Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?

Bryndís Marteinsdóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hver er ástæðan fyrir því að skóglendi á Íslandi eyddist upp á sínum tíma? Ég lærði það í grunnskóla á sínum tíma að þetta hafi orsakast vegna búfjár sem gekk á landið. Eru til heimildir fyrir því og nánari upplýsingar um málið?

Ljóst er að meirihluti skóglendis á Íslandi hefur horfið frá landnámi. Nú þekja birkikjarr og skógar um 1,5% landsins en talið er að við landnám hafi þekja birkis verið á bilinu 8-40%. Þótt fræðimenn séu ekki sammála um hvert flatarmál skóganna var er ljóst að birkiskógar hafa verið töluvert útbreiddari þá en nú.

Áhrif sauðfjárbeitar á skóglendi má sjá greinilega á svæðum þar sem sauðfé kemst af einhverjum ástæðum ekki að, til dæmis á eyjum í vötnum og á grónum klettasyllum. Myndin sýnir Viðey í Þjórsá.

Almennt er talið að skógaeyðinguna megi að miklum hluta rekja til áhrifa mannsins, þrátt fyrir að kólnandi veðurfar á litlu ísöld (1450-1900) og tíð eldgos hafi einnig stuðlað að eyðingunni. Frjókornarannsóknir sýna að þéttleiki birkifrjókorna í jarðlögum dregst skyndilega saman eftir landnám, sem styður það að maðurinn hafi valdið skógaeyðingunni. Rannsóknir á öðrum plöntu- og dýraleifum og sögulegar heimildir benda einnig til þessa. Eyðingin fylgir búsetu mannsins, hún átti sér oftast fyrst stað á bestu landbúnaðarsvæðunum en breiddist svo út á önnur svæði.

Skógurinn var meðal annars höggvinn til kolaframleiðslu, brenndur og ruddur til að rýma svæði fyrir heyöflun og beit húsdýra. Vetrarbeit búfjár, aðallega sauðfjár, leiddi svo til enn frekari skógaeyðingar. Eftir að skóginum var eytt, hefur sauðfé hindrað endurnýjun hans. Fjölmörg dæmi eru um að birkiskógar vaxi upp á svæðum sem eru beitarfriðuð, meðal annars hafa rannsóknir í Húsafellsskógi og Hallormsstaðaskógi sýnt að nýliðun birkis eykst með friðun. Áhrif sauðfjárbeitar á skóglendi má einnig sjá greinilega á svæðum þar sem sauðfé kemst af einhverjum ástæðum ekki að, til dæmis á eyjum í vötnum og á grónum klettasyllum. Á þessum svæðum vex þéttur og oft hávaxinn birkiskógur þrátt fyrir að landið í kring, sem oft hefur verið beitt af sauðfé öldum saman, sé með öllu skóglaust.

Almennt er talið að skógaeyðinguna megi að miklum hluta rekja til áhrifa mannsins. Myndin sýnir Hallormsstaðaskóg.

Sauðfé hefur því átt sinn þátt í skógaeyðingu á Íslandi, bæði með því að beita þá skóga sem voru hér við landnám og með því að hindra endurnýjun þeirra.

Heimildir:
  • Eyþór Einarsson 1979. Grímstorfa. Ársrit skógræktarfélags Íslands 1979. Bls. 9-12.
  • Anna Valdimarsdóttir og Sigurður H. Magnússon 2013. Gróður í Viðey í Þjórsá: áhrif beitarfriðunar. Náttúrufræðingurinn 83, 49-60.
  • Egill Erlendsson og Kevin J. Edwards 2010. Gróðurfarsbreytingar á Íslandi við landnám. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 101. árgangur bls. 29-56.
  • Arnór Snorrason, Björn Traustason, Bjarki Þór Kjartansson, Lárus Heiðarsson, Rúnar Ísleifsson og Ólafur Eggertsson 2016. Náttúrulegt birki á Íslandi – Ný úttekt á útbreiðslu þess og ástandi. Náttúrufræðingurinn 86, bls. 97-111.
  • Björn Þorsteinsson, Anna Guðrún Þórhallsdóttir 2003. Gróðurfarsbreytingar í kjölfar beitarfriðunar í Húsafellsskógi. Ráðunautafundur 2003. Bls. 201-203.
  • Haukur Ragnarsson og Steindór Steindórsson 1963. Gróðurrannsóknir í Hallormsstaðaskóg. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1963. Bls. 32-59.

Myndir:
  • Viðey í Þjórsá. Anna Sigríður Valdimarsdóttir tók myndina og er hún birt hér með góðfúslegu leyfi.
  • Hallormsstaðaskógur - Wikipedia. Myndrétthafi er Christoph L. Hess. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 24.04.2017).

Höfundur

Bryndís Marteinsdóttir

sviðsstjóri sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni

Útgáfudagur

2.5.2017

Spyrjandi

Dóra Magnea Hermannsdóttir

Tilvísun

Bryndís Marteinsdóttir. „Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72118.

