Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru búri og búrfiskur það sama?

Jón Már Halldórsson

Orðið búri er ýmist notað um búrfisk (Hoplostethus atlanticus, Hoplostethus islandicus, e. orange roughy) eða búrhval (Physeter catodon, Physeter macrocephalus, e. sperm whale).

Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman og finna má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar eru heitin búri og búrfiskur notuð um sama fiskinn en ekki um búrhval.

Í Íslenskri orðabók í ritstjórn Marðar Árnasonar frá árinu 2002 segir að búri þýði ruddi, dóni, nískur eða nirfill. Jafnframt segir að þau dýr sem þekkist undir heitinu búri séu búrhvalur og búrfiskur. Í Íslenskri orðabók frá 1988 í ritstjórn Árna Böðvarssonar er heitið búri hins vegar aðeins notað um búrhval en ekki búrfisk.



Á heimasíðu Orðabókar Háskólans er að finna dæmi um notkun á orðinu búri og er þá oftast átt við hvalinn. Hér eru nokkur dæmi um hvernig orðið kemur fyrir í ritum um dýr og náttúrufræði:
búrhveli eða búri (Physeter macrocephalus), er 80'; hann gefur 60--80 tunnur lýsis. (Benedikt Gröndal 1878:46).

Búrhveli eða búri (Physeter macrocephalus) er stöku sinnum veiddur af hvalföngurum við Ísland. (Þorvaldur Thoroddsen 1931-1933:487)

Munnmæli herma, að búri sé kallaður nauthveli, bylur mjög í honum þegar hann blæs, og líkist það griðungsöskri. (Lúðvík Kristjánsson, 1987:87).

Nokkrum sinnum er minnzt á búrhvalslýsi í 18. aldar heimildum: ,,Hvalraf það, sem er í höfði búra, er til lítilla nota og ekki verzlunarvara.“ (Lúðvík Kristjánsson 1987:70).

Niðurstaðan er því sú að svo virðist sem það fari að einhverju leyti eftir aldri heimilda hvort átt er við fiskinn eða hvalinn. Í eldri heimildum er frekar venjan að búri sé notað um búrhval en í dag er það ekki síður notað um fiskinn. Búri og búrfiskur geta því verið það sama.

Heimildir og mynd:
  • Benedikt Gröndal. 1878. Dýrafræði. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
  • Gunnar Jónsson. Sjávardýraorðabók.
  • Gunnar Jónsson. 1983. Íslenskir fiskar. Reykjavík: Fjölvaútgáfan.
  • Íslensk orðabók (ritstj. Mörður Árnason). 2002. Reykjavík: Edda-útgáfa.
  • Íslensk orðabók (ritstj. Árni Böðvarsson). 1988. Reykjavík: Menningarsjóður.
  • Lúðvík Kristjánsson. 1987. Íslenskir sjávarhættir V. Reykjavík: Menningarsjóður.
  • Orðabók Háskólans.
  • Þorvaldur Thoroddsen. 1931-1933. Lýsing Íslands II. Reykjavík: Sjóður Þorvaldar Thoroddsen.
  • www.fishbase.org

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.7.2004

Spyrjandi

Helgi Jónsson, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru búri og búrfiskur það sama?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4402.

Jón Már Halldórsson. (2004, 12. júlí). Eru búri og búrfiskur það sama? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4402

Jón Már Halldórsson. „Eru búri og búrfiskur það sama?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4402>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru búri og búrfiskur það sama?
Orðið búri er ýmist notað um búrfisk (Hoplostethus atlanticus, Hoplostethus islandicus, e. orange roughy) eða búrhval (Physeter catodon, Physeter macrocephalus, e. sperm whale).

Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman og finna má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar eru heitin búri og búrfiskur notuð um sama fiskinn en ekki um búrhval.

Í Íslenskri orðabók í ritstjórn Marðar Árnasonar frá árinu 2002 segir að búri þýði ruddi, dóni, nískur eða nirfill. Jafnframt segir að þau dýr sem þekkist undir heitinu búri séu búrhvalur og búrfiskur. Í Íslenskri orðabók frá 1988 í ritstjórn Árna Böðvarssonar er heitið búri hins vegar aðeins notað um búrhval en ekki búrfisk.



Á heimasíðu Orðabókar Háskólans er að finna dæmi um notkun á orðinu búri og er þá oftast átt við hvalinn. Hér eru nokkur dæmi um hvernig orðið kemur fyrir í ritum um dýr og náttúrufræði:
búrhveli eða búri (Physeter macrocephalus), er 80'; hann gefur 60--80 tunnur lýsis. (Benedikt Gröndal 1878:46).

Búrhveli eða búri (Physeter macrocephalus) er stöku sinnum veiddur af hvalföngurum við Ísland. (Þorvaldur Thoroddsen 1931-1933:487)

Munnmæli herma, að búri sé kallaður nauthveli, bylur mjög í honum þegar hann blæs, og líkist það griðungsöskri. (Lúðvík Kristjánsson, 1987:87).

Nokkrum sinnum er minnzt á búrhvalslýsi í 18. aldar heimildum: ,,Hvalraf það, sem er í höfði búra, er til lítilla nota og ekki verzlunarvara.“ (Lúðvík Kristjánsson 1987:70).

Niðurstaðan er því sú að svo virðist sem það fari að einhverju leyti eftir aldri heimilda hvort átt er við fiskinn eða hvalinn. Í eldri heimildum er frekar venjan að búri sé notað um búrhval en í dag er það ekki síður notað um fiskinn. Búri og búrfiskur geta því verið það sama.

Heimildir og mynd:
  • Benedikt Gröndal. 1878. Dýrafræði. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
  • Gunnar Jónsson. Sjávardýraorðabók.
  • Gunnar Jónsson. 1983. Íslenskir fiskar. Reykjavík: Fjölvaútgáfan.
  • Íslensk orðabók (ritstj. Mörður Árnason). 2002. Reykjavík: Edda-útgáfa.
  • Íslensk orðabók (ritstj. Árni Böðvarsson). 1988. Reykjavík: Menningarsjóður.
  • Lúðvík Kristjánsson. 1987. Íslenskir sjávarhættir V. Reykjavík: Menningarsjóður.
  • Orðabók Háskólans.
  • Þorvaldur Thoroddsen. 1931-1933. Lýsing Íslands II. Reykjavík: Sjóður Þorvaldar Thoroddsen.
  • www.fishbase.org
...