
Lítið er vitað um það hvort landnámsmenn hafi átt beinan þátt í landnámi villtra fugla á Íslandi. Kannski hefur Hrafna-Flóki verið með tamda hrafna með sér en ómögulegt er að vita hvort sagan um landafundinn með aðstoð hrafna sé sönn.
Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf, og er hann lét lausan hinn fyrsta fló sá aftur um stafn. Annar fló í loft upp og aftur til skips. Hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt sem þeir fundið landið.Hrafninn (Corvus corax) er ein þeirra fuglategunda sem hefur náð mikilli leikni í að nýta sér sambýlið við manninn og sækir í mannabyggðir þar sem hann kemst oft í fæðu á auðveldari hátt en úti í náttúrunni.[4] Hrafninn hefur lengi haft á sér slæmt orð enda getur hann lagst á ung lömb og drepið sem og kroppað í afvelta kindur og þannig valdið spjöllum. Hrafninn er líka naskur eggjaræningi og getur haft slæm áhrif á æðavarp en æðardúnn hefur verið verðmæt afurð sem ritaðar heimildir eru til um nýtingu á allt frá 12. öld.[5][6] Mörgum bændum hefur því lengi verið í nöp við hrafninn sem er víða veiddur við bæi og varplönd.
Bein úr hröfnum hafa aðeins einu sinni fundist í fornleifarannsóknum á Íslandi svo vitað sé, það var á Alþingisreit í miðbæ Reykjavíkur. Hér má sjá höfuðkúpu hrafns.
- ^ Hagamús. (e.d.). Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt 28. ágúst 2018 af https://www.ni.is/dyr/spendyr/hagamus.
- ^ Jones, E. P., Skírnisson, K., McGovern, T. H., Gilbert, M. T. P., Willerslev, E. og Searle, J. B. (2012). Fellow travellers: a concordance of colonization patterns between mice and men in the North Atlantic region. BMC Evolutionary Biology, 12(1), 35. doi:10.1186/1471-2148-12-35.
- ^ Ævar Petersen. (1998). Íslenskir fuglar (bls. 260-263). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
- ^ Ævar Petersen. (1998). Íslenskir fuglar (bls. 260-263). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
- ^ Sólveig Guðmundsdóttir Beck (2013). Exploitation of wild birds in Iceland from the settlement period to the 19th century and its reflection in archaeology. Archaeologia Islandica, 10, 28–52.
- ^ Ævar Petersen. (1998). Íslenskir fuglar (bls. 260-263). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
- ^ Best, J. (2013). The Bird Remains from Alþingisreit. Alþingisreiturinn 2012-2013: Fornleifarannsókn. uppgröftur á lóð Alþingis (B. 1-2, B. 2, bls. 235–248). Reykjavík.
- ^ Albína Hulda Pálsdóttir (2010). Dýrabein frá Alþingisreit: Greining á dýrabeinum frá svæðum A, B og C (nr. 2010–1). Skýrslur Íslenskra fornleifarannsókna ehf. Reykjavík: Íslenskar fornleifarannsóknir ehf.
- ^ Sama heimild og í nr. 5
- Hrafn: Pixabay. (Sótt 20.8.2018).
- Höfuðkúpa hrafns: Úr safni Albínu Huldu Pálsdóttur.