Á heimasíðu Orðabókar Háskólans er að finna dæmi um notkun á orðinu búri og er þá oftast átt við hvalinn. Hér eru nokkur dæmi um hvernig orðið kemur fyrir í ritum um dýr og náttúrufræði:
búrhveli eða búri (Physeter macrocephalus), er 80'; hann gefur 60--80 tunnur lýsis. (Benedikt Gröndal 1878:46). Búrhveli eða búri (Physeter macrocephalus) er stöku sinnum veiddur af hvalföngurum við Ísland. (Þorvaldur Thoroddsen 1931-1933:487) Munnmæli herma, að búri sé kallaður nauthveli, bylur mjög í honum þegar hann blæs, og líkist það griðungsöskri. (Lúðvík Kristjánsson, 1987:87). Nokkrum sinnum er minnzt á búrhvalslýsi í 18. aldar heimildum: ,,Hvalraf það, sem er í höfði búra, er til lítilla nota og ekki verzlunarvara.“ (Lúðvík Kristjánsson 1987:70).Niðurstaðan er því sú að svo virðist sem það fari að einhverju leyti eftir aldri heimilda hvort átt er við fiskinn eða hvalinn. Í eldri heimildum er frekar venjan að búri sé notað um búrhval en í dag er það ekki síður notað um fiskinn. Búri og búrfiskur geta því verið það sama. Heimildir og mynd:
- Benedikt Gröndal. 1878. Dýrafræði. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
- Gunnar Jónsson. Sjávardýraorðabók.
- Gunnar Jónsson. 1983. Íslenskir fiskar. Reykjavík: Fjölvaútgáfan.
- Íslensk orðabók (ritstj. Mörður Árnason). 2002. Reykjavík: Edda-útgáfa.
- Íslensk orðabók (ritstj. Árni Böðvarsson). 1988. Reykjavík: Menningarsjóður.
- Lúðvík Kristjánsson. 1987. Íslenskir sjávarhættir V. Reykjavík: Menningarsjóður.
- Orðabók Háskólans.
- Þorvaldur Thoroddsen. 1931-1933. Lýsing Íslands II. Reykjavík: Sjóður Þorvaldar Thoroddsen.
- www.fishbase.org