Hver er ástæðan fyrir því að skóglendi á Íslandi eyddist upp á sínum tíma? Ég lærði það í grunnskóla á sínum tíma að þetta hafi orsakast vegna búfjár sem gekk á landið. Eru til heimildir fyrir því og nánari upplýsingar um málið?Ljóst er að meirihluti skóglendis á Íslandi hefur horfið frá landnámi. Nú þekja birkikjarr og skógar um 1,5% landsins en talið er að við landnám hafi þekja birkis verið á bilinu 8-40%. Þótt fræðimenn séu ekki sammála um hvert flatarmál skóganna var er ljóst að birkiskógar hafa verið töluvert útbreiddari þá en nú.

Áhrif sauðfjárbeitar á skóglendi má sjá greinilega á svæðum þar sem sauðfé kemst af einhverjum ástæðum ekki að, til dæmis á eyjum í vötnum og á grónum klettasyllum. Myndin sýnir Viðey í Þjórsá.

Almennt er talið að skógaeyðinguna megi að miklum hluta rekja til áhrifa mannsins. Myndin sýnir Hallormsstaðaskóg.
- Eyþór Einarsson 1979. Grímstorfa. Ársrit skógræktarfélags Íslands 1979. Bls. 9-12.
- Anna Valdimarsdóttir og Sigurður H. Magnússon 2013. Gróður í Viðey í Þjórsá: áhrif beitarfriðunar. Náttúrufræðingurinn 83, 49-60.
- Egill Erlendsson og Kevin J. Edwards 2010. Gróðurfarsbreytingar á Íslandi við landnám. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 101. árgangur bls. 29-56.
- Arnór Snorrason, Björn Traustason, Bjarki Þór Kjartansson, Lárus Heiðarsson, Rúnar Ísleifsson og Ólafur Eggertsson 2016. Náttúrulegt birki á Íslandi – Ný úttekt á útbreiðslu þess og ástandi. Náttúrufræðingurinn 86, bls. 97-111.
- Björn Þorsteinsson, Anna Guðrún Þórhallsdóttir 2003. Gróðurfarsbreytingar í kjölfar beitarfriðunar í Húsafellsskógi. Ráðunautafundur 2003. Bls. 201-203.
- Haukur Ragnarsson og Steindór Steindórsson 1963. Gróðurrannsóknir í Hallormsstaðaskóg. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1963. Bls. 32-59.
- Viðey í Þjórsá. Anna Sigríður Valdimarsdóttir tók myndina og er hún birt hér með góðfúslegu leyfi.
- Hallormsstaðaskógur - Wikipedia. Myndrétthafi er Christoph L. Hess. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 24.04.2017).