Bryndís Marteinsdóttir. (2017, 2. maí). Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72118

Bryndís Marteinsdóttir. „Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72118>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hver er ástæðan fyrir því að skóglendi á Íslandi eyddist upp á sínum tíma? Ég lærði það í grunnskóla á sínum tíma að þetta hafi orsakast vegna búfjár sem gekk á landið. Eru til heimildir fyrir því og nánari upplýsingar um málið?

Ljóst er að meirihluti skóglendis á Íslandi hefur horfið frá landnámi. Nú þekja birkikjarr og skógar um 1,5% landsins en talið er að við landnám hafi þekja birkis verið á bilinu 8-40%. Þótt fræðimenn séu ekki sammála um hvert flatarmál skóganna var er ljóst að birkiskógar hafa verið töluvert útbreiddari þá en nú.

Áhrif sauðfjárbeitar á skóglendi má sjá greinilega á svæðum þar sem sauðfé kemst af einhverjum ástæðum ekki að, til dæmis á eyjum í vötnum og á grónum klettasyllum. Myndin sýnir Viðey í Þjórsá.

Almennt er talið að skógaeyðinguna megi að miklum hluta rekja til áhrifa mannsins, þrátt fyrir að kólnandi veðurfar á litlu ísöld (1450-1900) og tíð eldgos hafi einnig stuðlað að eyðingunni. Frjókornarannsóknir sýna að þéttleiki birkifrjókorna í jarðlögum dregst skyndilega saman eftir landnám, sem styður það að maðurinn hafi valdið skógaeyðingunni. Rannsóknir á öðrum plöntu- og dýraleifum og sögulegar heimildir benda einnig til þessa. Eyðingin fylgir búsetu mannsins, hún átti sér oftast fyrst stað á bestu landbúnaðarsvæðunum en breiddist svo út á önnur svæði.

Skógurinn var meðal annars höggvinn til kolaframleiðslu, brenndur og ruddur til að rýma svæði fyrir heyöflun og beit húsdýra. Vetrarbeit búfjár, aðallega sauðfjár, leiddi svo til enn frekari skógaeyðingar. Eftir að skóginum var eytt, hefur sauðfé hindrað endurnýjun hans. Fjölmörg dæmi eru um að birkiskógar vaxi upp á svæðum sem eru beitarfriðuð, meðal annars hafa rannsóknir í Húsafellsskógi og Hallormsstaðaskógi sýnt að nýliðun birkis eykst með friðun. Áhrif sauðfjárbeitar á skóglendi má einnig sjá greinilega á svæðum þar sem sauðfé kemst af einhverjum ástæðum ekki að, til dæmis á eyjum í vötnum og á grónum klettasyllum. Á þessum svæðum vex þéttur og oft hávaxinn birkiskógur þrátt fyrir að landið í kring, sem oft hefur verið beitt af sauðfé öldum saman, sé með öllu skóglaust.

Almennt er talið að skógaeyðinguna megi að miklum hluta rekja til áhrifa mannsins. Myndin sýnir Hallormsstaðaskóg.

Sauðfé hefur því átt sinn þátt í skógaeyðingu á Íslandi, bæði með því að beita þá skóga sem voru hér við landnám og með því að hindra endurnýjun þeirra.

Heimildir:
  • Eyþór Einarsson 1979. Grímstorfa. Ársrit skógræktarfélags Íslands 1979. Bls. 9-12.
  • Anna Valdimarsdóttir og Sigurður H. Magnússon 2013. Gróður í Viðey í Þjórsá: áhrif beitarfriðunar. Náttúrufræðingurinn 83, 49-60.
  • Egill Erlendsson og Kevin J. Edwards 2010. Gróðurfarsbreytingar á Íslandi við landnám. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 101. árgangur bls. 29-56.
  • Arnór Snorrason, Björn Traustason, Bjarki Þór Kjartansson, Lárus Heiðarsson, Rúnar Ísleifsson og Ólafur Eggertsson 2016. Náttúrulegt birki á Íslandi – Ný úttekt á útbreiðslu þess og ástandi. Náttúrufræðingurinn 86, bls. 97-111.
  • Björn Þorsteinsson, Anna Guðrún Þórhallsdóttir 2003. Gróðurfarsbreytingar í kjölfar beitarfriðunar í Húsafellsskógi. Ráðunautafundur 2003. Bls. 201-203.
  • Haukur Ragnarsson og Steindór Steindórsson 1963. Gróðurrannsóknir í Hallormsstaðaskóg. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1963. Bls. 32-59.

Myndir:
  • Viðey í Þjórsá. Anna Sigríður Valdimarsdóttir tók myndina og er hún birt hér með góðfúslegu leyfi.
  • Hallormsstaðaskógur - Wikipedia. Myndrétthafi er Christoph L. Hess. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 24.04.2017).
...