Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið dýflissa?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin var:
Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess?

Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangelsi'. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:139) telur að hugtengsl við djöfull, dýfill og dífill hafi átt einhvern þátt í ummyndun íslenska orðsins.

Orðið dýflissa er tökuorð úr miðlágþýsku. Framburður klasans -fl- er -bl-, samanber stífla, hrafl, fífl, Keflavík sem fáir bera fram með -fl- og dýflissa fellur hjá flestum réttilega í þennan flokk.

Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem gefið var út 1540.
verder þu i dyppliztsu kastadr.
refsarinn kasti þier suo i dyplitzu.

Guðbrandur biskup Þorláksson ritar orðið einnig með -p-, það er

Leid mijna Saalu vt af Dyplitzunne.

Oskar Bandle sem rækilegast hefur rannsakað Guðbrandsbiblíu telur að þessi ritháttur sé alþýðuskýring og að orðið hafi verið sett í samband við dýpt, dýpi og djúpur (1956:155).

Framburður með -b-, það er -bl-, er næsta öruggur á 19. öld þar sem dæmin í Ritmálssafninu eru langflest skrifuð dyblissa, díblyssa, dýblissa. Í íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal er orðið skrifað dýflissa og Jón Ófeigsson, sem samdi hljóðritunarkerfi fyrir bókina gefur framburðinn [diblisa] (1920-1924:131).

Framburður klasans -fl- er -bl-, samanber stífla, hrafl, fífl, Keflavík sem fáir bera fram með -fl- og dýflissa fellur hjá flestum réttilega í þennan flokk. Framburðurinn [díflissa] er til orðinn fyrir ofvöndun, orðið er mörgum framandlegt.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Oskar Bandle. 1956. Die Sprache der Guðbrandsbiblía. Bibliotheca arnamagnæana. Vol. XVII. Ejnar Munksgaard, Kaupmannahöfn.
  • Sigfús Blöndal. 1920-1924. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.8.2015

Spyrjandi

Bjarki

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið dýflissa?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69502.

Guðrún Kvaran. (2015, 26. ágúst). Hvaðan kemur orðið dýflissa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69502

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið dýflissa?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69502>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið dýflissa?
Upprunalega spurningin var:

Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess?

Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangelsi'. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:139) telur að hugtengsl við djöfull, dýfill og dífill hafi átt einhvern þátt í ummyndun íslenska orðsins.

Orðið dýflissa er tökuorð úr miðlágþýsku. Framburður klasans -fl- er -bl-, samanber stífla, hrafl, fífl, Keflavík sem fáir bera fram með -fl- og dýflissa fellur hjá flestum réttilega í þennan flokk.

Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem gefið var út 1540.
verder þu i dyppliztsu kastadr.
refsarinn kasti þier suo i dyplitzu.

Guðbrandur biskup Þorláksson ritar orðið einnig með -p-, það er

Leid mijna Saalu vt af Dyplitzunne.

Oskar Bandle sem rækilegast hefur rannsakað Guðbrandsbiblíu telur að þessi ritháttur sé alþýðuskýring og að orðið hafi verið sett í samband við dýpt, dýpi og djúpur (1956:155).

Framburður með -b-, það er -bl-, er næsta öruggur á 19. öld þar sem dæmin í Ritmálssafninu eru langflest skrifuð dyblissa, díblyssa, dýblissa. Í íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal er orðið skrifað dýflissa og Jón Ófeigsson, sem samdi hljóðritunarkerfi fyrir bókina gefur framburðinn [diblisa] (1920-1924:131).

Framburður klasans -fl- er -bl-, samanber stífla, hrafl, fífl, Keflavík sem fáir bera fram með -fl- og dýflissa fellur hjá flestum réttilega í þennan flokk. Framburðurinn [díflissa] er til orðinn fyrir ofvöndun, orðið er mörgum framandlegt.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Oskar Bandle. 1956. Die Sprache der Guðbrandsbiblía. Bibliotheca arnamagnæana. Vol. XVII. Ejnar Munksgaard, Kaupmannahöfn.
  • Sigfús Blöndal. 1920-1924. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.

Mynd:

...