá að ísöld merkir ákveðið tímabil í jarðsögunni sem stóð yfir í tæplega 3 milljónir ára en kuldaskeið er notað um ákveðin skeið innan ísaldar. Kannski má líkja þessu við það að orðið vetur er notað um ákveðna árstíð en það þýðir þó ekki alltaf sé kalt á veturna ...
Hver var Hannes Finnsson?
Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...
Hvað er loftslag og hvernig getur það breyst með tímanum?
Með orðinu ‚loftslag‘ er átt við heildarmynd veðurs á tilteknum stað eða svæði, þegar veðrið er skoðað yfir lengri tíma, þannig að skammvinnar sveiflur veðursins jafnast út. Þegar við segjum til dæmis að loftslag í Kaupmannahöfn sé hlýrra en í Reykjavík, þá meinum við ekki að hitamælirinn þar standi hærra en hér a...
Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?
Svarið við þessari spurningu er einfalt ef miðað er við orðanna hljóðan: Það eru næstum 100% líkur á því að Snæfellsjökull gjósi. Megineldstöðin Snæfellsjökull ber öll merki þess að vera virk. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum og er ein af um það bil 30 virkum megineldstöðvum á Íslandi. ...
Hvernig og hvenær urðu Dimmuborgir til?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan eru hraunmyndanir Dimmuborga komnar og hvenær urðu þau eldsumbrot? Um þetta efni skrifar Kristján Sæmundsson í greininni „Jarðfræði Kröflukerfisins“ (Náttúra Mývatns, ritstj. Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson. Hið íslenska náttúrufræðifélag, Rvk. 1991). Fyrir rúm...
Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?
Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...
Eru Lakagígar enn virkir og gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru Lakagígar enn virkir og hvenær geta þeir gosið næst? Eru einhverjar líkur á að móðuharðindin endurtaki sig? Til að svara því hvort Lakagígar séu enn virkir er gott að átta sig á einum þætti í eðli íslenskra eldstöðva. Á gosbeltunum á Íslandi liggja með nokkuð jöfnu mill...
Hvað er gosórói?
Gosórói nefnist titringur sem stafar af, eða tengist, hreyfingu bergkviku í jarðskorpunni. Ólíkt hnik- eða brotskjálftum - jarðskjálftum sem skyndileg losun bergspennu veldur, til dæmis í misgengjum - er uppspretta gosóróa langvarandi samfelld spennulosun og birtist sem löng röð lágtíðni-smáskjálfta (M< 2). Tv...
Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur? Þ.e. ef kísilríkt hraun rennur og kólnar hratt - myndast þá hrafntinnan strax og hraunið kólnar? Örnefnið Hrafntinnuhraun virðist bera því órækt vitni að hrafntinna getur myndast um leið og hraun rennur. Hraunið er eitt af fjóru...
Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?
Eldingar eru ekki algengar á Íslandi en þær geta myndast hér á landi í þrumuveðri eða við eldgos. Hægt er að lesa meira um eldingar í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Venjuleg elding ber um 30.000 amper og flytur um 5 coulomb hleðslu. Orkan sem slík ...
Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?
Stokkahraun myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás þar sem landi hallar nægilega til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga. Þyngdarálagið nær þannig að yfirvinna flotmörk hraunkvikunnar og brotpol hraunskorpunnar. Hægt er að líkja myndun stokkahrauna við ...
Er Stefán J. Stefánsson talinn fyrsti utanríkisráðherra Íslands þrátt fyrir að utanríkismál hafi áður heyrt undir forsætisráðherra?
Hér er best að vísa á vefsetur Utanríkisráðuneytisins Sögulegt yfirlit um utanríkisþjónustuna. Við skulum þó stikla á stóru í þeirri sögu í þessu svari, eftir upplýsingum af fyrrgreindri vefsíðu. Talið frá hægri: Jakob Möller, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Jónasson, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Vigfús Ein...
Eftir hverju eru Galapagoseyjar nefndar?
Galapagoseyjar eru nefndar eftir hinum sérstöku risaskjaldbökum sem lifa við eyjarnar. Galápago er spænskt orð sem þýðir einmitt skjaldbaka. Galapagoseyjar eru eyjaklasi í Austur-Kyrrahafi um 1000 kílómetra undan strönd Ekvador. Um 13 stórar eyjar eru í klasanum og margar minni. Um 15.000 manns búa á eyjunum o...
Höfðu Skaftáreldar einhver áhrif á veðurfar?
Skaftáreldar höfðu víðtæk áhrif á veðurfar, og fyrirliggjandi gögn benda til þess að móðan hafi lækkað meðalárshitann á norðurhveli jarðar um eina gráðu í eitt til þrjú ár. Jafnframt sýna samtímaheimildir að áhrifin voru hvorki einsleit né jafndreifð um norðurhvelið. Sumarið 1783 einkenndist af mjög óvenjulegu veð...