Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?

Garðar R. Árnason



Unnt er að auka magn koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti gróðurhúsa með því að gefa koltvísýring af kút eða með brennslu á gasi eða steinolíu.

Hreinn koltvísýringur

Við venjulegan þrýsting og hita er koltvísýringur lofttegund sem vegur 1,98 kg/m3. Unnt er að kaupa hann hreinan á 30 kílóa stálkútum. Í kútunum er hár þrýstingur (oft um 50 atm.) þannig að koltvísýringurinn er á fljótandi formi. Þegar skrúfað er frá kútunum breytist innihaldið í gufuform og gefur hvert kíló af fljótandi koltvísýringi um 500 lítra af CO2 af gufu.

Í gróðurhúsi eru ætíð einhverjar lofthreyfingar og koltvísýringurinn blandast fljótt og vel saman við andrúmsloftið í stað þess að síga niður að gólfinu, þrátt fyrir að vera þyngri en andrúmsloftið.

Ef tappað er of hratt af kútnum fellur hiti hans niður í - 80°C, og koltvísýringurinn frýs í stað þess að gufa upp og myndar svokallaðan þurrís. Til að koma í veg fyrir að innihald kútanna frjósi þarf að koma þrýstijafnara fyrir á þeim áður en gjöfin getur hafist.

Brennsla gass

Við brennslu á gasi til koltvísýringsgjafar í gróðurhúsum er í lang flestum tilfellum notað própangas. Fyrir hvert kíló af gasi sem er brennt myndast 3 kíló (1500 lítrar) af koltvísýringi. Völ er á ýmsum gerðum af brennurum.

Þegar þessi aðferð er notuð verður að vera algjörlega tryggt að gas leki hvergi með samskeytum og að gasið brenni við fullkominn bruna. Brennararnir verða að vera búnir öryggisloka sem lokar fyrir gasið ef loginn deyr. Til að koma í veg fyrir skemmdir á plöntunum er nauðsynlegt að yfirfara og stilla brennarana með reglulegu millibili.

Brennsla steinolíu

Steinolía er ekki hreint brennsluefni. Venjuleg steinolía getur verið misjöfn að gæðum, sem ræðst þeirri hráolíu sem hún er unnin úr. Fyrir hvert kíló af steinolíu sem er brennt myndast 3 kíló (1500 lítrar) af koltvísýringi.



Mikill brennisteinn í steinolíunni getur valdið skemmdum á plöntunum. Álíka varhugaverð eru svokölluð aromatísk efni, sem geta verið allt að 20% í steinolíu. Þegar þau brenna myndast meðal annars etylen, kolmónoxíð og köfnunarefnissambönd (NOx), sérstaklega þegar bruninn á sér stað við háan brennsluhita. Þegar farið var að markaðssetja steinolíu með mun minni brennisteini en áður (undir 0,01% eða 100 ppm) varð hættan á skemmdum af völdum brennisteinssýrlings (SO2) mjög lítil. Hins vegar er enn veruleg hætta á NOx og etylen.

Steinolía hefur lengi verið notuð til koltvísýringsgjafar. Brennsla á steinolíu er mun ódýrari kostur en bæði hreinn koltvísýringur og brennsla á gasi. Hins vegar er talsverð hætta á myndun óæskilegra lofttegunda við brennslu á steinolíu. Til að draga úr hættunni á slíku er ákaflega mikilvægt að yfirfara og stilla brennarana að minnsta kosti árlega og ofgera ekki gjöfinni, því hættan eykst með auknum styrkleika.

Mynd af gróðurhúsi fyrir kaktusa: Sunrise Nursery

Mynd af gróðurhúsi fyrir fatlaða nemendur: Pied Piper School

Höfundur

verkefnisstjóri, Garðyrkjuskóla ríkisins

Útgáfudagur

13.5.2003

Spyrjandi

Steindór Halldórsson

Tilvísun

Garðar R. Árnason. „Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3412.

Garðar R. Árnason. (2003, 13. maí). Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3412

Garðar R. Árnason. „Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3412>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?


Unnt er að auka magn koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti gróðurhúsa með því að gefa koltvísýring af kút eða með brennslu á gasi eða steinolíu.

Hreinn koltvísýringur

Við venjulegan þrýsting og hita er koltvísýringur lofttegund sem vegur 1,98 kg/m3. Unnt er að kaupa hann hreinan á 30 kílóa stálkútum. Í kútunum er hár þrýstingur (oft um 50 atm.) þannig að koltvísýringurinn er á fljótandi formi. Þegar skrúfað er frá kútunum breytist innihaldið í gufuform og gefur hvert kíló af fljótandi koltvísýringi um 500 lítra af CO2 af gufu.

Í gróðurhúsi eru ætíð einhverjar lofthreyfingar og koltvísýringurinn blandast fljótt og vel saman við andrúmsloftið í stað þess að síga niður að gólfinu, þrátt fyrir að vera þyngri en andrúmsloftið.

Ef tappað er of hratt af kútnum fellur hiti hans niður í - 80°C, og koltvísýringurinn frýs í stað þess að gufa upp og myndar svokallaðan þurrís. Til að koma í veg fyrir að innihald kútanna frjósi þarf að koma þrýstijafnara fyrir á þeim áður en gjöfin getur hafist.

Brennsla gass

Við brennslu á gasi til koltvísýringsgjafar í gróðurhúsum er í lang flestum tilfellum notað própangas. Fyrir hvert kíló af gasi sem er brennt myndast 3 kíló (1500 lítrar) af koltvísýringi. Völ er á ýmsum gerðum af brennurum.

Þegar þessi aðferð er notuð verður að vera algjörlega tryggt að gas leki hvergi með samskeytum og að gasið brenni við fullkominn bruna. Brennararnir verða að vera búnir öryggisloka sem lokar fyrir gasið ef loginn deyr. Til að koma í veg fyrir skemmdir á plöntunum er nauðsynlegt að yfirfara og stilla brennarana með reglulegu millibili.

Brennsla steinolíu

Steinolía er ekki hreint brennsluefni. Venjuleg steinolía getur verið misjöfn að gæðum, sem ræðst þeirri hráolíu sem hún er unnin úr. Fyrir hvert kíló af steinolíu sem er brennt myndast 3 kíló (1500 lítrar) af koltvísýringi.



Mikill brennisteinn í steinolíunni getur valdið skemmdum á plöntunum. Álíka varhugaverð eru svokölluð aromatísk efni, sem geta verið allt að 20% í steinolíu. Þegar þau brenna myndast meðal annars etylen, kolmónoxíð og köfnunarefnissambönd (NOx), sérstaklega þegar bruninn á sér stað við háan brennsluhita. Þegar farið var að markaðssetja steinolíu með mun minni brennisteini en áður (undir 0,01% eða 100 ppm) varð hættan á skemmdum af völdum brennisteinssýrlings (SO2) mjög lítil. Hins vegar er enn veruleg hætta á NOx og etylen.

Steinolía hefur lengi verið notuð til koltvísýringsgjafar. Brennsla á steinolíu er mun ódýrari kostur en bæði hreinn koltvísýringur og brennsla á gasi. Hins vegar er talsverð hætta á myndun óæskilegra lofttegunda við brennslu á steinolíu. Til að draga úr hættunni á slíku er ákaflega mikilvægt að yfirfara og stilla brennarana að minnsta kosti árlega og ofgera ekki gjöfinni, því hættan eykst með auknum styrkleika.

Mynd af gróðurhúsi fyrir kaktusa: Sunrise Nursery

Mynd af gróðurhúsi fyrir fatlaða nemendur: Pied Piper School ...