Við getum stundum séð hliðstæð fyrirbæri í hólmum eða eyjum í ám eða vötnum, þar sem grasbítar komast ekki að en fuglalíf er mikið. Í slíkum hólmum er oft mikil gróðursæld, ekki aðeins af grasi heldur einnig ýmsum öðrum plöntum. Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 6. 3. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.