Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers vegna er íslenski ritháttur alþjóðaorðsins symphony (symfony)" sinfónía? M hefur breyst í N og Y hefur breyst í I.

Rithátturinn sinfónía er nokkuð gamall í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá 1925 en á Tímarit.is frá 1926. Frá svipuðum tíma er rithátturinn sinfóníutónleikar og sinfóníuhljómsveit.

Vissulega er rétt að Englendingar skrifa symphony og Frakkar symphonie en Ítalir nota ritháttinn sinfonia og Þjóðverjar bæði sinfonie og symphonie. Danir nota symfoni og hefur sá ritháttur hugsanlega borist hingað frá Danmörku. En um miðja 20. öld var tónlistarmálið hér ekki síður sótt til Þýskalands og Ítalíu og það skýrir tvenns konar rithátt hérlendis. Rithátturinn með -in- varð síðan ofan á, til dæmis í nafni Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1956. Við höfum einnig þegið ritháttinn sinfónía að láni.

Orðið sinfónía er fengið að láni úr miðaldalatínu og var upphaflega notað um hljóðfæri.

Í bók dr. Hallgríms Helgasonar tónskálds, Tónmenntir, er eftirfarandi klausa:

Brahms gerði skemmtilega greinarmun á sinfóníu og symfóníu, er hann sagðist hafa samið eina sinfóníu en þrjár symfóníur. Með þessari einu á hann við verk sitt nr. 2 í D-dúr. (l–ö:200)

Orðið sinfónía er fengið að láni úr miðaldalatínu symphōnia og var upphaflega notað um hljóðfæri, samanber symfón í íslenskum heimildum. Síðar fékk það merkinguna 'hljómkviða'. Latneska orðið er ættað úr grísku þar sem syn- merkir 'sam' og phōnē 'rödd, hljómur'.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Hallgrímur Helgason. 1980. Tónmenntir l–ö: Alfræði Menningarsjóðs. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.5.2016

Spyrjandi

Jón Hallfreð Engilbertsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71126.

Guðrún Kvaran. (2016, 23. maí). Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71126

Guðrún Kvaran. „Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71126>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvers vegna er íslenski ritháttur alþjóðaorðsins symphony (symfony)" sinfónía? M hefur breyst í N og Y hefur breyst í I.

Rithátturinn sinfónía er nokkuð gamall í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá 1925 en á Tímarit.is frá 1926. Frá svipuðum tíma er rithátturinn sinfóníutónleikar og sinfóníuhljómsveit.

Vissulega er rétt að Englendingar skrifa symphony og Frakkar symphonie en Ítalir nota ritháttinn sinfonia og Þjóðverjar bæði sinfonie og symphonie. Danir nota symfoni og hefur sá ritháttur hugsanlega borist hingað frá Danmörku. En um miðja 20. öld var tónlistarmálið hér ekki síður sótt til Þýskalands og Ítalíu og það skýrir tvenns konar rithátt hérlendis. Rithátturinn með -in- varð síðan ofan á, til dæmis í nafni Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1956. Við höfum einnig þegið ritháttinn sinfónía að láni.

Orðið sinfónía er fengið að láni úr miðaldalatínu og var upphaflega notað um hljóðfæri.

Í bók dr. Hallgríms Helgasonar tónskálds, Tónmenntir, er eftirfarandi klausa:

Brahms gerði skemmtilega greinarmun á sinfóníu og symfóníu, er hann sagðist hafa samið eina sinfóníu en þrjár symfóníur. Með þessari einu á hann við verk sitt nr. 2 í D-dúr. (l–ö:200)

Orðið sinfónía er fengið að láni úr miðaldalatínu symphōnia og var upphaflega notað um hljóðfæri, samanber symfón í íslenskum heimildum. Síðar fékk það merkinguna 'hljómkviða'. Latneska orðið er ættað úr grísku þar sem syn- merkir 'sam' og phōnē 'rödd, hljómur'.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Hallgrímur Helgason. 1980. Tónmenntir l–ö: Alfræði Menningarsjóðs. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

...