Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2645 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er Drangey svona grasi vaxin?

Við höldum að fyrir þessu séu tvær ástæður sem verka saman. Í fyrsta lagi er fuglalíf mikið í Drangey og áburður því nógur. Í öðru lagi eru grasbítar yfirleitt ekki í eynni. Drangey í Skagafirði. Við getum stundum séð hliðstæð fyrirbæri í hólmum eða eyjum í ám eða vötnum, þar sem grasbítar komast ekki að en fugl...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað heitir stærsta bein mannslíkamans og hvar er það?

Í mannslíkamanum eru 206 bein. Aðeins 80 bein mynda beinagrindina en hin 126 eru eins konar fylgihlutir. Stærsta beinið er lærleggurinn í lærinu. Lærleggurinn er einnig lengsta, þyngsta og sterkasta beinið, hann getur þolað allt að 800-1100 kg álag. Í mönnum er lærleggurinn langur og nettur en í mannöpum er ha...

category-iconEfnafræði

Hvað er talkúm?

Talkúm og talk Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat). Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum kerami...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær verður Vatnajökull orðinn að engu?

Við vitum ekki nákvæmlega hvenær Vatnajökull hverfur en jöklafræðingar spá því að ef loftslag haldist næstu 50 ár eins og það var að meðaltali á 20. öld gæti Vatnajökull rýrnað um 10% eða 300 km3 á næstu hálfri öld. Það er jafnmikil rýrnun og varð alla 20. öldina. Ef sú rýrnun helst stöðug gætum við þess vegna ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gæti Kötlugos mögulega staðið lengi yfir?

Kötlugos hafa staðið frá tveimur vikum upp í fjóra mánuði eða lengur. Kötlugosið 1823, sem telst lítið á mælikvarða Kötlugosa, stóð í 28 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga en stærsta Kötlugosið á sögulegum tíma, sem hófst árið 1755, stóð í um 120 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga. Síðasta gos í Eyjafjall...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?

Unnt er að auka magn koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti gróðurhúsa með því að gefa koltvísýring af kút eða með brennslu á gasi eða steinolíu. Hreinn koltvísýringur Við venjulegan þrýsting og hita er koltvísýringur lofttegund sem vegur 1,98 kg/m3. Unnt er að kaupa hann hreinan á 30 kílóa stálkútum. Í kútun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hákarl sem veiðist við Ísland er sagður vera eitraður sé hann etinn ferskur, en erlendis borða menn hákarl ferskan. Hvernig stendur á þessu?

Ólíkt mörgum öðrum hryggdýrum hafa hákarlar ekkert þvagkerfi. Þvagefnið (urea) streymir þess vegna úr vefjum og blóðrás dýrsins með osmósu. Þessi leið til að losa þvagefni úr líkamanum kom snemma fram í þróunarsögunni og ber vitni um það hversu frumstæð dýr hákarlar eru, enda hafa þeir verið í nokkurn veginn óbrey...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru búri og búrfiskur það sama?

Orðið búri er ýmist notað um búrfisk (Hoplostethus atlanticus, Hoplostethus islandicus, e. orange roughy) eða búrhval (Physeter catodon, Physeter macrocephalus, e. sperm whale). Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman og finna má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar eru heitin búr...

category-iconLandafræði

Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?

Fjallað er um tímabelti í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Þar kemur meðal annars fram að árið 1884 var ákveðið að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem væri miðaður við núll lengdarbauginn, en hann liggur um Greenwich í Englandi. Þar segi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað heita hringir Satúrnusar?

Eitt helsta einkenni plánetunnar Satúrnusar er hinn stóri baugur sem umlykur hana. Þessi baugur er ekki einn stór samfelldur hringur heldur er hann samsettur úr fjölmörgum smærri hringjum. Nánar má lesa um hringi Satúrnusar hér. Í eftirfarandi töflu eru taldir upp þeir hringir sem þekktir eru í dag ásamt stærð...

category-iconLandafræði

Hvað eru til mörg lönd í heiminum?

Þegar þetta svar er uppfært, 21. desember 2012, má segja með nokkuð góðum rökum að lönd heims séu 196. Reyndar hefur þessari spurningu verið svarað áður á Vísindavefnum og það tvisvar frekar en einu sinni, í nóvember árið 2000 (Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?) og í apríl árið 2004 (Hvað eru til mörg l...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?

Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli. Akrafjall. Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („...

category-iconLæknisfræði

Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?

Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt. Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæm...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru surtseysk eldgos?

Sprengigos sem verða þegar kvika í gosrás eða gosopi kemst í snertingu við vatn, kallast tætigos á íslensku. Ein gerð þeirra er kennd við Surtsey og goshættina sem ríktu þegar eyjan reis úr hafi.1 Hátt hlutfall smárra korna eykur varmaflutning til gosmakkarins og hefur þau áhrif, að hann rís hærra í andrúmslof...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er útbreiðsla úlfa?

Heimsstofn úlfsins (Canis lupus) er nú um 400 þúsund einstaklingar. Áður fyrr voru úlfar útbreiddir um mestan hluta norðurhvels, um Norður-Ameríku frá nyrstu héruðum Alaska að jaðri regnskóganna í Mið-Ameríku og í Evrasíu frá túndrusvæðum Rússlands suður til Arabíuskagans. Menn hafa hins vegar veitt úlfa í stórum ...

Fleiri niðurstöður