Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2390 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er liðmús?

Liðmús (e. joint mouse) er aðskotahlutur í liðholi, einkum í hné eða olnboga. Oftast er um að ræða brjósk- eða beinörðu sem hefur losnað við sköddun á liðnum, til dæmis við slys eða vegna slitgigtar. Lesa má um slitgigt í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni: Hvað er slitgigt? Liðmús veldur því oft að...

category-iconHugvísindi

Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?

Hér er gert ráð fyrir að spurt sé um fjölda þeirra Íslendinga sem létust af orsökum sem tengja má stríðinu og veru hersins hér á landi en ekki heildarfjölda þeirra sem létust á þeim árum sem stríðið stóð yfir. Vitað er með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Af þe...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?

Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka?

Það er vel þekkt að gróður- og dýrafána Íslands hefur breyst nokkuð frá landnámi. Gróðurfar breyttist til að mynda umtalsvert vegna búpenings sem fylgdi landnáminu, meðal annars dróst útbreiðsla birkikjarrs verulega saman. Í dag þekur birkikjarr aðeins um 1,5% landsins en við landnám þakti það frá 8–40% landsins. ...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur?

Áður en rómverska tímatalið barst hingað með kirkjunni höfðu Íslendingar komið sér upp eigin tímatali sem ekki virðist hafa verið til annars staðar. Sennilega hefur Íslendingum þótt nauðsynlegt að hafa eitthvert sameiginlegt tímaviðmið eftir að þeir settu sér eigin samfélagsreglur með stofnun Alþingis snemma á 10....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til?

Ekki hafa komið fram neinar marktækar vísbendingar um að óveður gangi yfir landið á einum tíma sólarhringsins fremur en öðrum. Sé stormur (hámarksvindhraði yfir 20 m/s) í Reykjavík talinn eftir athugunartímum á tímabilinu 1974 til 2007 fæst eftirfarandi tafla: AthugunartímiFjöldi tilvika 0...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið mötuneyti?

Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?

Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði. Í gömlum norskum lögum er tekið fram að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu og er það ekki almennt heiti um ákveðna vörutegund? Nú hefur fyrirtækið Lýsi, að sögn, tryggt sér einkaréttinn á vöruheitinu Lýsi um vörur sem eru lýsi og hótar öðrum málsókn sem nota það orð um vörur sem almenningur þekkir sem lýsi. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?

Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er íslenski ritháttur alþjóðaorðsins symphony (symfony)" sinfónía? M hefur breyst í N og Y hefur breyst í I. Rithátturinn sinfónía er nokkuð gamall í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá 1925 en á Tímarit.is frá 1926. Frá svipuðum tím...

category-iconHugvísindi

Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?

Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt". Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á kla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar er hægt að finna flóðatöflu á Netinu?

Áratugum saman hefur mátt nálgast flóðatöflur í útgefnum almanökum, svo sem Sjómannaalmanakinu og Almanaki Háskólans. Þessar upplýsingar eru á pappírsformi og fyrir þær þarf að greiða. Einnig er hægt að fá Almanak Háskólans á Netinu, fyrir tiltekið árgjald. Í haus Vísindavefsins (það er efst á síðunni) birtast ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?

Heimildir verða að teljast áreiðanlegar fyrir nafninu Klofajökull. Elsta heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772 (útg. 1978, bindi II:87). Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull. Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið dýflissa?

Upprunalega spurningin var:Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess? Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangel...

Fleiri niðurstöður