Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Stefán J. Stefánsson talinn fyrsti utanríkisráðherra Íslands þrátt fyrir að utanríkismál hafi áður heyrt undir forsætisráðherra?

Hér er best að vísa á vefsetur Utanríkisráðuneytisins Sögulegt yfirlit um utanríkisþjónustuna. Við skulum þó stikla á stóru í þeirri sögu í þessu svari, eftir upplýsingum af fyrrgreindri vefsíðu.


Talið frá hægri: Jakob Möller, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Jónasson, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Vigfús Einarsson ríkisráðsritari, Sveinn Björnsson ríkisstjóri.

Íslendingar fengu forræði yfir utanríkismálum sínum með fullveldinu 1. desember 1918. Þau voru þó enn í framkvæmd dönsku utanríkisþjónustunnar, en stefnan ákveðin af íslensku ríkisstjórninni. Utanríkismál heyrðu upphaflega undir Forsætisráðuneytið (forsætisráðherra 1918 var Jón Magnússon) og árið 1929 var sett á fót sérstök utanríkismáladeild innan Forsætisráðuneytisins.

Eftir innrás Þjóðverja í Danmörku 9. apríl 1940, tóku Íslendingar utanríkismál alfarið í sínar hendur og degi síðar var utanríkismáladeildin gerð að utanríkisráðuneyti. Sú dagsetning markar upphaf íslensku utanríkisþjónustunnar. Utanríkismálin heyrðu þó enn undir forsætisráðuneytið, þar til 8. júlí sama ár, að Stefán Jóh. Stefánsson var skipaður utanríkisráðherra og bráðabirgðalög sett um utanríkisþjónustuna. 15. febrúar 1941 voru svo sett lög um Utanríkisráðuneytið.

Beint svar við spurningunni er því að Stefán Jóh. Stefánsson teljist fyrsti utanríkisráðherra Íslands.

Til hliðar má geta þess að á fyrsta starfsári utanríkisþjónustunnar voru sendiráð þrjú talsins, ræðisskrifstofa ein og starfsmenn samtals 20, þar af 15 erlendis.

Mynd:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

26.2.2003

Spyrjandi

Úlfur Einarsson

Tilvísun

UÁ. „Er Stefán J. Stefánsson talinn fyrsti utanríkisráðherra Íslands þrátt fyrir að utanríkismál hafi áður heyrt undir forsætisráðherra?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3176.

UÁ. (2003, 26. febrúar). Er Stefán J. Stefánsson talinn fyrsti utanríkisráðherra Íslands þrátt fyrir að utanríkismál hafi áður heyrt undir forsætisráðherra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3176

UÁ. „Er Stefán J. Stefánsson talinn fyrsti utanríkisráðherra Íslands þrátt fyrir að utanríkismál hafi áður heyrt undir forsætisráðherra?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3176>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Stefán J. Stefánsson talinn fyrsti utanríkisráðherra Íslands þrátt fyrir að utanríkismál hafi áður heyrt undir forsætisráðherra?
Hér er best að vísa á vefsetur Utanríkisráðuneytisins Sögulegt yfirlit um utanríkisþjónustuna. Við skulum þó stikla á stóru í þeirri sögu í þessu svari, eftir upplýsingum af fyrrgreindri vefsíðu.


Talið frá hægri: Jakob Möller, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Jónasson, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Vigfús Einarsson ríkisráðsritari, Sveinn Björnsson ríkisstjóri.

Íslendingar fengu forræði yfir utanríkismálum sínum með fullveldinu 1. desember 1918. Þau voru þó enn í framkvæmd dönsku utanríkisþjónustunnar, en stefnan ákveðin af íslensku ríkisstjórninni. Utanríkismál heyrðu upphaflega undir Forsætisráðuneytið (forsætisráðherra 1918 var Jón Magnússon) og árið 1929 var sett á fót sérstök utanríkismáladeild innan Forsætisráðuneytisins.

Eftir innrás Þjóðverja í Danmörku 9. apríl 1940, tóku Íslendingar utanríkismál alfarið í sínar hendur og degi síðar var utanríkismáladeildin gerð að utanríkisráðuneyti. Sú dagsetning markar upphaf íslensku utanríkisþjónustunnar. Utanríkismálin heyrðu þó enn undir forsætisráðuneytið, þar til 8. júlí sama ár, að Stefán Jóh. Stefánsson var skipaður utanríkisráðherra og bráðabirgðalög sett um utanríkisþjónustuna. 15. febrúar 1941 voru svo sett lög um Utanríkisráðuneytið.

Beint svar við spurningunni er því að Stefán Jóh. Stefánsson teljist fyrsti utanríkisráðherra Íslands.

Til hliðar má geta þess að á fyrsta starfsári utanríkisþjónustunnar voru sendiráð þrjú talsins, ræðisskrifstofa ein og starfsmenn samtals 20, þar af 15 erlendis.

Mynd:...